Saka skautaþjálfara um kynferðislega misnotkun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2019 11:30 Shim Sik-hee á ÓL í fyrra. vísir/getty Suður-Kórea hefur verið í fararbroddi í heiminum í sprettskautahlaupi en nú er búið að varpa dimmum skugga yfir starf skautasambandsins eftir að nokkrar stúlkur stigu fram og sökuðu þjálfarana í Kóreu um kynferðislega misnotkun. Suður-Kórea vann 24 gull á síðustu Vetrarólympíuleikum og skautafólk þjóðarinnar eru þjóðhetjur. Þetta mál er því mikill skellur fyrir þjóðina og ekki síst skautasambandið sem er ásakað að hafa breitt yfir allt saman. Fimm skautakonur, sem kjósa að koma fram undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir, opnuðu sig um málið í upphafi vikunnar. „Þær eru raunverulega hræddar við hefndaraðgerðir og útskúfun úr samfélaginu,“ sagði lögmaður stúlknanna en hann hefur einnig farið fram á rannsókn á formanni skautasambandsins sem hann segir hafa hylmt yfir ásakanir í áraraðir. Hann hafi komist upp með það þar sem hann sé vinur þekktra stjórnmálamanna og annarra með áhrif í samfélaginu. Ásakanirnar eru ekki bara um kynferðislega misnotkun. Í janúar steig Shim Sik-hee fram og sagði að þjálfarinn hennar hefði lamið hana síðan hún var sjö ára. Hann hefði meira að segja brotið fingur hennar með íshokkíkylfu. „Hann lamdi mig svo oft, og svo fast, að ég óttaðist að deyja á æfingum hjá honum,“ sagði Shim en þjálfarinn hennar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi enda kom í ljós að hann hefði lamið fleiri en hana. Sami þjálfari var svo í kjölfarið ásakaður um kynferðislega misnotkun og það opnaði flóðgáttir sem ekki sér fyrir endann á. Þetta mál hefur þegar leitt það af sér að önnur íþróttasambönd í landinu eru að rannsaka hvort slík hegðun hafi viðgengist innan þeirra raða. Konur í kóreskum íþróttaheimi hafa verið að fá meira hugrekki til þess að stíga fram síðustu misseri og fyrrum tennisstjarnan Kim Ein-hee greindi frá kynferðislegri misnotkun frá sínum þjálfara. Sú misnotkun hófst er hún var aðeins tíu ára gömul. Sá þjálfari fékk tíu ára fangelsisdóm þannig að yfirvöld taka ásakanirnar alvarlega og refsa grimmilega. Aðrar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggðu sigur Ringsted Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Sjá meira
Suður-Kórea hefur verið í fararbroddi í heiminum í sprettskautahlaupi en nú er búið að varpa dimmum skugga yfir starf skautasambandsins eftir að nokkrar stúlkur stigu fram og sökuðu þjálfarana í Kóreu um kynferðislega misnotkun. Suður-Kórea vann 24 gull á síðustu Vetrarólympíuleikum og skautafólk þjóðarinnar eru þjóðhetjur. Þetta mál er því mikill skellur fyrir þjóðina og ekki síst skautasambandið sem er ásakað að hafa breitt yfir allt saman. Fimm skautakonur, sem kjósa að koma fram undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir, opnuðu sig um málið í upphafi vikunnar. „Þær eru raunverulega hræddar við hefndaraðgerðir og útskúfun úr samfélaginu,“ sagði lögmaður stúlknanna en hann hefur einnig farið fram á rannsókn á formanni skautasambandsins sem hann segir hafa hylmt yfir ásakanir í áraraðir. Hann hafi komist upp með það þar sem hann sé vinur þekktra stjórnmálamanna og annarra með áhrif í samfélaginu. Ásakanirnar eru ekki bara um kynferðislega misnotkun. Í janúar steig Shim Sik-hee fram og sagði að þjálfarinn hennar hefði lamið hana síðan hún var sjö ára. Hann hefði meira að segja brotið fingur hennar með íshokkíkylfu. „Hann lamdi mig svo oft, og svo fast, að ég óttaðist að deyja á æfingum hjá honum,“ sagði Shim en þjálfarinn hennar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi enda kom í ljós að hann hefði lamið fleiri en hana. Sami þjálfari var svo í kjölfarið ásakaður um kynferðislega misnotkun og það opnaði flóðgáttir sem ekki sér fyrir endann á. Þetta mál hefur þegar leitt það af sér að önnur íþróttasambönd í landinu eru að rannsaka hvort slík hegðun hafi viðgengist innan þeirra raða. Konur í kóreskum íþróttaheimi hafa verið að fá meira hugrekki til þess að stíga fram síðustu misseri og fyrrum tennisstjarnan Kim Ein-hee greindi frá kynferðislegri misnotkun frá sínum þjálfara. Sú misnotkun hófst er hún var aðeins tíu ára gömul. Sá þjálfari fékk tíu ára fangelsisdóm þannig að yfirvöld taka ásakanirnar alvarlega og refsa grimmilega.
Aðrar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggðu sigur Ringsted Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Sjá meira