Leikmaður Cardiff í flugvél sem hrapaði í Ermarsund Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2019 09:07 Emiliano Sala var nýverið keyptur til Cardiff. Getty/Cardiff City FC Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Argentínumaðurinn Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni Piper Malibu, og hefur það verið staðfest af yfirvöldum í Frakklandi. Talið er að hann hafi verið einn, ásamt flugmanni á ferð. Leit stendur nú yfir en flugvélin hvarf af ratsjám skammt undan ströndum Frakklands. Yfirvöld í Bretlandi hafa sent leitaraðila til aðstoðar við leitina. Nánar tiltekið er talið að flugvélin hafi hrapað norður af eyjunni Alderney en veðurskilyrði hafa gert leitina erfiða. Leitarskilyrði hafa skánað verulega nú í morgun.Samkvæmt BBC hafði flugvélinni verið flogið í um fimm þúsund feta hæð. Flugmaður hennar hafði svo samband við flugumferðarstjórn og bað um heimild til að lækka flugið. Flugvélin hvarf svo af ratsjám í um 2.300 feta hæð. Notast er við tvær þyrlur, tvær flugvélar og einn björgunarbát við leitina. Engin neyðarboð bárust frá flugvélinni en fregnir hafa borist af því að blys hafi sést á svæðinu. Engin ummerki um flugvélina hafa þó fundist. Lögreglan sendi frá sér skilaboð skömmu fyrir hádegi og segir búið að leita á rúmlega þúsund ferkílómetra svæði. Enn hafi ekkert fundist.Le Monde segir hinn 28 ára gamla Sala hafa kastað kveðju á liðsfélaga sína í Nantes í gær áður en hann lagði af stað til Cardiff. Cardiff City keypti Sala, sem er frá Argentínu, þann 19. janúar á fimmtán milljónir punda, sem er metupphæð fyrir félagið. Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því í gærkvöldi.La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH — Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes. Forsvarsmenn Nantes hafa tilkynnt að bikarleiki liðsins gegn L'Entente, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað. @EmilianoSala1: "I can't wait to start training, meet my new teammates and get down to work." https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019 Searching for the light aircraft PA 46 Malibu resumed at 8am this morning. No trace has currently been foundIt was en route from Nantes, France to Cardiff, Wales with 2 peopleMore info when available— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 22, 2019 Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Argentínumaðurinn Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni Piper Malibu, og hefur það verið staðfest af yfirvöldum í Frakklandi. Talið er að hann hafi verið einn, ásamt flugmanni á ferð. Leit stendur nú yfir en flugvélin hvarf af ratsjám skammt undan ströndum Frakklands. Yfirvöld í Bretlandi hafa sent leitaraðila til aðstoðar við leitina. Nánar tiltekið er talið að flugvélin hafi hrapað norður af eyjunni Alderney en veðurskilyrði hafa gert leitina erfiða. Leitarskilyrði hafa skánað verulega nú í morgun.Samkvæmt BBC hafði flugvélinni verið flogið í um fimm þúsund feta hæð. Flugmaður hennar hafði svo samband við flugumferðarstjórn og bað um heimild til að lækka flugið. Flugvélin hvarf svo af ratsjám í um 2.300 feta hæð. Notast er við tvær þyrlur, tvær flugvélar og einn björgunarbát við leitina. Engin neyðarboð bárust frá flugvélinni en fregnir hafa borist af því að blys hafi sést á svæðinu. Engin ummerki um flugvélina hafa þó fundist. Lögreglan sendi frá sér skilaboð skömmu fyrir hádegi og segir búið að leita á rúmlega þúsund ferkílómetra svæði. Enn hafi ekkert fundist.Le Monde segir hinn 28 ára gamla Sala hafa kastað kveðju á liðsfélaga sína í Nantes í gær áður en hann lagði af stað til Cardiff. Cardiff City keypti Sala, sem er frá Argentínu, þann 19. janúar á fimmtán milljónir punda, sem er metupphæð fyrir félagið. Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því í gærkvöldi.La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH — Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes. Forsvarsmenn Nantes hafa tilkynnt að bikarleiki liðsins gegn L'Entente, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað. @EmilianoSala1: "I can't wait to start training, meet my new teammates and get down to work." https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC— Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019 Searching for the light aircraft PA 46 Malibu resumed at 8am this morning. No trace has currently been foundIt was en route from Nantes, France to Cardiff, Wales with 2 peopleMore info when available— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 22, 2019
Argentína Bretland Emiliano Sala Enski boltinn Frakkland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira