Bitlaus sóknarleikur verður Chelsea enn og aftur að falli Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Maurizio Sarri lítur hér á úr sitt til að sjá hversu langan tíma lærisveinar hans höfðu til að breyta stöðunni um helgina. Þolinmæði er ekki eitthvað sem knattspyrnustjórar Chelsea hafa notið í gegnum tíðina og eru strax farnar að heyrast óánægjuraddir frá stuðningsmönnum Chelsea. Nordicphotos/getty Eftir nánast fullkomna byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea eru spjótin farin að beinast að hinum ítalska Maurizio Sarri eftir slaka frammistöðu undanfarnar vikur í leikjum gegn nágrannaliðunum og erkifjendunum Tottenham og Arsenal. Chelsea gat um helgina aðgreint sig frá Arsenal og komist í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en eftir að hafa aðeins fengið fjögur stig í síðustu þremur leikjum eru lærisveinar Sarri skyndilega búnir að hleypa Manchester United inn í baráttuna um eitt af efstu fjórum sætunum. Chelsea var allt þar til undir lok nóvember líkt og Manchester City og Liverpool án ósigurs í deildinni eftir tólf umferðir þrátt fyrir vandræði fyrir framan markið. Liðið vantaði og vantar enn fyrsta kost í framlínunni sem mun skila mörkum en það lítur allt út fyrir að Gonzalo Higuain komi inn um dyrnar á Brúnni á næstu dögum. Síðan þá hefur Chelsea leikið ellefu leiki, tapað fjórum, gert eitt jafntefli og er stigauppskeran 19 stig af 33 sem gerði það að verkum að Chelsea datt út úr titilbaráttunni og niður í baráttuna um fjórða sætið. Það helst í hendur við það að Eden Hazard hefur ekki náð sér aftur á strik. Belgíski framherjinn sem skoraði sjö mörk í sex leikjum í upphafi tímabils hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórtán leikjum, þar af eitt af vítapunktinum. Þá hefur Chelsea aðeins skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum. Chelsea var ef til vill óheppið að ná ekki inn marki í fyrri hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina en í þeim síðari virtist sóknarleikurinn hugmyndasnauður og reyndi ekki á Bernd Leno fyrr en á 82. mínútu leiksins. Sarri hélt ekki aftur af sér þegar hann mætti í viðtöl eftir leik heldur gagnrýndi leikmenn sína harkalega. Í sömu viku og Jose Mourinho sem var á dögunum rekinn frá Manchester United lýsti yfir því að leikmenn væru orðnir valdameiri en knattspyrnustjórarnir verður forvitnilegt að sjá viðbrögð leikmanna sem hann sagði að erfitt væri að hvetja. „Ég er reiður yfir því hvernig leikmenn mínir nálguðust leikinn, þetta var óásættanlegt,“ sagði Sarri sem tjáði sig á ítölsku á blaðamannafundinum til að geta komið skilaboðum sínum til skila. „Ég er virkilega, virkilega reiður. Þetta tap skrifast á viðhorf leikmannanna frekar en nokkuð annað. Það virðist sem svo að það sé erfitt að mótivera þessa leikmenn.“ Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Sjá meira
Eftir nánast fullkomna byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea eru spjótin farin að beinast að hinum ítalska Maurizio Sarri eftir slaka frammistöðu undanfarnar vikur í leikjum gegn nágrannaliðunum og erkifjendunum Tottenham og Arsenal. Chelsea gat um helgina aðgreint sig frá Arsenal og komist í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en eftir að hafa aðeins fengið fjögur stig í síðustu þremur leikjum eru lærisveinar Sarri skyndilega búnir að hleypa Manchester United inn í baráttuna um eitt af efstu fjórum sætunum. Chelsea var allt þar til undir lok nóvember líkt og Manchester City og Liverpool án ósigurs í deildinni eftir tólf umferðir þrátt fyrir vandræði fyrir framan markið. Liðið vantaði og vantar enn fyrsta kost í framlínunni sem mun skila mörkum en það lítur allt út fyrir að Gonzalo Higuain komi inn um dyrnar á Brúnni á næstu dögum. Síðan þá hefur Chelsea leikið ellefu leiki, tapað fjórum, gert eitt jafntefli og er stigauppskeran 19 stig af 33 sem gerði það að verkum að Chelsea datt út úr titilbaráttunni og niður í baráttuna um fjórða sætið. Það helst í hendur við það að Eden Hazard hefur ekki náð sér aftur á strik. Belgíski framherjinn sem skoraði sjö mörk í sex leikjum í upphafi tímabils hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórtán leikjum, þar af eitt af vítapunktinum. Þá hefur Chelsea aðeins skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum. Chelsea var ef til vill óheppið að ná ekki inn marki í fyrri hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina en í þeim síðari virtist sóknarleikurinn hugmyndasnauður og reyndi ekki á Bernd Leno fyrr en á 82. mínútu leiksins. Sarri hélt ekki aftur af sér þegar hann mætti í viðtöl eftir leik heldur gagnrýndi leikmenn sína harkalega. Í sömu viku og Jose Mourinho sem var á dögunum rekinn frá Manchester United lýsti yfir því að leikmenn væru orðnir valdameiri en knattspyrnustjórarnir verður forvitnilegt að sjá viðbrögð leikmanna sem hann sagði að erfitt væri að hvetja. „Ég er reiður yfir því hvernig leikmenn mínir nálguðust leikinn, þetta var óásættanlegt,“ sagði Sarri sem tjáði sig á ítölsku á blaðamannafundinum til að geta komið skilaboðum sínum til skila. „Ég er virkilega, virkilega reiður. Þetta tap skrifast á viðhorf leikmannanna frekar en nokkuð annað. Það virðist sem svo að það sé erfitt að mótivera þessa leikmenn.“
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Sjá meira