Bitlaus sóknarleikur verður Chelsea enn og aftur að falli Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Maurizio Sarri lítur hér á úr sitt til að sjá hversu langan tíma lærisveinar hans höfðu til að breyta stöðunni um helgina. Þolinmæði er ekki eitthvað sem knattspyrnustjórar Chelsea hafa notið í gegnum tíðina og eru strax farnar að heyrast óánægjuraddir frá stuðningsmönnum Chelsea. Nordicphotos/getty Eftir nánast fullkomna byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea eru spjótin farin að beinast að hinum ítalska Maurizio Sarri eftir slaka frammistöðu undanfarnar vikur í leikjum gegn nágrannaliðunum og erkifjendunum Tottenham og Arsenal. Chelsea gat um helgina aðgreint sig frá Arsenal og komist í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en eftir að hafa aðeins fengið fjögur stig í síðustu þremur leikjum eru lærisveinar Sarri skyndilega búnir að hleypa Manchester United inn í baráttuna um eitt af efstu fjórum sætunum. Chelsea var allt þar til undir lok nóvember líkt og Manchester City og Liverpool án ósigurs í deildinni eftir tólf umferðir þrátt fyrir vandræði fyrir framan markið. Liðið vantaði og vantar enn fyrsta kost í framlínunni sem mun skila mörkum en það lítur allt út fyrir að Gonzalo Higuain komi inn um dyrnar á Brúnni á næstu dögum. Síðan þá hefur Chelsea leikið ellefu leiki, tapað fjórum, gert eitt jafntefli og er stigauppskeran 19 stig af 33 sem gerði það að verkum að Chelsea datt út úr titilbaráttunni og niður í baráttuna um fjórða sætið. Það helst í hendur við það að Eden Hazard hefur ekki náð sér aftur á strik. Belgíski framherjinn sem skoraði sjö mörk í sex leikjum í upphafi tímabils hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórtán leikjum, þar af eitt af vítapunktinum. Þá hefur Chelsea aðeins skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum. Chelsea var ef til vill óheppið að ná ekki inn marki í fyrri hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina en í þeim síðari virtist sóknarleikurinn hugmyndasnauður og reyndi ekki á Bernd Leno fyrr en á 82. mínútu leiksins. Sarri hélt ekki aftur af sér þegar hann mætti í viðtöl eftir leik heldur gagnrýndi leikmenn sína harkalega. Í sömu viku og Jose Mourinho sem var á dögunum rekinn frá Manchester United lýsti yfir því að leikmenn væru orðnir valdameiri en knattspyrnustjórarnir verður forvitnilegt að sjá viðbrögð leikmanna sem hann sagði að erfitt væri að hvetja. „Ég er reiður yfir því hvernig leikmenn mínir nálguðust leikinn, þetta var óásættanlegt,“ sagði Sarri sem tjáði sig á ítölsku á blaðamannafundinum til að geta komið skilaboðum sínum til skila. „Ég er virkilega, virkilega reiður. Þetta tap skrifast á viðhorf leikmannanna frekar en nokkuð annað. Það virðist sem svo að það sé erfitt að mótivera þessa leikmenn.“ Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Eftir nánast fullkomna byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea eru spjótin farin að beinast að hinum ítalska Maurizio Sarri eftir slaka frammistöðu undanfarnar vikur í leikjum gegn nágrannaliðunum og erkifjendunum Tottenham og Arsenal. Chelsea gat um helgina aðgreint sig frá Arsenal og komist í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið í deildinni, það síðasta sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en eftir að hafa aðeins fengið fjögur stig í síðustu þremur leikjum eru lærisveinar Sarri skyndilega búnir að hleypa Manchester United inn í baráttuna um eitt af efstu fjórum sætunum. Chelsea var allt þar til undir lok nóvember líkt og Manchester City og Liverpool án ósigurs í deildinni eftir tólf umferðir þrátt fyrir vandræði fyrir framan markið. Liðið vantaði og vantar enn fyrsta kost í framlínunni sem mun skila mörkum en það lítur allt út fyrir að Gonzalo Higuain komi inn um dyrnar á Brúnni á næstu dögum. Síðan þá hefur Chelsea leikið ellefu leiki, tapað fjórum, gert eitt jafntefli og er stigauppskeran 19 stig af 33 sem gerði það að verkum að Chelsea datt út úr titilbaráttunni og niður í baráttuna um fjórða sætið. Það helst í hendur við það að Eden Hazard hefur ekki náð sér aftur á strik. Belgíski framherjinn sem skoraði sjö mörk í sex leikjum í upphafi tímabils hefur aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórtán leikjum, þar af eitt af vítapunktinum. Þá hefur Chelsea aðeins skorað þrettán mörk í síðustu þrettán leikjum. Chelsea var ef til vill óheppið að ná ekki inn marki í fyrri hálfleik í tapinu gegn Arsenal um helgina en í þeim síðari virtist sóknarleikurinn hugmyndasnauður og reyndi ekki á Bernd Leno fyrr en á 82. mínútu leiksins. Sarri hélt ekki aftur af sér þegar hann mætti í viðtöl eftir leik heldur gagnrýndi leikmenn sína harkalega. Í sömu viku og Jose Mourinho sem var á dögunum rekinn frá Manchester United lýsti yfir því að leikmenn væru orðnir valdameiri en knattspyrnustjórarnir verður forvitnilegt að sjá viðbrögð leikmanna sem hann sagði að erfitt væri að hvetja. „Ég er reiður yfir því hvernig leikmenn mínir nálguðust leikinn, þetta var óásættanlegt,“ sagði Sarri sem tjáði sig á ítölsku á blaðamannafundinum til að geta komið skilaboðum sínum til skila. „Ég er virkilega, virkilega reiður. Þetta tap skrifast á viðhorf leikmannanna frekar en nokkuð annað. Það virðist sem svo að það sé erfitt að mótivera þessa leikmenn.“
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira