Segir systur sína pyntaða í „hryllingshöll“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 19:06 Loujain Alhathloul hefur verið í fangelsi í Sádi-Arabíu síðan í maí í fyrra. Mynd/Facebook Bróðir sádiarabíska aðgerðasinnans Loujain Alhathloul segir systur sína beitta hryllilegu ofbeldi í fangelsi í Sádi-Arabíu. Loujain var handtekin í mars í fyrra en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Bróðir Loujain, Walid Alhathloul, lýsir fangelsisvist systur sinnar í grein sem birt var á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í dag. Walid segir að Loujain hafi tjáð foreldrum þeirra, sem heimsóttu hana nýverið í fangelsið, að hún sé reglulega húðstrýkt, lamin og beitt kynferðisofbeldi í kjallara fangelsisins. Þessum kjallara lýsir Loujain sem „hryllingshöll“. „Þegar Loujain ræddi pyntingarnar við foreldra mína skulfu hendur hennar óstjórnlega. Ég óttast að sársaukinn fylgi henni ævilangt,“ segir Walid í grein sinni. „Litla systir mín segist reglulega húðstrýkt, lamin, pyntuð með raflosti og áreitt. Hún sagði að stundum vektu grímuklæddir menn hana um miðja nótt með ólýsanlegum hótunum.“ Þá heldur Walid því fram að einn rannsakenda í máli Loujain hafi reynt að þvinga hana til að giftast sér og hótað því að hann myndi nauðga henni. Walid biðlar jafnframt til bandarísku söngkonunnar Mariuh Carey, sem kemur fram á tónleikum í Sádi-Arabíu á fimmtudagskvöld, að vekja athygli á máli systur sinnar.Táknmynd nýrra tíma Loujain var ein ellefu baráttukvenna sem handteknar voru í Sádi-Arabíu í maí í fyrra en þær höfðu allar barist fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Eiginmaður Loujain, uppistandarinn Fahad al-Butairi, var einnig handtekinn í fyrra en hjónin voru af mörgum álitin táknmynd nýrra og frjálslegri tíma í Sádi-Arabíu. Vinur hjónanna sagði frá kynnum sínum af þeim, og hvarfi þeirra, í Twitter-færslum sem vöktu mikla athygli í byrjun janúar.A couple years ago, when I was writing for American Dad!, I needed an Arabic speaker for a small part. Our casting director recommended a Saudi comedian, who happened to be in LA for a couple months shooting a tv show. His name is Fahad Albutairi.— Kirk Rudell (@krudell) January 2, 2019 Fjölskylda Loujain, sem nýtur stuðnings mannréttindasamtaka, hefur jafnframt haldið því fram síðustu mánuði að konurnar séu pyntaðar og beittar kynferðisofbeldi í fangelsinu. Þá hafi einn nánasti ráðgjafi Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, verið viðstaddur að minnsta kosti eina yfirheyrslu yfir konunum þar sem pyntingaraðferðum var beitt og hótað einni kvennanna lífláti. Ráðgjafanum, Saud al-Qahtani, hefur jafnframt verið kennt um morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Sádi-Arabía Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Bróðir sádiarabíska aðgerðasinnans Loujain Alhathloul segir systur sína beitta hryllilegu ofbeldi í fangelsi í Sádi-Arabíu. Loujain var handtekin í mars í fyrra en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt handtökuna harðlega. Bróðir Loujain, Walid Alhathloul, lýsir fangelsisvist systur sinnar í grein sem birt var á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í dag. Walid segir að Loujain hafi tjáð foreldrum þeirra, sem heimsóttu hana nýverið í fangelsið, að hún sé reglulega húðstrýkt, lamin og beitt kynferðisofbeldi í kjallara fangelsisins. Þessum kjallara lýsir Loujain sem „hryllingshöll“. „Þegar Loujain ræddi pyntingarnar við foreldra mína skulfu hendur hennar óstjórnlega. Ég óttast að sársaukinn fylgi henni ævilangt,“ segir Walid í grein sinni. „Litla systir mín segist reglulega húðstrýkt, lamin, pyntuð með raflosti og áreitt. Hún sagði að stundum vektu grímuklæddir menn hana um miðja nótt með ólýsanlegum hótunum.“ Þá heldur Walid því fram að einn rannsakenda í máli Loujain hafi reynt að þvinga hana til að giftast sér og hótað því að hann myndi nauðga henni. Walid biðlar jafnframt til bandarísku söngkonunnar Mariuh Carey, sem kemur fram á tónleikum í Sádi-Arabíu á fimmtudagskvöld, að vekja athygli á máli systur sinnar.Táknmynd nýrra tíma Loujain var ein ellefu baráttukvenna sem handteknar voru í Sádi-Arabíu í maí í fyrra en þær höfðu allar barist fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Eiginmaður Loujain, uppistandarinn Fahad al-Butairi, var einnig handtekinn í fyrra en hjónin voru af mörgum álitin táknmynd nýrra og frjálslegri tíma í Sádi-Arabíu. Vinur hjónanna sagði frá kynnum sínum af þeim, og hvarfi þeirra, í Twitter-færslum sem vöktu mikla athygli í byrjun janúar.A couple years ago, when I was writing for American Dad!, I needed an Arabic speaker for a small part. Our casting director recommended a Saudi comedian, who happened to be in LA for a couple months shooting a tv show. His name is Fahad Albutairi.— Kirk Rudell (@krudell) January 2, 2019 Fjölskylda Loujain, sem nýtur stuðnings mannréttindasamtaka, hefur jafnframt haldið því fram síðustu mánuði að konurnar séu pyntaðar og beittar kynferðisofbeldi í fangelsinu. Þá hafi einn nánasti ráðgjafi Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, verið viðstaddur að minnsta kosti eina yfirheyrslu yfir konunum þar sem pyntingaraðferðum var beitt og hótað einni kvennanna lífláti. Ráðgjafanum, Saud al-Qahtani, hefur jafnframt verið kennt um morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi.
Sádi-Arabía Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira