Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 15:36 Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. Vísir/getty Vegna mikils kulda þarf að loka útisvæði Sundhallar Selfoss fimmtudag til sunnudags en innilaugunum verður haldið opnum þessa daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu Árborg en þar segir að sundlaugin á Stokkseyri verði opin í dag, fimmtudag til kl. 18:30 en lokuð föstudag til sunnudags. Stefnt er á að opna báðar laugar að fullu næstkomandi mánudag 4. febrúar samkvæmt opnunartíma. Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. Íbúar og gestir eru beðnir velvirðingar á þessum lokunum en þær eru sagðar tengjast miklum kulda undanfarna daga. Þá er einnig búið að loka sundlaugunum á Hellu, Laugalandi og Hvolsvelli en ákveðið hefur verið að loka hluta lauga og potta í Þorlákshöfn yfir mestu frosthörkuna. Dagný Sif Ómarsdóttir sundlaugarvörður á Hellu segir að opið hafi verið í heitu pottana á Hellu frá klukkan hálf sjö til átta í morgun. „Það skilja þetta nú allir en það er opið hjá okkur í rækt og íþróttasalnum. Hefur þetta gerst áður? Já, þetta gerðist í nóvember og desember í fyrra.“ Dagný segir að það sé tíu stiga frost á Hellu. Líklega verði lokað yfir helgi. Magnús Halldórsson, starfsmaður í sundlauginni á Hvolsvelli, segir óvíst hvenær laugin þar verði opnuð aftur vegna skorts á heitu vatni á svæðinu. Hann vonar þó að ástandið verði betra nú en í fyrra, en þá þurfti að loka lauginni í 29 daga. Árborg Orkumál Veður Tengdar fréttir Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Vegna mikils kulda þarf að loka útisvæði Sundhallar Selfoss fimmtudag til sunnudags en innilaugunum verður haldið opnum þessa daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu Árborg en þar segir að sundlaugin á Stokkseyri verði opin í dag, fimmtudag til kl. 18:30 en lokuð föstudag til sunnudags. Stefnt er á að opna báðar laugar að fullu næstkomandi mánudag 4. febrúar samkvæmt opnunartíma. Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. Íbúar og gestir eru beðnir velvirðingar á þessum lokunum en þær eru sagðar tengjast miklum kulda undanfarna daga. Þá er einnig búið að loka sundlaugunum á Hellu, Laugalandi og Hvolsvelli en ákveðið hefur verið að loka hluta lauga og potta í Þorlákshöfn yfir mestu frosthörkuna. Dagný Sif Ómarsdóttir sundlaugarvörður á Hellu segir að opið hafi verið í heitu pottana á Hellu frá klukkan hálf sjö til átta í morgun. „Það skilja þetta nú allir en það er opið hjá okkur í rækt og íþróttasalnum. Hefur þetta gerst áður? Já, þetta gerðist í nóvember og desember í fyrra.“ Dagný segir að það sé tíu stiga frost á Hellu. Líklega verði lokað yfir helgi. Magnús Halldórsson, starfsmaður í sundlauginni á Hvolsvelli, segir óvíst hvenær laugin þar verði opnuð aftur vegna skorts á heitu vatni á svæðinu. Hann vonar þó að ástandið verði betra nú en í fyrra, en þá þurfti að loka lauginni í 29 daga.
Árborg Orkumál Veður Tengdar fréttir Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40