Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 12:15 Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir atvinnurekendur þegar vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr notkun á burðarpokum úr plasti en frumvarpið sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra á þremur sviðum. Í fyrsta lagi nær það til allra plastpoka óháð þykkt þeirra. Í öðru lagi verður óheimilt að afhenta plastpoka hér á landi frá og með 2021, en samkvæmt Evróputilskipuninni er áfram heimilt að afhenta plastpoka gegn gjaldi í aðildarríkjum. Í þriðja lagi verður frá og með 1. júlí á þessu ári skylt að taka gjald fyrir alla burðarpoka, óháð því hvort þeir séu úr plasti eða ekki. Bannið nær þó ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum, svo sem nestispoka eða ruslapoka. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslanir hafi margar hverjar þegar tekið stór skref og verið leiðandi í baráttunni gegn plastnotkun. „Aðalatriði málsins er það að við teljum að plastnotkun fari mjög hratt minnkandi í landinu, bæði plastpokanotkun og plastnotkun almennt alveg burt séð frá þessu frumvarpi umhverfisráðherra,“ segir Andrés. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, telur neytendur almennt vera reiðubúna að gefa plastpokann upp á bátinn. „Mér finnst vera gríðarlega mikil vakning og kannski sérstaklega finnur maður það í því að við erum hætt að tala bara um flokkun, við erum líka að tala um neysluna sem vandamálið því við þurfum náttúrlega að byrja þar þótt að það sé gott að flokka,“ segir Brynhildur. Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12 Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir atvinnurekendur þegar vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr notkun á burðarpokum úr plasti en frumvarpið sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra á þremur sviðum. Í fyrsta lagi nær það til allra plastpoka óháð þykkt þeirra. Í öðru lagi verður óheimilt að afhenta plastpoka hér á landi frá og með 2021, en samkvæmt Evróputilskipuninni er áfram heimilt að afhenta plastpoka gegn gjaldi í aðildarríkjum. Í þriðja lagi verður frá og með 1. júlí á þessu ári skylt að taka gjald fyrir alla burðarpoka, óháð því hvort þeir séu úr plasti eða ekki. Bannið nær þó ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum, svo sem nestispoka eða ruslapoka. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslanir hafi margar hverjar þegar tekið stór skref og verið leiðandi í baráttunni gegn plastnotkun. „Aðalatriði málsins er það að við teljum að plastnotkun fari mjög hratt minnkandi í landinu, bæði plastpokanotkun og plastnotkun almennt alveg burt séð frá þessu frumvarpi umhverfisráðherra,“ segir Andrés. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, telur neytendur almennt vera reiðubúna að gefa plastpokann upp á bátinn. „Mér finnst vera gríðarlega mikil vakning og kannski sérstaklega finnur maður það í því að við erum hætt að tala bara um flokkun, við erum líka að tala um neysluna sem vandamálið því við þurfum náttúrlega að byrja þar þótt að það sé gott að flokka,“ segir Brynhildur.
Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12 Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45
Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12
Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30