Þegar Ísland vann bronsið á EM Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2019 13:00 Íslenska landsliðið í handbolta vann frækinn sigur á Pólverjum á þessum degi. Mynd/DIENER Handboltalandsliðið náði sögulegum árangri á þessum degi árið 2010 er það tryggði sér bronsverðlaunin á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Þetta var í annað skiptið í röð sem liðið vann til verðlauna á þeim stórmótum sem það tók þátt í. Ísland vann Pólland í bronsleiknum, 29-26, í leik þar sem Alexander Petersson sýndi einhver stórkostlegustu tilþrif sem sést hafa í handbolta. Fréttablaðið hafði fyrirsögnina; Silfur í hárinu og brons um hálsinn enda flestir leikmenn með gelið Silver í hárinu sem þeir Björgvin Páll Gústavsson og Logi Geirsson settu á markað. Til marks um gleðina sem ríkti í hópnum var að allir voru með gelið í hárinu þegar þeir tóku við verðlaununum. „Meira að segja Guðmundur Þórður Guðmundsson [landsliðsþjálfari] „silfraði“ sig upp,“ sagði Aron Pálmarsson stoltur við Fréttablaðið eftir afhendinguna. Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega stórbrotinn. Pólverjar skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum og var Ísland þá komið með 8-3 forystu. Varnarveggur íslenska liðsins var eins og ókleifur múr. Stórskyttum Pólverja var haldið undir 50 prósenta skotnýtingu og þeirra beittasta vopn, Karol Bielecki, tók eitt skot í öllum hálfleiknum. Það geigaði. En svo kom hræðilegur kafli í upphafi síðari hálfleiks. Besti markvörður mótsins, Slawomir Szmal, fór á kostum og varði sjö af fyrstu níu skotum Íslands í hálfleiknum. Á þessum tíma var skotnýting Íslands komin niður í rúm fimmtán prósent – hún var 80 prósent hjá Póllandi. Á aðeins rúmum sjö mínútum skoruðu Pólverjar sex mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk. Íslenska sóknin virtist ekkert ráða við varnarleik Pólverja sem var afar öflugur. Róbert Gunnarsson braut loksins ísinn eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik. Ísland náði að halda forystunni allt til leiksloka en það mátti nánast engu muna. Hreiðar Guðmundsson kom inn í íslenska markið á síðasta stundarfjórðungnum og varði sjö skot, hvert öðru glæsilegra. Seiglan og baráttan í liðinu kristallaðist svo í atviki sem átti sér stað einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Pólverjar komust í hraðaupphlaup og gátu minnkað muninn í eitt mark. Þá kom Alexander Petersson og stal boltanum með því að dýfa sér fyrir framan pólska leikmanninn. Það var einstakt augnablik sem á eftir að lifa lengi, rétt eins og glæsilegur árangur íslenska landsliðsins. Frakkar urðu Evrópumeistarar á mótinu með því að leggja Króata að velli 25-21. Getty/Lars Ronbog/ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Handboltalandsliðið náði sögulegum árangri á þessum degi árið 2010 er það tryggði sér bronsverðlaunin á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Þetta var í annað skiptið í röð sem liðið vann til verðlauna á þeim stórmótum sem það tók þátt í. Ísland vann Pólland í bronsleiknum, 29-26, í leik þar sem Alexander Petersson sýndi einhver stórkostlegustu tilþrif sem sést hafa í handbolta. Fréttablaðið hafði fyrirsögnina; Silfur í hárinu og brons um hálsinn enda flestir leikmenn með gelið Silver í hárinu sem þeir Björgvin Páll Gústavsson og Logi Geirsson settu á markað. Til marks um gleðina sem ríkti í hópnum var að allir voru með gelið í hárinu þegar þeir tóku við verðlaununum. „Meira að segja Guðmundur Þórður Guðmundsson [landsliðsþjálfari] „silfraði“ sig upp,“ sagði Aron Pálmarsson stoltur við Fréttablaðið eftir afhendinguna. Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega stórbrotinn. Pólverjar skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum og var Ísland þá komið með 8-3 forystu. Varnarveggur íslenska liðsins var eins og ókleifur múr. Stórskyttum Pólverja var haldið undir 50 prósenta skotnýtingu og þeirra beittasta vopn, Karol Bielecki, tók eitt skot í öllum hálfleiknum. Það geigaði. En svo kom hræðilegur kafli í upphafi síðari hálfleiks. Besti markvörður mótsins, Slawomir Szmal, fór á kostum og varði sjö af fyrstu níu skotum Íslands í hálfleiknum. Á þessum tíma var skotnýting Íslands komin niður í rúm fimmtán prósent – hún var 80 prósent hjá Póllandi. Á aðeins rúmum sjö mínútum skoruðu Pólverjar sex mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk. Íslenska sóknin virtist ekkert ráða við varnarleik Pólverja sem var afar öflugur. Róbert Gunnarsson braut loksins ísinn eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik. Ísland náði að halda forystunni allt til leiksloka en það mátti nánast engu muna. Hreiðar Guðmundsson kom inn í íslenska markið á síðasta stundarfjórðungnum og varði sjö skot, hvert öðru glæsilegra. Seiglan og baráttan í liðinu kristallaðist svo í atviki sem átti sér stað einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Pólverjar komust í hraðaupphlaup og gátu minnkað muninn í eitt mark. Þá kom Alexander Petersson og stal boltanum með því að dýfa sér fyrir framan pólska leikmanninn. Það var einstakt augnablik sem á eftir að lifa lengi, rétt eins og glæsilegur árangur íslenska landsliðsins. Frakkar urðu Evrópumeistarar á mótinu með því að leggja Króata að velli 25-21. Getty/Lars Ronbog/
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni