Innflutningsverslunin ræðir aðalatriði og aukaatriði Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif. Þetta orðalag, „makalaus sekt“, er að sjálfsögðu mitt en ekki Andrésar Magnússonar. Ég hef nefnilega skrifað um þetta mál í þeim anda sem Magnús vill vara við. Ég hef bent á að innflutningsverslunin hafi innheimt frá neytendum hinar umdeildu álögur sem settar voru á innflutt hrátt kjöt og síðan fengið „skaða sinn“ bættan frá sama fólki, en að þessu sinni sem skattgreiðendum. Sá sem aldrei varð fyrir skaða varð þannig tvíbættur! Hið ósiðlega í þessu máli er þó ekki aðeins sú ósvífni að fara með þessum hætti fram gegn neytendum og skattgreiðendum heldur hitt að stilla sér upp með gróðaöflum sem ekkert gefa fyrir tilraunir stjórnvalda til að stuðla að matvælaöryggi í landinu með því að sporna gegn innflutningi á kjöti sem líkur eru á að beri fjölónæma sýkla eins og dæmin sanna í framleiðslulöndunum. Þar er þessi vandi viðurkenndur og menn hafa áhyggjur af honum. Hér á landi hefur innflutningsverslunin áhyggjur af því að Íslendingum skuli meinað að fá á sínar herðar sambærileg vandamál og fólk glímir við annars staðar. Undarlegt má það heita að geta ekki glaðst yfir því sem gott er hér og reynt að vernda þá stöðu eftir því sem frekast er unnt. Andrés segir að ótvíræð niðurstaða eftirlitsaðila í Brussel og Hæstaréttar Íslands sé mergurinn málsins og að bagalegt sé að umræðan skuli ekki hafa snúist um þetta heldur „um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt.“ Nú hljóti stjórnvöld að bregðast við „í formi viðeigandi lagafrumvarpa… Það er aðalatriði þessa máls“. Ekki ætla ég að véfengja þörf á breyttum lögum og þá hugsanlega einnig samningum Íslendinga við ESB. Þetta er meira að segja brýnt að gera þar sem sýnt er að núverandi regluverk tryggir ekki matvælaöryggi Íslendinga sem skyldi. Það er aðalatriði þessa máls!Höfundur er fv. alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að drepa málum á dreif Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. 25. janúar 2019 07:00 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif. Þetta orðalag, „makalaus sekt“, er að sjálfsögðu mitt en ekki Andrésar Magnússonar. Ég hef nefnilega skrifað um þetta mál í þeim anda sem Magnús vill vara við. Ég hef bent á að innflutningsverslunin hafi innheimt frá neytendum hinar umdeildu álögur sem settar voru á innflutt hrátt kjöt og síðan fengið „skaða sinn“ bættan frá sama fólki, en að þessu sinni sem skattgreiðendum. Sá sem aldrei varð fyrir skaða varð þannig tvíbættur! Hið ósiðlega í þessu máli er þó ekki aðeins sú ósvífni að fara með þessum hætti fram gegn neytendum og skattgreiðendum heldur hitt að stilla sér upp með gróðaöflum sem ekkert gefa fyrir tilraunir stjórnvalda til að stuðla að matvælaöryggi í landinu með því að sporna gegn innflutningi á kjöti sem líkur eru á að beri fjölónæma sýkla eins og dæmin sanna í framleiðslulöndunum. Þar er þessi vandi viðurkenndur og menn hafa áhyggjur af honum. Hér á landi hefur innflutningsverslunin áhyggjur af því að Íslendingum skuli meinað að fá á sínar herðar sambærileg vandamál og fólk glímir við annars staðar. Undarlegt má það heita að geta ekki glaðst yfir því sem gott er hér og reynt að vernda þá stöðu eftir því sem frekast er unnt. Andrés segir að ótvíræð niðurstaða eftirlitsaðila í Brussel og Hæstaréttar Íslands sé mergurinn málsins og að bagalegt sé að umræðan skuli ekki hafa snúist um þetta heldur „um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt.“ Nú hljóti stjórnvöld að bregðast við „í formi viðeigandi lagafrumvarpa… Það er aðalatriði þessa máls“. Ekki ætla ég að véfengja þörf á breyttum lögum og þá hugsanlega einnig samningum Íslendinga við ESB. Þetta er meira að segja brýnt að gera þar sem sýnt er að núverandi regluverk tryggir ekki matvælaöryggi Íslendinga sem skyldi. Það er aðalatriði þessa máls!Höfundur er fv. alþingismaður
Að drepa málum á dreif Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. 25. janúar 2019 07:00
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar