Guaidó í farbann og eignir frystar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:21 Juan Guaidó segir forseta landsins, Nicolás Maduro, vera valdaræningja. vísir/afp Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. Í erlendum miðlum er ákvörðunin rakin beint til ólgunnar sem komin er upp í þarlendum stjórnmálum, ekki síst eftir að Guaidó lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri hinn réttkjörni forseti þjóðarinnar. Guaidó nýtur stuðnings fjölda vestrænna ríkja, þeirra stærst eru Bandaríkin sem lögðu á dögunum viðskiptaþvinganir á ríkiolíufélag Venesúela. Forseti landsins, Nicolás Maduro, á sér þó einnig öfluga bandamenn, til að mynda Rússa. Maduro sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að hann væri reiðubúinn að setjast niður með fulltrúum stjórnarandstöðunnar með það fyrir augum að höggva á hnútinn. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að stuðningsmenn hennar taki þátt í friðsælum fjöldamótmælum í dag. Til stendur að mótmælin standi yfir í tvær klukkustundir en óljóst er hvort Guaidó sjái sér fært að taka þátt. Þrátt fyrir að fjöldamótmæli hafi sett svip sinn á Venesúela á undanförnum árum hafa þau færst í aukana frá 10. janúar síðastliðnum, þegar annað kjörtímabil Maduro hófst formlega. Talið er að hið minnsta 40 manns hafi látið lífið og að hundruð mótmælenda hafi verið handteknir í tengslum við mótmælin frá 21.janúar. Þá hafa milljónir flúið landið vegna bágs efnahagsástands, sem endurspeglast meðal annars í matar- og lyfjaskorti. Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. Í erlendum miðlum er ákvörðunin rakin beint til ólgunnar sem komin er upp í þarlendum stjórnmálum, ekki síst eftir að Guaidó lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri hinn réttkjörni forseti þjóðarinnar. Guaidó nýtur stuðnings fjölda vestrænna ríkja, þeirra stærst eru Bandaríkin sem lögðu á dögunum viðskiptaþvinganir á ríkiolíufélag Venesúela. Forseti landsins, Nicolás Maduro, á sér þó einnig öfluga bandamenn, til að mynda Rússa. Maduro sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að hann væri reiðubúinn að setjast niður með fulltrúum stjórnarandstöðunnar með það fyrir augum að höggva á hnútinn. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að stuðningsmenn hennar taki þátt í friðsælum fjöldamótmælum í dag. Til stendur að mótmælin standi yfir í tvær klukkustundir en óljóst er hvort Guaidó sjái sér fært að taka þátt. Þrátt fyrir að fjöldamótmæli hafi sett svip sinn á Venesúela á undanförnum árum hafa þau færst í aukana frá 10. janúar síðastliðnum, þegar annað kjörtímabil Maduro hófst formlega. Talið er að hið minnsta 40 manns hafi látið lífið og að hundruð mótmælenda hafi verið handteknir í tengslum við mótmælin frá 21.janúar. Þá hafa milljónir flúið landið vegna bágs efnahagsástands, sem endurspeglast meðal annars í matar- og lyfjaskorti.
Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52
Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00
Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00