Frjálslyndir stúdentar sameinast gegn sósíalisma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 15:39 Frá stofnfundi samtakanna. Á myndinni eru (frá vinstri): Axel Ingi Ólafsson, Páll Gestsson, Jakob Andri, Davíð Snær Jónsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Magnús Geir Björnsson og Sverrir Ólafur Torfason. SFH Hópur stúdenta hefur stofnað nýtt félag, Samtök frjálslyndra háskólanema. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst í dag. Í tilkynningunni segir að samtökin hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út hugmyndafræði frjálshyggjunnar og að þeim háskólanemum sem styðji hugmyndafræði undir merkjum frjálshyggju fari ört fjölgandi. Stofnmeðlimir hafi séð ríka ástæðu fyrir stofnun samtakanna vegna rísandi „sósíalískra afla í samfélaginu.“ „Á tímum sem þessum er mikilvægt að þeir sem trúa á framtak einstaklingsins, til athafna, komi saman, ræði ólíkar hugmyndir og ekki síst lausnir við þeim vandamálum sem samfélagið kann að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Ríkisvaldið er ekki best tilfallið, til að leysa öll vandamál samfélagsins,“ segir í tilkynningu samtakanna. Davíð Snær Jónsson, fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema er formaður samtakanna. Meðlimir samtakanna eru eftirfarandi:Aðalmenn: Davíð Snær Jónsson (formaður), Jakob Andri, Magdalena Anna Torfadóttir, Elvar Egilsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Arnaldur Árnason og Sverrir Ólafur Torfason.Varamenn: Páll Gestsson, Axel Ingi Ólafsson, Magnús Geir Björnsson, Sigurjón Gauti Friðriksson og Sigurður Ingvi Gunnþórsson.Davíð Snær Jónsson, formaður Samtaka frjálslyndra háskólanema.AðsendByggja á grunnhugmynd frjálshyggjunnar „Grunnhugmyndin að stofnun Samtaka frjálslyndra háskólanema er sú að það er ekki til neitt slíkt félag á Íslandi. Við teljum að margir einstaklingar í háskóla geti sammælst okkur um hugmyndafræðina þó menn geti að vísu tekist á um útfærslurnar,“ segir formaðurinn, Davíð Snær Jónsson, í samtali við fréttastofu. „Við stefnum að því að vinna með grunnhugmynd frjálshyggjunnar, ræða mál líðandi stundar og útfærslur þeirra og mynda okkur skoðanir á þeim.“ Davíð segir samtökin ætla að dreifa út hugmyndafræði frjálshyggjunnar þar sem stofnmeðlimir hafi fundið fyrir því að frjálslyndum háskólanemum fjölgi hratt. „Við ætlum að mennta, fræða og styrkja þessa frelsisþenkjandi einstaklinga í háskólum með greinaskrifum, málþingum, kappræðum og hvað eina. Við erum að fókusa á þrjú grundvallar stefnuatriði. Efnahagslegt frelsi, akademískt frelsi og frelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Davíð ekki ætlun samtakanna að láta til sín taka á sviði stúdentapólitíkurinnar. „Við erum ekki að fara í einhverja pólitíska baráttu innan háskólanna, til dæmis gegn Vöku eða Röskvu.“ Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Hópur stúdenta hefur stofnað nýtt félag, Samtök frjálslyndra háskólanema. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst í dag. Í tilkynningunni segir að samtökin hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út hugmyndafræði frjálshyggjunnar og að þeim háskólanemum sem styðji hugmyndafræði undir merkjum frjálshyggju fari ört fjölgandi. Stofnmeðlimir hafi séð ríka ástæðu fyrir stofnun samtakanna vegna rísandi „sósíalískra afla í samfélaginu.“ „Á tímum sem þessum er mikilvægt að þeir sem trúa á framtak einstaklingsins, til athafna, komi saman, ræði ólíkar hugmyndir og ekki síst lausnir við þeim vandamálum sem samfélagið kann að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Ríkisvaldið er ekki best tilfallið, til að leysa öll vandamál samfélagsins,“ segir í tilkynningu samtakanna. Davíð Snær Jónsson, fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema er formaður samtakanna. Meðlimir samtakanna eru eftirfarandi:Aðalmenn: Davíð Snær Jónsson (formaður), Jakob Andri, Magdalena Anna Torfadóttir, Elvar Egilsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Arnaldur Árnason og Sverrir Ólafur Torfason.Varamenn: Páll Gestsson, Axel Ingi Ólafsson, Magnús Geir Björnsson, Sigurjón Gauti Friðriksson og Sigurður Ingvi Gunnþórsson.Davíð Snær Jónsson, formaður Samtaka frjálslyndra háskólanema.AðsendByggja á grunnhugmynd frjálshyggjunnar „Grunnhugmyndin að stofnun Samtaka frjálslyndra háskólanema er sú að það er ekki til neitt slíkt félag á Íslandi. Við teljum að margir einstaklingar í háskóla geti sammælst okkur um hugmyndafræðina þó menn geti að vísu tekist á um útfærslurnar,“ segir formaðurinn, Davíð Snær Jónsson, í samtali við fréttastofu. „Við stefnum að því að vinna með grunnhugmynd frjálshyggjunnar, ræða mál líðandi stundar og útfærslur þeirra og mynda okkur skoðanir á þeim.“ Davíð segir samtökin ætla að dreifa út hugmyndafræði frjálshyggjunnar þar sem stofnmeðlimir hafi fundið fyrir því að frjálslyndum háskólanemum fjölgi hratt. „Við ætlum að mennta, fræða og styrkja þessa frelsisþenkjandi einstaklinga í háskólum með greinaskrifum, málþingum, kappræðum og hvað eina. Við erum að fókusa á þrjú grundvallar stefnuatriði. Efnahagslegt frelsi, akademískt frelsi og frelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Davíð ekki ætlun samtakanna að láta til sín taka á sviði stúdentapólitíkurinnar. „Við erum ekki að fara í einhverja pólitíska baráttu innan háskólanna, til dæmis gegn Vöku eða Röskvu.“
Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira