Erlent

Forseti Úkraínu vill ólmur ganga í ESB og NATO

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Pórósjenkó segir Úkraínumönnum nauðsynlegt að berjast gegn útþenslustefnu Rússa.
Pórósjenkó segir Úkraínumönnum nauðsynlegt að berjast gegn útþenslustefnu Rússa. Efrem Lukatsky/AP
Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó, segir Úkraínu þurfa að ganga í bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið, NATO, til þess að verjast útþenslustefnu rússneskra stjórnvalda.

Forsetinn, sem sækist eftir endurkjöri í forsetakosningum Úkraínu í lok mars, sakar Rússa um að ætla sér að hafa áhrif á kosningarnar sem hann hefur kallað „allsherjarbaráttu um Úkraínu.“

Samkvæmt könnunum er Pórósjenkó ekki líklegur til þess að halda forsetastólnum, en bæði grínistinn Volodomír Selisnkjí og fyrrum forsætisráðherrann Júlía Tímósjenkó njóta meira fylgis en forsetinn.

Því má teljast líklegt að þessi fyrirheit forsetans um inngöngu í ESB og NATO séu liður í að auka fylgi hans fyrir kosningarnar sem nálgast nú óðfluga.

Meðal annarra ráða sem Pórósjenkó hefur brugðið á til að auka fylgi sitt er að berjast fyrir stofnun sjálfstæðrar úkraínskrar rétttrúnaðarkirkju sem lyti ekki stjórn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×