Viðskipti innlent

Ólafi William Hand sagt upp hjá Eimskip

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur William Hand hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Eimskips í um áratug.
Ólafur William Hand hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Eimskips í um áratug.
Ólafi William Hand, upplýsingafulltrúa og forstöðumanni markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, var sagt upp hjá fyrirtækinu í síðasta mánuði samhliða breytingum á skipuriti fyrirtækisins og ráðningu á nýjum forstjóra.

Viðskiptablaðið  greinir frá þessu. Ólafur hafði starfað sem upplýsingafulltrúi fyrirtækisins í um tíu ár.

Blaðið greinir frá því að Ólafur muni starfa að ákveðnum verkefnum hjá Eimskip fram á vor, en Elín Hjálmsdóttir mannauðsstjóri tekur við starfi upplýsingafulltrúa og Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs verður í forsvari fyrir markaðsdeildina.

Ólafur William var í lok síðasta árs dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í garð barnsmóður sinnar, meðal annars fyrir að taka hana hálstaki. Forsaga málsins eru áralangar deilur Ólafs við barnsmóður sína vegna umgengnisréttar. Hann hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar.


Tengdar fréttir

Dæmdur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi og forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í garð barnsmóður sinnar að viðstöddu barni þeirra í júlí 2016.

Ólafur áfrýjar dómnum til Landsréttar

Greint var frá því í dag að Ólafur hefði verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í garð barnsmóður sinnar, m.a. fyrir að taka hana hálstaki, umræddan dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×