Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 08:41 Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir framan braggann umdeilda að Nauthólsvegi 100. Vísir/vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti borgarstjórnar, segir að meirihlutinn í borgarstjórn hafi beðið innri endurskoðun borgarinnar um að reyna að endurheimta tölvupósta á milli aðila tengdum braggamálinu en innri endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að póstunum hefði verið eytt. Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. Komið hefur fram að tölvupóstum á fimm ára tímabili á milli aðila sem tengjast braggamálinu, verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar, hafi verið eytt. Ekki hefur þó verið hægt að staðfesta að á meðal hinna eyddu tölvupósta hafi verið tölvupóstar varðandi framkvæmdir að Nauthólsvegi 100, að því er segir í minnisblaði innri endurskoðanda um málið. Tölvupóstarnir hafa verið nokkuð til umræðu en í síðasta mánuði óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til að mynda eftir svörum um það hver samskipti Hrólfs Jónssonar fyrrverandi skrifstofustjóra Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og Dags B. Borgarstjóra hefðu verið í tengslum við framkvæmdir við braggann.Gæti verið tæknilega erfitt Dóra Björt áréttaði að ákveðnar reglur gildi um tölvupósta sem sendir eru af starfsmönnum borgarinnar. Þannig eigi að „skjala“ mikilvæg gögn úr tölvupóstunum en einnig séu reglur í gildi um að eyða þurfi reglulega póstum til að forða því að pósthólfið fyllist. Þá hafi ekki komið fram í skýrslu innri endurskoðunar að marga tölvupósta vanti. Þar sem póstum hafi verið eytt yfir lengra tímabil en áður var haldið sé slíkt þó öllu líklegra en ella. „Þá fór ég strax í það, og við allir oddvitar meirihlutans í það, að við sendum tölvupóst til innri endurskoðunar og báðum þá hreinlega um að halda utan um það að reyna að endurheimta þessa tölvupósta þannig að það er verið að skoða möguleikann til þess,“ sagði Dóra Björt. „Það gæti auðvitað verið tæknilega erfitt en það er verið að skoða það. Og okkar vilji er alveg hundrað prósent í því að það gæti verið gott að gera það, til þess að hafa þetta alveg á hreinu.“ Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04 Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59 Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti borgarstjórnar, segir að meirihlutinn í borgarstjórn hafi beðið innri endurskoðun borgarinnar um að reyna að endurheimta tölvupósta á milli aðila tengdum braggamálinu en innri endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að póstunum hefði verið eytt. Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. Komið hefur fram að tölvupóstum á fimm ára tímabili á milli aðila sem tengjast braggamálinu, verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar, hafi verið eytt. Ekki hefur þó verið hægt að staðfesta að á meðal hinna eyddu tölvupósta hafi verið tölvupóstar varðandi framkvæmdir að Nauthólsvegi 100, að því er segir í minnisblaði innri endurskoðanda um málið. Tölvupóstarnir hafa verið nokkuð til umræðu en í síðasta mánuði óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til að mynda eftir svörum um það hver samskipti Hrólfs Jónssonar fyrrverandi skrifstofustjóra Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og Dags B. Borgarstjóra hefðu verið í tengslum við framkvæmdir við braggann.Gæti verið tæknilega erfitt Dóra Björt áréttaði að ákveðnar reglur gildi um tölvupósta sem sendir eru af starfsmönnum borgarinnar. Þannig eigi að „skjala“ mikilvæg gögn úr tölvupóstunum en einnig séu reglur í gildi um að eyða þurfi reglulega póstum til að forða því að pósthólfið fyllist. Þá hafi ekki komið fram í skýrslu innri endurskoðunar að marga tölvupósta vanti. Þar sem póstum hafi verið eytt yfir lengra tímabil en áður var haldið sé slíkt þó öllu líklegra en ella. „Þá fór ég strax í það, og við allir oddvitar meirihlutans í það, að við sendum tölvupóst til innri endurskoðunar og báðum þá hreinlega um að halda utan um það að reyna að endurheimta þessa tölvupósta þannig að það er verið að skoða möguleikann til þess,“ sagði Dóra Björt. „Það gæti auðvitað verið tæknilega erfitt en það er verið að skoða það. Og okkar vilji er alveg hundrað prósent í því að það gæti verið gott að gera það, til þess að hafa þetta alveg á hreinu.“
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04 Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59 Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04
Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59
Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00