Landeigendur í mál við hreppinn Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2019 06:00 Landeigendur Reykjahlíðar voru stórhuga árið 2014 um gjaldtöku við Námaskarð. Fréttablaðið/Völundur Landeigendur Reykjahlíðar í Þingeyjarsýslu hafa stefnt Skútustaðahreppi fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra og krefjast þess að fá hærri greiðslu fyrir heitt vatn en heitt vatn til hreppsins kemur úr landi Reykjahlíðar. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir ekki um verulegar fjárhæðir að ræða. „Í grunninn er þetta byggt á gömlum samningi frá því rétt eftir 1970. Með frekari og bættri tækni hafa orðið breytingar. Landeigendur óska eftir því að uppgjör samnings frá þeim tíma verði á einhvern hátt lagfært,“ segir Þorsteinn. „Við erum nú ekki að tala um miklar upphæðir en þetta hleypur á nokkur hundruð þúsund krónum árlega.“ Landeigendur í Reykjahlíð eru þó nokkrir og er jörðin, sem er óskipt, í eigu einkahlutafélags sem heitir Landeigendur Reykjahlíðar ehf. Stærsti eigandi einkahlutafélagsins er fyrrverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir. Jörðin er gríðarstór og nær frá Dettifossi í austri að Námaskarði í vestri. Málið er á dagskrá héraðsdómsins um miðjan næsta mánuð. Þorsteinn vonar að hægt verði að klára málið með sátt áður en að þeim tíma komi. „Við höfum fundað með eigendum og við munum funda aftur í næstu viku. Við teljum það betra að ná sátt og klára þetta með samningum,“ bætir Þorsteinn við. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Landeigendur Reykjahlíðar í Þingeyjarsýslu hafa stefnt Skútustaðahreppi fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra og krefjast þess að fá hærri greiðslu fyrir heitt vatn en heitt vatn til hreppsins kemur úr landi Reykjahlíðar. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir ekki um verulegar fjárhæðir að ræða. „Í grunninn er þetta byggt á gömlum samningi frá því rétt eftir 1970. Með frekari og bættri tækni hafa orðið breytingar. Landeigendur óska eftir því að uppgjör samnings frá þeim tíma verði á einhvern hátt lagfært,“ segir Þorsteinn. „Við erum nú ekki að tala um miklar upphæðir en þetta hleypur á nokkur hundruð þúsund krónum árlega.“ Landeigendur í Reykjahlíð eru þó nokkrir og er jörðin, sem er óskipt, í eigu einkahlutafélags sem heitir Landeigendur Reykjahlíðar ehf. Stærsti eigandi einkahlutafélagsins er fyrrverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir. Jörðin er gríðarstór og nær frá Dettifossi í austri að Námaskarði í vestri. Málið er á dagskrá héraðsdómsins um miðjan næsta mánuð. Þorsteinn vonar að hægt verði að klára málið með sátt áður en að þeim tíma komi. „Við höfum fundað með eigendum og við munum funda aftur í næstu viku. Við teljum það betra að ná sátt og klára þetta með samningum,“ bætir Þorsteinn við.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira