Landeigendur í mál við hreppinn Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2019 06:00 Landeigendur Reykjahlíðar voru stórhuga árið 2014 um gjaldtöku við Námaskarð. Fréttablaðið/Völundur Landeigendur Reykjahlíðar í Þingeyjarsýslu hafa stefnt Skútustaðahreppi fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra og krefjast þess að fá hærri greiðslu fyrir heitt vatn en heitt vatn til hreppsins kemur úr landi Reykjahlíðar. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir ekki um verulegar fjárhæðir að ræða. „Í grunninn er þetta byggt á gömlum samningi frá því rétt eftir 1970. Með frekari og bættri tækni hafa orðið breytingar. Landeigendur óska eftir því að uppgjör samnings frá þeim tíma verði á einhvern hátt lagfært,“ segir Þorsteinn. „Við erum nú ekki að tala um miklar upphæðir en þetta hleypur á nokkur hundruð þúsund krónum árlega.“ Landeigendur í Reykjahlíð eru þó nokkrir og er jörðin, sem er óskipt, í eigu einkahlutafélags sem heitir Landeigendur Reykjahlíðar ehf. Stærsti eigandi einkahlutafélagsins er fyrrverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir. Jörðin er gríðarstór og nær frá Dettifossi í austri að Námaskarði í vestri. Málið er á dagskrá héraðsdómsins um miðjan næsta mánuð. Þorsteinn vonar að hægt verði að klára málið með sátt áður en að þeim tíma komi. „Við höfum fundað með eigendum og við munum funda aftur í næstu viku. Við teljum það betra að ná sátt og klára þetta með samningum,“ bætir Þorsteinn við. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira
Landeigendur Reykjahlíðar í Þingeyjarsýslu hafa stefnt Skútustaðahreppi fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra og krefjast þess að fá hærri greiðslu fyrir heitt vatn en heitt vatn til hreppsins kemur úr landi Reykjahlíðar. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir ekki um verulegar fjárhæðir að ræða. „Í grunninn er þetta byggt á gömlum samningi frá því rétt eftir 1970. Með frekari og bættri tækni hafa orðið breytingar. Landeigendur óska eftir því að uppgjör samnings frá þeim tíma verði á einhvern hátt lagfært,“ segir Þorsteinn. „Við erum nú ekki að tala um miklar upphæðir en þetta hleypur á nokkur hundruð þúsund krónum árlega.“ Landeigendur í Reykjahlíð eru þó nokkrir og er jörðin, sem er óskipt, í eigu einkahlutafélags sem heitir Landeigendur Reykjahlíðar ehf. Stærsti eigandi einkahlutafélagsins er fyrrverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Guðrún María Valgeirsdóttir. Jörðin er gríðarstór og nær frá Dettifossi í austri að Námaskarði í vestri. Málið er á dagskrá héraðsdómsins um miðjan næsta mánuð. Þorsteinn vonar að hægt verði að klára málið með sátt áður en að þeim tíma komi. „Við höfum fundað með eigendum og við munum funda aftur í næstu viku. Við teljum það betra að ná sátt og klára þetta með samningum,“ bætir Þorsteinn við.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira