Bergþór sest hugsanlega aftur í formannsstólinn í vor Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2019 19:00 Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við stjórnarflokkana og einn stjórnarþingmaður gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í kosningum um formann og varaformenn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Fráfarandi formaður gæti sest aftur í formannssætið í lok maí. Það hefur mikið verið makkað í reyklausum bakherbergjum Alþingis undanfarna rúma viku vegna ósættis í umhverfis- og samgöngunefnd um formennsku Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins. Ekki hefur verið fundarfært í nefndinni undanfarna rúma viku en í morgun höfðu myndast ákveðnar fylkingar um skipan mála. Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram tillögu fyrir hönd fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, yrði formaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur um að hún gengdi annað hvort embætti fyrsta eða annars varaformanns. Í atkvæðagreiðslum riðluðust raðir stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna og greiddi Rósa Björk Brynjólfsdóttir annar fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni atkvæði með tillögum Samfylkingarinnar sem studdar voru af Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins.„Stjórnarandstaðan á þetta formannssæti. Um það hefur verið samið. Því studdi ég þessa tillögu minnihlutans. Og það er náttúrlega með ólíkindum að þessi framkoma Miðflokksmanna hafi verið stutt af Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum,” segir Rósa Björk. En Karl Gauti Hjaltason utan flokka og Bergþór greiddu atkvæði með öðrum stjórnarþingmönnum en Rósu.Meirihlutinn samþykkti tillögu frá Bergþóri Þá lagði Bergþór fram tillögu um að Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, yrði formaður, Ari Trausti Guðmundsson fulltrúi Vinstri grænna fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins annar varaformaður auk bókunar um að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað í maí.Hefur þú einhverja tryggingu fyrir því frá stjórnarflokkunum að þú getir aftur sest í stól formanns í vor?„Ekki aðra en þá að þetta verði bara skoðað í byrjun maí.”Þýðir þetta að þið eruð kannski orðinn fjórði stjórnarflokkurinn án ráðherrastóls?„Nei, menn þurfa að tengja sig ansi langt til að ætla sér að túlka það þannig,” segir Bergþór. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hann skrýtið ef aðrir flokkar ætluðu hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipaði þingmenn sína í nefndir. Karl Gauti Hjaltason þingmaður utan flokka og skipaður í nefndina af Flokki fólksins er sáttur við niðurstöðuna. „Mér leist bara vel á frambjóðandann Jón Gunnarsson. Ég held að hann sé vel að þessu kominn að vera formaður nefndarinnar. Hann hefur gengt þessu starfi í fjarveru Bergþórs og farist það vel úr hendi,” segir Karl Gauti.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn formenn í fjórum nefndum, stjórnarandstaðan í tveimur, Framsókn í einni og Vinstri græn í einni. En eftir myndun ríkisstjórnarinnar var samið um að stjórnarandstaðan hefði þrjá af átta nefndarformönnum. „Þetta samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur nú verið rofið af meirihlutanum með aðstoð Klausturmanna í nefndinni,” segir Helga Vala Helgadóttir. Jón Gunnarsson segir að nauðsynlegt hafi verið að höggva á hnútinn eftir að stjórnarandstaðan hafi ekki komið sér saman um formann. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við stjórnarflokkana og einn stjórnarþingmaður gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í kosningum um formann og varaformenn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Fráfarandi formaður gæti sest aftur í formannssætið í lok maí. Það hefur mikið verið makkað í reyklausum bakherbergjum Alþingis undanfarna rúma viku vegna ósættis í umhverfis- og samgöngunefnd um formennsku Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins. Ekki hefur verið fundarfært í nefndinni undanfarna rúma viku en í morgun höfðu myndast ákveðnar fylkingar um skipan mála. Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram tillögu fyrir hönd fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, yrði formaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur um að hún gengdi annað hvort embætti fyrsta eða annars varaformanns. Í atkvæðagreiðslum riðluðust raðir stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna og greiddi Rósa Björk Brynjólfsdóttir annar fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni atkvæði með tillögum Samfylkingarinnar sem studdar voru af Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins.„Stjórnarandstaðan á þetta formannssæti. Um það hefur verið samið. Því studdi ég þessa tillögu minnihlutans. Og það er náttúrlega með ólíkindum að þessi framkoma Miðflokksmanna hafi verið stutt af Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum,” segir Rósa Björk. En Karl Gauti Hjaltason utan flokka og Bergþór greiddu atkvæði með öðrum stjórnarþingmönnum en Rósu.Meirihlutinn samþykkti tillögu frá Bergþóri Þá lagði Bergþór fram tillögu um að Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, yrði formaður, Ari Trausti Guðmundsson fulltrúi Vinstri grænna fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins annar varaformaður auk bókunar um að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað í maí.Hefur þú einhverja tryggingu fyrir því frá stjórnarflokkunum að þú getir aftur sest í stól formanns í vor?„Ekki aðra en þá að þetta verði bara skoðað í byrjun maí.”Þýðir þetta að þið eruð kannski orðinn fjórði stjórnarflokkurinn án ráðherrastóls?„Nei, menn þurfa að tengja sig ansi langt til að ætla sér að túlka það þannig,” segir Bergþór. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hann skrýtið ef aðrir flokkar ætluðu hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipaði þingmenn sína í nefndir. Karl Gauti Hjaltason þingmaður utan flokka og skipaður í nefndina af Flokki fólksins er sáttur við niðurstöðuna. „Mér leist bara vel á frambjóðandann Jón Gunnarsson. Ég held að hann sé vel að þessu kominn að vera formaður nefndarinnar. Hann hefur gengt þessu starfi í fjarveru Bergþórs og farist það vel úr hendi,” segir Karl Gauti.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn formenn í fjórum nefndum, stjórnarandstaðan í tveimur, Framsókn í einni og Vinstri græn í einni. En eftir myndun ríkisstjórnarinnar var samið um að stjórnarandstaðan hefði þrjá af átta nefndarformönnum. „Þetta samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur nú verið rofið af meirihlutanum með aðstoð Klausturmanna í nefndinni,” segir Helga Vala Helgadóttir. Jón Gunnarsson segir að nauðsynlegt hafi verið að höggva á hnútinn eftir að stjórnarandstaðan hafi ekki komið sér saman um formann.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent