Niðurstöður skýrsluhöfunda er útfærð umbótaáætlun til að ná fram sanngjarnara og skilvirkara skattkerfi en nú, er að því fram kemur í skýrslunni sem kynnt var í morgun. Með tillögunum er leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrgði sem orðið hefur og að láglaunafólk og lífeyrisþegar fái að minnsta kosti tuttugu þúsund króna lækkun staðgreiðslu kostnaðar verði tillögurnar að veruleika.

Þá yrði lítil breyting á skattbyrði næstu 5 prósentanna, en tekjuhæstu 5 prósentin fengju hækkaða skattbyrði. Indriði segir hins vegar að ekki sé svigrúm til skattalækkana.
„Breytingarnar sem við leggjum til eða tökum undir er að fjölga skatt þrepunum. Byrja á skattþrepi sem er lægra heldur en núverand lægsta skattþrep. það myndi hækka skattleysismörkin, en auk þess að þá gerum við ráð fyrir að, og sýnum fram á að það sé hægt að afla þessara tekna, sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í samfélaginu,“ sagði Indriði.
Tillögurnar ganga út á að horfið yrði frá núverandi tveggja þrepa skattkerfi, og persónuafsláttur og skattleysismörk hækkuð.

Halda áfram að sækja á atvinnurekendur
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir tillögurnar ekki ganga á kröfu stéttarfélagsins um beinar prósentu- eða krónutölulaunahækkanir í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir.„Mín afstaða er sú, og hún er mjög afdráttarlaus og eindregin, að við sækjum fram á atvinnurekendur til þess að fá þær launahækkanir sem við sannalega eigum inni en jafnframt er það bara mikilvægt pólitískt réttlætismál að skattkerfið verði raunverulega það jöfnunartæki sem það á að vera,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Skýrslu Eflingar má lesa í heild sinni hér