Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 Abdúlla konungur Jórdaníu og hin vinsæla Rania drottning sitja fyrir eftir krýningarathöfnina í júní árið 1999. Nordicphotos/AFP Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníukonungur lést úr krabbameini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem konungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Konungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfirmaður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hagkerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóastríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breytingum á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eiginlegan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Bandaríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheiminum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafnvel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætisráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbótum. Awn Khasawneh varð forsætisráðherra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosningarnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr miðstýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efnahagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið. Birtist í Fréttablaðinu Jórdanía Tímamót Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníukonungur lést úr krabbameini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem konungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Konungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfirmaður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hagkerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóastríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breytingum á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eiginlegan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Bandaríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheiminum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafnvel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætisráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbótum. Awn Khasawneh varð forsætisráðherra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosningarnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr miðstýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efnahagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið.
Birtist í Fréttablaðinu Jórdanía Tímamót Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira