Rannsakar hvernig einstæðir foreldrar nýta sér fæðingarorlofið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Íris Dögg Lárusdóttir ásamt Sigrúnu Júlíusdóttur, stofnanda Sigrúnarsjóðs, í gær er hún fékk styrkinn úr sjóðnum. kristinn ingvarsson Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð. Sigrúnarsjóður var stofnaður af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Íris Dögg ræddi um rannsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fjölmargar rannsóknir sýna það að einstæðir foreldrar lifa við lakari lífskjör heldur en foreldrar sem eru í sambúð eða hjónabandi. Það svo þýðir að börnin þeirra búa við lakari uppeldisskilyrði. „Eitt af því sem getur bætt uppeldisskilyrði og þar með jafnað kjör þeirra eru veglegri fæðingarorlofsréttindi því þau verða til þess að mæðurnar komast út á vinnumarkaðinn fyrr sem bætir þeirra tekjur. Þá styður það við feðurna að taka þátt í umönnun barnanna en það hefur margoft sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar út í líf barnanna seinna meir,“ segir Íris.Rannsóknin leiði vonandi í ljós hvers vegna einstæðir feður nýti ekki orlofið Allir foreldrar á Íslandi eiga jafnan rétt til fæðingarorlofs, það er hvort foreldri um sig á þrjá mánuði sem eru óframseljanlegir og svo eiga foreldrarnir þrjá sameiginlega mánuði sem heimilt er að skipta með sér. Íris segir að einstæðir feður séu ekki að nýta sér sína þrjá mánuði eins og þeir gætu verið að gera og ættu í raun að vera að gera. Hún segir að rannsóknin leiði vonandi í ljós hvar gloppurnar eru og hvað það þurfi til þess að feðurnir taki meiri þátt. „Það sem okkur grunar miðað við aðrar rannsóknir er að það þurfi einna helst fræðslu og stuðning til þessara foreldra. Fræðslu um að þeir eigi þennan rétt og stuðning um foreldrasamstarf. Þetta er ótrúlega stór hópur barna á Íslandi, þetta eru 16 prósent barna sem fæðast til einstæðra foreldra og þar fyrir utan þá eru sambúðarslit algengust á fyrstu þremur árum eftir fæðingu barns þannig að þetta er mjög stór hópur,“ segir Íris.Íris Dögg í gær þegar styrkurinn úr Sigrúnarsjóði var veittur.kristinn ingvarssonGögn úr spurningakönnunum og viðtöl við einstæða foreldra Auk styrksins úr Sigrúnarsjóði hefur rannsóknin hlotið styrk frá RANNÍS. Íris segir að við rannsóknina verði notuð gögn sem byrjað var að afla árið 2001 en um er að ræða spurningakannanir sem lagðar hafa verið fyrir foreldrar fjórum sinnum síðan þá. Þá nýtast gögn frá Fæðingarorlofssjóði einnig en vegna styrksins úr Sigrúnarsjóði mun Íris einnig geta framkvæmt viðtalsrannsókn við einstæða foreldra sem mun auðga gögnin sem nú þegar eru til enn frekar að hennar sögn.Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér. Bítið Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð. Sigrúnarsjóður var stofnaður af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Íris Dögg ræddi um rannsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fjölmargar rannsóknir sýna það að einstæðir foreldrar lifa við lakari lífskjör heldur en foreldrar sem eru í sambúð eða hjónabandi. Það svo þýðir að börnin þeirra búa við lakari uppeldisskilyrði. „Eitt af því sem getur bætt uppeldisskilyrði og þar með jafnað kjör þeirra eru veglegri fæðingarorlofsréttindi því þau verða til þess að mæðurnar komast út á vinnumarkaðinn fyrr sem bætir þeirra tekjur. Þá styður það við feðurna að taka þátt í umönnun barnanna en það hefur margoft sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar út í líf barnanna seinna meir,“ segir Íris.Rannsóknin leiði vonandi í ljós hvers vegna einstæðir feður nýti ekki orlofið Allir foreldrar á Íslandi eiga jafnan rétt til fæðingarorlofs, það er hvort foreldri um sig á þrjá mánuði sem eru óframseljanlegir og svo eiga foreldrarnir þrjá sameiginlega mánuði sem heimilt er að skipta með sér. Íris segir að einstæðir feður séu ekki að nýta sér sína þrjá mánuði eins og þeir gætu verið að gera og ættu í raun að vera að gera. Hún segir að rannsóknin leiði vonandi í ljós hvar gloppurnar eru og hvað það þurfi til þess að feðurnir taki meiri þátt. „Það sem okkur grunar miðað við aðrar rannsóknir er að það þurfi einna helst fræðslu og stuðning til þessara foreldra. Fræðslu um að þeir eigi þennan rétt og stuðning um foreldrasamstarf. Þetta er ótrúlega stór hópur barna á Íslandi, þetta eru 16 prósent barna sem fæðast til einstæðra foreldra og þar fyrir utan þá eru sambúðarslit algengust á fyrstu þremur árum eftir fæðingu barns þannig að þetta er mjög stór hópur,“ segir Íris.Íris Dögg í gær þegar styrkurinn úr Sigrúnarsjóði var veittur.kristinn ingvarssonGögn úr spurningakönnunum og viðtöl við einstæða foreldra Auk styrksins úr Sigrúnarsjóði hefur rannsóknin hlotið styrk frá RANNÍS. Íris segir að við rannsóknina verði notuð gögn sem byrjað var að afla árið 2001 en um er að ræða spurningakannanir sem lagðar hafa verið fyrir foreldrar fjórum sinnum síðan þá. Þá nýtast gögn frá Fæðingarorlofssjóði einnig en vegna styrksins úr Sigrúnarsjóði mun Íris einnig geta framkvæmt viðtalsrannsókn við einstæða foreldra sem mun auðga gögnin sem nú þegar eru til enn frekar að hennar sögn.Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér.
Bítið Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira