Með allt niður um sig en 2.600 milljarða hagnað Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðjast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölgaði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitthvað langt í það og á meðan er myljandi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildartekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og viðvera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjafanum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðjast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölgaði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitthvað langt í það og á meðan er myljandi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildartekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og viðvera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjafanum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun