Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Hörður Ægisson skrifar 6. febrúar 2019 06:30 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels en stjórnendur vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll. Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem er með höfuðstöðvar í Sviss, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo milljarða íslenskra króna. Þannig átti sjóðurinn Teleios Global Opportunites rúmlega 5,22 milljónir hluta í Marel, sem jafngildir um 0,77 prósenta eignarhlut, samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær og Markaðurinn hefur séð. Sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í byrjun síðustu viku þegar hann keypti samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 eftir lokun markaða á þriðjudag, en það var verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir sem hafði umsjón með viðskiptunum. Vogunarsjóðurinn, sem var stofnaður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum. Núverandi eignarhlutur Teleios Capital skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Einu erlendu fjárfestarnir á þeim lista eru bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjötti stærsti hluthafi félagsins með 3,6 prósenta eignarhlut, og fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, níundi stærsti hluthafi Marels með tveggja prósenta hlut. Gengi bréfa Marels hefur hækkað um meira en tíu prósent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði félagsins, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er því núna um 278 milljarðar króna. Í frétt Financial Times, sem birtist í september í fyrra, kemur fram að Teleios Capital fjárfesti í félögum með markaðsvirði upp á þrjá milljarða dala eða minna. Þá horfi sjóðurinn einkum til fyrirtækja í Norður- og Norðvestur-Evrópu sem fái litla umfjöllun á meðal greinenda og séu því almennt lítt þekkt hjá alþjóðlegum fjárfestum. Árleg ávöxtun Teleios hefur að meðaltali numið 17,6 prósentum frá 2014. Í fyrra bárust yfirtökutilboð í fjögur fyrirtæki – SodaStream, Fenner, Hogg Robinson og Cambian Group – sem sjóðurinn hafði fjárfest í, að því er fram kom í umfjöllun Financial Times. Skömmu áður en evrópski vogunarsjóðurinn festi kaup á samtals rúmlega tveggja milljarða króna hlut í Marel hafði félagið Vogun, sem er í eigu Hvals, fjárfest í Marel fyrir um milljarð króna. Keypti félagið 2,55 milljónir hluta, eða sem nemur tæplega 0,4 prósenta eignarhlut, í Marel um miðjan síðasta mánuð. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Marel mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag, en hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að tekjur félagsins aukist um 42 milljónir evra og verði samtals 1.170 milljónir evra. Þá áætlar deildin að EBITDA muni nema samtals 218,2 milljónum evra borið saman við tæplega 192 milljónir evra á árinu 2017. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem er með höfuðstöðvar í Sviss, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo milljarða íslenskra króna. Þannig átti sjóðurinn Teleios Global Opportunites rúmlega 5,22 milljónir hluta í Marel, sem jafngildir um 0,77 prósenta eignarhlut, samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær og Markaðurinn hefur séð. Sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í byrjun síðustu viku þegar hann keypti samanlagt fjórar milljónir hluta á genginu 402 eftir lokun markaða á þriðjudag, en það var verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir sem hafði umsjón með viðskiptunum. Vogunarsjóðurinn, sem var stofnaður árið 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum. Núverandi eignarhlutur Teleios Capital skilar sjóðnum ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Einu erlendu fjárfestarnir á þeim lista eru bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjötti stærsti hluthafi félagsins með 3,6 prósenta eignarhlut, og fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, níundi stærsti hluthafi Marels með tveggja prósenta hlut. Gengi bréfa Marels hefur hækkað um meira en tíu prósent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði félagsins, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er því núna um 278 milljarðar króna. Í frétt Financial Times, sem birtist í september í fyrra, kemur fram að Teleios Capital fjárfesti í félögum með markaðsvirði upp á þrjá milljarða dala eða minna. Þá horfi sjóðurinn einkum til fyrirtækja í Norður- og Norðvestur-Evrópu sem fái litla umfjöllun á meðal greinenda og séu því almennt lítt þekkt hjá alþjóðlegum fjárfestum. Árleg ávöxtun Teleios hefur að meðaltali numið 17,6 prósentum frá 2014. Í fyrra bárust yfirtökutilboð í fjögur fyrirtæki – SodaStream, Fenner, Hogg Robinson og Cambian Group – sem sjóðurinn hafði fjárfest í, að því er fram kom í umfjöllun Financial Times. Skömmu áður en evrópski vogunarsjóðurinn festi kaup á samtals rúmlega tveggja milljarða króna hlut í Marel hafði félagið Vogun, sem er í eigu Hvals, fjárfest í Marel fyrir um milljarð króna. Keypti félagið 2,55 milljónir hluta, eða sem nemur tæplega 0,4 prósenta eignarhlut, í Marel um miðjan síðasta mánuð. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Marel mun birta uppgjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun markaða á morgun, miðvikudag, en hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að tekjur félagsins aukist um 42 milljónir evra og verði samtals 1.170 milljónir evra. Þá áætlar deildin að EBITDA muni nema samtals 218,2 milljónum evra borið saman við tæplega 192 milljónir evra á árinu 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira