Innlent

Dregið úr hraða á Hringbrautinni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Umferðin á Hringbraut.
Umferðin á Hringbraut. Fréttablaðið/Anton Brink
Hámarkshraði á Hringbraut frá Ánanaustum að Sæmundargötu verður lækkaður úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund samkvæmt einróma ákvörðun borgarstjórnar í gær.

Einnig var samþykkt í gær að lækka hámarkshraðann á sama hátt á Hofsvallagötu milli Hringbrautar og Ægisíðu, Ægisíðu, og á Nesvegi milli Kaplaskjólsvegar og Sörlaskjóls. Þá voru samþykktar úrbætur vegna öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda á Hringbraut í Reykjavík.

Þá fól borgarstjórnin skipulags- og samgönguráði að athuga á hvaða fleiri götum sé hægt að lækka hámarkshraðann í 40 kílómetra á klukkustund.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×