Vegagerðin segir að framkvæmdum á Kjalarnesi seinki ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 15:36 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes um helgina. Stöð 2/Einar Árnason. Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefjast í haust og mun þeim ljúka á árinu 2022 eins og til hefur staðið. Þrátt fyrir tilfærslur á fjárveitingum í verkið milli ára mun verklokum ekki seinka. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Deiliskipulag vegarins um Kjalarnes, sem var samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, var staðfest sumarið 2018. Síðan hefur verkið verið í undirbúningi og stefnt er að því að bjóða út verkhönnunina á næstunni. Verkið er sagt það viðamikið og stórt að talsverð vinna liggi í gerð útboðsgagna. Í samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust var gert ráð fyrir að samtals einum milljarði króna yrði varið til endurbóta á veginum á þessu og næsta ári. Þessi fjárhæð hefur nú verið lækkuð um 600 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í síðustu viku, en þar er gert ráð fyrir 200 milljónum í veginn um Kjalarnes í ár og öðrum 200 milljónum á næsta ári.Greiða fyrir Grindavíkurvegi Vegkaflinn hefur verið töluvert til umfjöllunar en tvö banaslys urðu á veginum í fyrra. Vegamálastjóri sagði þjóðveginn hættulegan og brýnt væri að skilja að akstursstefnur. Bæjarstjórn Akraness krafðist þess að samgönguyfirvöld brygðust tafarlaust við hættulegu ástandi vegarins og stóð fyrir íbúafundi um málið.Í nefndaráliti meirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd var gefin sú skýring á lækkun næstu tvö árin að verkhönnun og samningum við landeigendur vegna verkefnisins væri ólokið. Því væri ljóst að ekki yrði hægt að fara í það fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2019. Landeigendur komu af fjöllum aðspurðir um hvar hnífurinn stæði í kúnni varðandi samskipti þeirra við Vegagerðina. Vegagerðin segir í frétt sinni í dag að engin vandamál hafi komið upp gagnvart landeigendum né öðrum verkþáttum. Tilfærslu fjár megi rekja til hækkunar á kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir á Grindavíkurvegi þar sem skilja á akstursstefnur á árinu. Til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þarf að hækka fjárveitingu til verksins úr 500 millj. kr. í 700 millj. kr. Þeir fjármunir eru fluttir af fjárveitingu til framkvæmda á Hringvegi um Kjalarnes. Vegagerðin segir að reikna megi með að í haust verði strax hafist handa við t.d. lagningu hliðarvega sem síðan munu nýtast til að beina umferðinni um þegar framkvæmdir verða í fullum gangi við sjálfa breikkun vegarins. Alþingi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. 3. febrúar 2019 12:01 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefjast í haust og mun þeim ljúka á árinu 2022 eins og til hefur staðið. Þrátt fyrir tilfærslur á fjárveitingum í verkið milli ára mun verklokum ekki seinka. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Deiliskipulag vegarins um Kjalarnes, sem var samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, var staðfest sumarið 2018. Síðan hefur verkið verið í undirbúningi og stefnt er að því að bjóða út verkhönnunina á næstunni. Verkið er sagt það viðamikið og stórt að talsverð vinna liggi í gerð útboðsgagna. Í samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust var gert ráð fyrir að samtals einum milljarði króna yrði varið til endurbóta á veginum á þessu og næsta ári. Þessi fjárhæð hefur nú verið lækkuð um 600 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í síðustu viku, en þar er gert ráð fyrir 200 milljónum í veginn um Kjalarnes í ár og öðrum 200 milljónum á næsta ári.Greiða fyrir Grindavíkurvegi Vegkaflinn hefur verið töluvert til umfjöllunar en tvö banaslys urðu á veginum í fyrra. Vegamálastjóri sagði þjóðveginn hættulegan og brýnt væri að skilja að akstursstefnur. Bæjarstjórn Akraness krafðist þess að samgönguyfirvöld brygðust tafarlaust við hættulegu ástandi vegarins og stóð fyrir íbúafundi um málið.Í nefndaráliti meirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd var gefin sú skýring á lækkun næstu tvö árin að verkhönnun og samningum við landeigendur vegna verkefnisins væri ólokið. Því væri ljóst að ekki yrði hægt að fara í það fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2019. Landeigendur komu af fjöllum aðspurðir um hvar hnífurinn stæði í kúnni varðandi samskipti þeirra við Vegagerðina. Vegagerðin segir í frétt sinni í dag að engin vandamál hafi komið upp gagnvart landeigendum né öðrum verkþáttum. Tilfærslu fjár megi rekja til hækkunar á kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir á Grindavíkurvegi þar sem skilja á akstursstefnur á árinu. Til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þarf að hækka fjárveitingu til verksins úr 500 millj. kr. í 700 millj. kr. Þeir fjármunir eru fluttir af fjárveitingu til framkvæmda á Hringvegi um Kjalarnes. Vegagerðin segir að reikna megi með að í haust verði strax hafist handa við t.d. lagningu hliðarvega sem síðan munu nýtast til að beina umferðinni um þegar framkvæmdir verða í fullum gangi við sjálfa breikkun vegarins.
Alþingi Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45 Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. 3. febrúar 2019 12:01 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00
Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. 2. febrúar 2019 19:45
Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. 3. febrúar 2019 12:01