Katar Asíumeistari í fótbolta í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 15:54 Almoez Ali fagnar hér níunda markinu í keppninni. Getty/Zhizhao Wu Katar tryggði sér sigur í Asíukeppninni eftir 3-1 sigur á Japan í úrslitaleik í Abú Dabí í dag. Katar vann ekki aðeins Asíukeppnina í fyrsta sinn í sögunni heldur hélt liðið einnig hreinu næstum því alla keppnina. Markatala Katar í sjö leikjum er 19-1. Japanar náðu að minnka muninn á 69. mínútu og urðu þar með þeir fyrstu til að skora hjá Katar í Asíukeppninni í ár. Markið skoraði Takumi Minamino. Það dugði aftur á móti skammt.C H A M P I O N S#Qatar are the #AsianCup2019 winners. Their first ever title! History! pic.twitter.com/ceRMnUwCtL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Markakóngur keppninnar, Almoez Ali, tryggði sér markametið í Asíukeppninni með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu eftir aðeins tólf mínútna leik. Hann gaf með því tóninn. Katar hafði best áður náð fimmta sætinu í Asíukeppninni en það er ljóst á þessum árangri, að gestgjafar heimsmeistarakeppninnar eftir tæp fjögur ár, eru búnir að setja saman alvöru landslið. Katar er níunda þjóðin sem vinnur Asíukeppnina en Japanar hafa unnið hana oftast eða fjórum sinnum, Japanar höfðu unnið alla úrslitaleiki sína þar til nú en þetta eru fyrstu silfurverðlaun þeirra i þessari keppni. Mörk liðsins skoruðu þeir Almoez Ali, Abdulaziz Hatem og Akram Afif og komu þau tvö fyrstu á fyrstu 27 mínútum leiksins. Almoez Ali var þarna að skora sitt níunda mark í keppninni og sló þar með metið sem hann jafnaði með markinu sínu í undanúrslitunum.@MoezAli_ breaks Ali Daei's record for most goals in a single #AsianCup campaign with his ninth of the #AsianCup2019. KICK in the #AsianCupFinalpic.twitter.com/gyy1pyIClV — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Akram Afif skoraði þriðja markið á 83. mínútu úr vítaspyrnu. Akram Afif lagði upp fyrstu tvö mörkin en hann var með þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum og lagði upp fimm af níu mörkum Almoez Ali í keppninni. Þeir eru báðir bara 22 ára gamlir og ættu því að vera í toppformi á HM á heimavelli í lok ársins 2022. Markið hans Almoez Ali var stórglæsileg hjólahestaspyrna en myndir af því marki má sjá hér fyrir neðan.P I C T U R E - P E R F E C T #AsianCup2019#AsianCupFinalpic.twitter.com/jqhSxsz4rL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019 Fótbolti Katar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Katar tryggði sér sigur í Asíukeppninni eftir 3-1 sigur á Japan í úrslitaleik í Abú Dabí í dag. Katar vann ekki aðeins Asíukeppnina í fyrsta sinn í sögunni heldur hélt liðið einnig hreinu næstum því alla keppnina. Markatala Katar í sjö leikjum er 19-1. Japanar náðu að minnka muninn á 69. mínútu og urðu þar með þeir fyrstu til að skora hjá Katar í Asíukeppninni í ár. Markið skoraði Takumi Minamino. Það dugði aftur á móti skammt.C H A M P I O N S#Qatar are the #AsianCup2019 winners. Their first ever title! History! pic.twitter.com/ceRMnUwCtL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Markakóngur keppninnar, Almoez Ali, tryggði sér markametið í Asíukeppninni með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu eftir aðeins tólf mínútna leik. Hann gaf með því tóninn. Katar hafði best áður náð fimmta sætinu í Asíukeppninni en það er ljóst á þessum árangri, að gestgjafar heimsmeistarakeppninnar eftir tæp fjögur ár, eru búnir að setja saman alvöru landslið. Katar er níunda þjóðin sem vinnur Asíukeppnina en Japanar hafa unnið hana oftast eða fjórum sinnum, Japanar höfðu unnið alla úrslitaleiki sína þar til nú en þetta eru fyrstu silfurverðlaun þeirra i þessari keppni. Mörk liðsins skoruðu þeir Almoez Ali, Abdulaziz Hatem og Akram Afif og komu þau tvö fyrstu á fyrstu 27 mínútum leiksins. Almoez Ali var þarna að skora sitt níunda mark í keppninni og sló þar með metið sem hann jafnaði með markinu sínu í undanúrslitunum.@MoezAli_ breaks Ali Daei's record for most goals in a single #AsianCup campaign with his ninth of the #AsianCup2019. KICK in the #AsianCupFinalpic.twitter.com/gyy1pyIClV — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Akram Afif skoraði þriðja markið á 83. mínútu úr vítaspyrnu. Akram Afif lagði upp fyrstu tvö mörkin en hann var með þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum og lagði upp fimm af níu mörkum Almoez Ali í keppninni. Þeir eru báðir bara 22 ára gamlir og ættu því að vera í toppformi á HM á heimavelli í lok ársins 2022. Markið hans Almoez Ali var stórglæsileg hjólahestaspyrna en myndir af því marki má sjá hér fyrir neðan.P I C T U R E - P E R F E C T #AsianCup2019#AsianCupFinalpic.twitter.com/jqhSxsz4rL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019
Fótbolti Katar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira