Katar Asíumeistari í fótbolta í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 15:54 Almoez Ali fagnar hér níunda markinu í keppninni. Getty/Zhizhao Wu Katar tryggði sér sigur í Asíukeppninni eftir 3-1 sigur á Japan í úrslitaleik í Abú Dabí í dag. Katar vann ekki aðeins Asíukeppnina í fyrsta sinn í sögunni heldur hélt liðið einnig hreinu næstum því alla keppnina. Markatala Katar í sjö leikjum er 19-1. Japanar náðu að minnka muninn á 69. mínútu og urðu þar með þeir fyrstu til að skora hjá Katar í Asíukeppninni í ár. Markið skoraði Takumi Minamino. Það dugði aftur á móti skammt.C H A M P I O N S#Qatar are the #AsianCup2019 winners. Their first ever title! History! pic.twitter.com/ceRMnUwCtL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Markakóngur keppninnar, Almoez Ali, tryggði sér markametið í Asíukeppninni með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu eftir aðeins tólf mínútna leik. Hann gaf með því tóninn. Katar hafði best áður náð fimmta sætinu í Asíukeppninni en það er ljóst á þessum árangri, að gestgjafar heimsmeistarakeppninnar eftir tæp fjögur ár, eru búnir að setja saman alvöru landslið. Katar er níunda þjóðin sem vinnur Asíukeppnina en Japanar hafa unnið hana oftast eða fjórum sinnum, Japanar höfðu unnið alla úrslitaleiki sína þar til nú en þetta eru fyrstu silfurverðlaun þeirra i þessari keppni. Mörk liðsins skoruðu þeir Almoez Ali, Abdulaziz Hatem og Akram Afif og komu þau tvö fyrstu á fyrstu 27 mínútum leiksins. Almoez Ali var þarna að skora sitt níunda mark í keppninni og sló þar með metið sem hann jafnaði með markinu sínu í undanúrslitunum.@MoezAli_ breaks Ali Daei's record for most goals in a single #AsianCup campaign with his ninth of the #AsianCup2019. KICK in the #AsianCupFinalpic.twitter.com/gyy1pyIClV — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Akram Afif skoraði þriðja markið á 83. mínútu úr vítaspyrnu. Akram Afif lagði upp fyrstu tvö mörkin en hann var með þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum og lagði upp fimm af níu mörkum Almoez Ali í keppninni. Þeir eru báðir bara 22 ára gamlir og ættu því að vera í toppformi á HM á heimavelli í lok ársins 2022. Markið hans Almoez Ali var stórglæsileg hjólahestaspyrna en myndir af því marki má sjá hér fyrir neðan.P I C T U R E - P E R F E C T #AsianCup2019#AsianCupFinalpic.twitter.com/jqhSxsz4rL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019 Fótbolti Katar Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Katar tryggði sér sigur í Asíukeppninni eftir 3-1 sigur á Japan í úrslitaleik í Abú Dabí í dag. Katar vann ekki aðeins Asíukeppnina í fyrsta sinn í sögunni heldur hélt liðið einnig hreinu næstum því alla keppnina. Markatala Katar í sjö leikjum er 19-1. Japanar náðu að minnka muninn á 69. mínútu og urðu þar með þeir fyrstu til að skora hjá Katar í Asíukeppninni í ár. Markið skoraði Takumi Minamino. Það dugði aftur á móti skammt.C H A M P I O N S#Qatar are the #AsianCup2019 winners. Their first ever title! History! pic.twitter.com/ceRMnUwCtL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Markakóngur keppninnar, Almoez Ali, tryggði sér markametið í Asíukeppninni með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu eftir aðeins tólf mínútna leik. Hann gaf með því tóninn. Katar hafði best áður náð fimmta sætinu í Asíukeppninni en það er ljóst á þessum árangri, að gestgjafar heimsmeistarakeppninnar eftir tæp fjögur ár, eru búnir að setja saman alvöru landslið. Katar er níunda þjóðin sem vinnur Asíukeppnina en Japanar hafa unnið hana oftast eða fjórum sinnum, Japanar höfðu unnið alla úrslitaleiki sína þar til nú en þetta eru fyrstu silfurverðlaun þeirra i þessari keppni. Mörk liðsins skoruðu þeir Almoez Ali, Abdulaziz Hatem og Akram Afif og komu þau tvö fyrstu á fyrstu 27 mínútum leiksins. Almoez Ali var þarna að skora sitt níunda mark í keppninni og sló þar með metið sem hann jafnaði með markinu sínu í undanúrslitunum.@MoezAli_ breaks Ali Daei's record for most goals in a single #AsianCup campaign with his ninth of the #AsianCup2019. KICK in the #AsianCupFinalpic.twitter.com/gyy1pyIClV — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Akram Afif skoraði þriðja markið á 83. mínútu úr vítaspyrnu. Akram Afif lagði upp fyrstu tvö mörkin en hann var með þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum og lagði upp fimm af níu mörkum Almoez Ali í keppninni. Þeir eru báðir bara 22 ára gamlir og ættu því að vera í toppformi á HM á heimavelli í lok ársins 2022. Markið hans Almoez Ali var stórglæsileg hjólahestaspyrna en myndir af því marki má sjá hér fyrir neðan.P I C T U R E - P E R F E C T #AsianCup2019#AsianCupFinalpic.twitter.com/jqhSxsz4rL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019
Fótbolti Katar Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira