Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2019 10:22 HiRise-myndavélin á Mars Reconnaissance Orbiter-brautarfarinu náði að staðsetja Opportunity í september. NASA Vísindamenn og verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eru við það að gefa upp alla von um að þeir nái nokkru sinni sambandi við Marsjeppann Opportunity aftur. Ekkert hefur spurst til geimfarins, sem hefur verið í fimmtán ár á Mars, í tæpa átta mánuði eftir ógurlegan rykstorm sem gekk yfir reikistjörnuna. Stormurinn var sá versti sem menn hafa séð á þeim fjörutíu árum sem þeir hafa send könnunarför til yfirborðs Mars. Náði hann á tímabili þvert yfir reikistjörnuna og lokaði á allt sólarljós. Það voru slæmar fréttir fyrir Opportunity sem er sólarknúinn. Þegar síðast náðist samband við könnunarjeppann 10. júní var sólargeislunin aðeins einn fertugasti af því sem hún hafði verið fyrir storminn, að sögn Scientific American. Talið er að Opportunity hafi lagst í dvala þegar orkan var á þrotum í miðjum storminum. Verkfræðingar NASA hafa síðan reynt að ná sambandi við jeppann en án árangurs. Vonir höfðu staðið til þess að jeppinn gæti hlaðið sig þegar storminum slotaði. Þegar það gerðist ekki vonuðust menn til þess að vindatímabilið á Mars myndi hreinsa sólarsellur geimfarsins. Nú virðist öll von úti um að Opportunity hafi lifað storminn af. Án orku hefur jeppinn ekki getað knúið hitara sem forða viðkvæmum vélbúnaði frá því að verða frostinu á yfirborði Mars að bráð. Búist er við því að NASA lýsi því fljótlega yfir að leiðangurinn sé loks á enda runninn. Opportunity hefur skráð sig í sögubækurnar sem langlífasta könnunarfar á yfirborði annarrar reikistjörnu. Fimmtán ár eru nú liðin frá því að hann lenti á Mars 25. janúar árið 2004 en upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Vísindamenn og verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eru við það að gefa upp alla von um að þeir nái nokkru sinni sambandi við Marsjeppann Opportunity aftur. Ekkert hefur spurst til geimfarins, sem hefur verið í fimmtán ár á Mars, í tæpa átta mánuði eftir ógurlegan rykstorm sem gekk yfir reikistjörnuna. Stormurinn var sá versti sem menn hafa séð á þeim fjörutíu árum sem þeir hafa send könnunarför til yfirborðs Mars. Náði hann á tímabili þvert yfir reikistjörnuna og lokaði á allt sólarljós. Það voru slæmar fréttir fyrir Opportunity sem er sólarknúinn. Þegar síðast náðist samband við könnunarjeppann 10. júní var sólargeislunin aðeins einn fertugasti af því sem hún hafði verið fyrir storminn, að sögn Scientific American. Talið er að Opportunity hafi lagst í dvala þegar orkan var á þrotum í miðjum storminum. Verkfræðingar NASA hafa síðan reynt að ná sambandi við jeppann en án árangurs. Vonir höfðu staðið til þess að jeppinn gæti hlaðið sig þegar storminum slotaði. Þegar það gerðist ekki vonuðust menn til þess að vindatímabilið á Mars myndi hreinsa sólarsellur geimfarsins. Nú virðist öll von úti um að Opportunity hafi lifað storminn af. Án orku hefur jeppinn ekki getað knúið hitara sem forða viðkvæmum vélbúnaði frá því að verða frostinu á yfirborði Mars að bráð. Búist er við því að NASA lýsi því fljótlega yfir að leiðangurinn sé loks á enda runninn. Opportunity hefur skráð sig í sögubækurnar sem langlífasta könnunarfar á yfirborði annarrar reikistjörnu. Fimmtán ár eru nú liðin frá því að hann lenti á Mars 25. janúar árið 2004 en upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52