Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2019 11:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir enga fyrirvara á kaupum bankans á Gamma aðra en samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fáist samþykki frá eftirlitinu renna kaupin í gegn og engar riftunarheimildir að finna í kaupsamningnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gerði kröfu um að Kvika myndi draga til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka verð á leigu. Þetta gerði Ragnar haldandi að Kvika ætti Gamma en hann hét því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, en upphæðin nemur 4,2 milljörðum króna. Ármann Þorvaldsson benti á í samtali við Vísi í gær að Kvika ætti ekki félagið. Kvika hefði gert kauptilboð í Gamma en einn af sjóðum sem er í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Samkeppniseftirlitið er með kaup Kviku á Gamma í skoðun og kaupin ganga ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Eftir að hafa fengið að heyra það setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar myndi VR draga 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelm„Það liggur alveg fyrir að kaupin ganga í gegn svo framarlega sem Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupin,“ segir Ármann í samtali við Vísi og því alveg ljóst að ekki verður hætt við kaupin. Spurður hvort það yrði mikið högg fyrir rekstur Kviku að missa 4,2 milljarða VR úr eignastýringu segist Ármann ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini. „Eftir yfirtökuna á Gamma eru eignir í stýringu hjá okkur um 420 til 430 milljarðar og eignastýringin er eitt af fjórum tekjusviðum hjá okkur,“ segir Ármann. Því nemur hlutur VR í eignastýringu Kviku um einu prósenti. Spurður hvort hann muni funda með Ragnari segir hann það ekki á dagskránni. „En við erum alltaf tilbúin að hitta viðskiptavini okkar.“Uppfært klukkan 11:30: Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að Kvika væri að kaupa Almenna leigufélagið. Það er ekki rétt. Kvika ætlar að kaupa Gamma, en einn af sjóðum sem eru í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Þetta hefur hér með verið leiðrétt. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir enga fyrirvara á kaupum bankans á Gamma aðra en samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fáist samþykki frá eftirlitinu renna kaupin í gegn og engar riftunarheimildir að finna í kaupsamningnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gerði kröfu um að Kvika myndi draga til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka verð á leigu. Þetta gerði Ragnar haldandi að Kvika ætti Gamma en hann hét því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, en upphæðin nemur 4,2 milljörðum króna. Ármann Þorvaldsson benti á í samtali við Vísi í gær að Kvika ætti ekki félagið. Kvika hefði gert kauptilboð í Gamma en einn af sjóðum sem er í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Samkeppniseftirlitið er með kaup Kviku á Gamma í skoðun og kaupin ganga ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Eftir að hafa fengið að heyra það setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar myndi VR draga 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelm„Það liggur alveg fyrir að kaupin ganga í gegn svo framarlega sem Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupin,“ segir Ármann í samtali við Vísi og því alveg ljóst að ekki verður hætt við kaupin. Spurður hvort það yrði mikið högg fyrir rekstur Kviku að missa 4,2 milljarða VR úr eignastýringu segist Ármann ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini. „Eftir yfirtökuna á Gamma eru eignir í stýringu hjá okkur um 420 til 430 milljarðar og eignastýringin er eitt af fjórum tekjusviðum hjá okkur,“ segir Ármann. Því nemur hlutur VR í eignastýringu Kviku um einu prósenti. Spurður hvort hann muni funda með Ragnari segir hann það ekki á dagskránni. „En við erum alltaf tilbúin að hitta viðskiptavini okkar.“Uppfært klukkan 11:30: Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að Kvika væri að kaupa Almenna leigufélagið. Það er ekki rétt. Kvika ætlar að kaupa Gamma, en einn af sjóðum sem eru í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Þetta hefur hér með verið leiðrétt.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42
Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07