„Ég trúði því ekki að ég væri vakandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 10:42 Þyrlan brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls síðdegis á sunnudag. EPA/EFE Hjónin sem fórust í þyrluslysinu í Røldal í Noregi á sunnudag hétu Ann-Cathrin Losvik og Jarle Hegerland. Þau voru á fimmtugsaldri og voru stödd á svæðinu við skíðaiðkun þegar þau lögðu í sína hinstu ferð. Norskir fjölmiðlar hafa eftir bróður Ann-Cathrin að fjölskyldan sé harmi slegin vegna slyssins. Slysið varð síðdegis á sunnudag en þyrla hjónanna var á leið frá Røldal til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Flugið var ekki tilkynnt flugmálayfirvöldum og tók því lengri tíma að finna flak þyrlunnar en ella. Hjónin voru úrskurðuð látin skömmu eftir að björgunaraðilar komu að flakinu.Vakinn með skelfilegum fréttumJarle Hegerland og Ann-Cathrin Losvik.Mynd/FacebookBróðir Ann-Cathrin, Lars Losvik, segir í samtali við norska dagblaðið VG að hann hafi verið vakinn aðfaranótt mánudags og látinn vita að hjónanna væri saknað. „Ég trúði því ekki að ég væri vakandi, ég hélt að mig væri bara að dreyma,“ segir hann í samtali við VG. Um fjögurleytið sömu nótt hafi hann svo verið látinn vita af því að þyrlan hefði fundist og að hún hefði brotlent í fjallshlíðinni. Hann segir systur sína hafa verið mikla íþróttamanneskju og afar góðhjartaða. Hann hafi jafnframt áttað sig á því hvað þau væru náin er þau sátu yfir móður sinni á líknardeild fyrir síðustu jól en systkinin hafa verið búsett hvort í sínu landinu í tuttugu ár. Ann-Cathrin og Jarle voru mikið útivistarfólk og þá nutu þau þess að fljúga á þyrlunni sinni. Jarle lýsti því í viðtali við héraðsblaðið Haugesunds Avis í fyrra að hann hafi nýlega tekið þyrluflugmannspróf í Bandaríkjunum og sagðist þakklátur konu sinni fyrir að hjálpa honum að láta drauma sína rætast. Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK lætur Ann-Cathrin eftir sig tvær dætur, þrettán og átján ára, og Hegerland einn fjórtán ára son. Hjónin áttu engin börn saman. Noregur Tengdar fréttir Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Hjónin sem fórust í þyrluslysinu í Røldal í Noregi á sunnudag hétu Ann-Cathrin Losvik og Jarle Hegerland. Þau voru á fimmtugsaldri og voru stödd á svæðinu við skíðaiðkun þegar þau lögðu í sína hinstu ferð. Norskir fjölmiðlar hafa eftir bróður Ann-Cathrin að fjölskyldan sé harmi slegin vegna slyssins. Slysið varð síðdegis á sunnudag en þyrla hjónanna var á leið frá Røldal til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Flugið var ekki tilkynnt flugmálayfirvöldum og tók því lengri tíma að finna flak þyrlunnar en ella. Hjónin voru úrskurðuð látin skömmu eftir að björgunaraðilar komu að flakinu.Vakinn með skelfilegum fréttumJarle Hegerland og Ann-Cathrin Losvik.Mynd/FacebookBróðir Ann-Cathrin, Lars Losvik, segir í samtali við norska dagblaðið VG að hann hafi verið vakinn aðfaranótt mánudags og látinn vita að hjónanna væri saknað. „Ég trúði því ekki að ég væri vakandi, ég hélt að mig væri bara að dreyma,“ segir hann í samtali við VG. Um fjögurleytið sömu nótt hafi hann svo verið látinn vita af því að þyrlan hefði fundist og að hún hefði brotlent í fjallshlíðinni. Hann segir systur sína hafa verið mikla íþróttamanneskju og afar góðhjartaða. Hann hafi jafnframt áttað sig á því hvað þau væru náin er þau sátu yfir móður sinni á líknardeild fyrir síðustu jól en systkinin hafa verið búsett hvort í sínu landinu í tuttugu ár. Ann-Cathrin og Jarle voru mikið útivistarfólk og þá nutu þau þess að fljúga á þyrlunni sinni. Jarle lýsti því í viðtali við héraðsblaðið Haugesunds Avis í fyrra að hann hafi nýlega tekið þyrluflugmannspróf í Bandaríkjunum og sagðist þakklátur konu sinni fyrir að hjálpa honum að láta drauma sína rætast. Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK lætur Ann-Cathrin eftir sig tvær dætur, þrettán og átján ára, og Hegerland einn fjórtán ára son. Hjónin áttu engin börn saman.
Noregur Tengdar fréttir Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. 18. febrúar 2019 09:57