Fyrrum markvörður sænska landsliðsins var eiturlyfjafíkill og íhugaði sjálfsvíg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2019 11:30 Magnus Hedman er á góðum stað í lífinu í dag. vísir/getty Það muna margir eftir vinalega sænska markverðinum Magnusi Hedman sem var á mála hjá Celtic, Chelsea og Coventry ásamt því að standa á milli stanganna hjá sænska landsliðinu. Hann lék lengstum með AIK og Coventry en átti ágætan tíma hjá Celtic og ítalska liðinu Ancona áður en hann hætti. Eftir að hann var hættur hafði Chelsea samband vegna markvarðarvandræða og Hedman var í herbúðum félagsins eitt tímabil. Hann tók treyjumúmer Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Lundúnaliðinu en spilaði aldrei. Hann átti flottan feril en lífið varð honum erfitt eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hedman var að glíma við þunglyndi og sökkti sér í fíkniefnaneyslu. Staðan varð svo slæm að hann íhugaði oft að svipta sig lífi. „Ég fór heim og googlaði bestu leiðirnar til þess að binda enda á líf mitt. Svo stóð ég á svölunum mínum á tólftu hæð tímunum saman og íhugaði að enda þetta allt saman. Þá fékk ég mikilvægt símtal frá vini mínum sem dró mig á fund og ég tók því aldrei skrefið fram af svölunum,“ sagði Hedman.Það var Jose Mourinho sem fékk Hedman til Chelsea á sínum tíma.vísir/gettyHann átti aldrei von á því að verða eiturlyfjaneytandi. „Ég ákvað að prófa bara einu sinni en ég varð háður þessu strax. Ég var svo djúpt sokkinn í neyslu í fjögur ár,“ sagði Hedman sem fljótlega var kominn í kókaínneyslu og brenndi upp öllu sínu sparifé eftir fótboltaferilinn. Svo djúpt sokkinn var markvörðurinn að hann fór varla út úr húsi í þrjú ár. „Ég veit núna að ég lét fíkniefnin fylla upp í gatið sem fótboltinn skildi eftir sig. Ég þekkti ekki sjálfan mig, aðeins markvörðinn Magnus. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Hedman var giftur poppstjörnunni Magdalena Graaf og á með henni tvo syni. Hjónabandið leystist upp í ruglinu. Á endanum fékk Hedman hjálp frá sérfræðingi og með þeirri góðu aðstoð komst hann aftur á lappir. Í dag er hann á góðum stað og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Það muna margir eftir vinalega sænska markverðinum Magnusi Hedman sem var á mála hjá Celtic, Chelsea og Coventry ásamt því að standa á milli stanganna hjá sænska landsliðinu. Hann lék lengstum með AIK og Coventry en átti ágætan tíma hjá Celtic og ítalska liðinu Ancona áður en hann hætti. Eftir að hann var hættur hafði Chelsea samband vegna markvarðarvandræða og Hedman var í herbúðum félagsins eitt tímabil. Hann tók treyjumúmer Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Lundúnaliðinu en spilaði aldrei. Hann átti flottan feril en lífið varð honum erfitt eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hedman var að glíma við þunglyndi og sökkti sér í fíkniefnaneyslu. Staðan varð svo slæm að hann íhugaði oft að svipta sig lífi. „Ég fór heim og googlaði bestu leiðirnar til þess að binda enda á líf mitt. Svo stóð ég á svölunum mínum á tólftu hæð tímunum saman og íhugaði að enda þetta allt saman. Þá fékk ég mikilvægt símtal frá vini mínum sem dró mig á fund og ég tók því aldrei skrefið fram af svölunum,“ sagði Hedman.Það var Jose Mourinho sem fékk Hedman til Chelsea á sínum tíma.vísir/gettyHann átti aldrei von á því að verða eiturlyfjaneytandi. „Ég ákvað að prófa bara einu sinni en ég varð háður þessu strax. Ég var svo djúpt sokkinn í neyslu í fjögur ár,“ sagði Hedman sem fljótlega var kominn í kókaínneyslu og brenndi upp öllu sínu sparifé eftir fótboltaferilinn. Svo djúpt sokkinn var markvörðurinn að hann fór varla út úr húsi í þrjú ár. „Ég veit núna að ég lét fíkniefnin fylla upp í gatið sem fótboltinn skildi eftir sig. Ég þekkti ekki sjálfan mig, aðeins markvörðinn Magnus. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Hedman var giftur poppstjörnunni Magdalena Graaf og á með henni tvo syni. Hjónabandið leystist upp í ruglinu. Á endanum fékk Hedman hjálp frá sérfræðingi og með þeirri góðu aðstoð komst hann aftur á lappir. Í dag er hann á góðum stað og horfir björtum augum til framtíðarinnar.
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira