Fyrrum markvörður sænska landsliðsins var eiturlyfjafíkill og íhugaði sjálfsvíg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2019 11:30 Magnus Hedman er á góðum stað í lífinu í dag. vísir/getty Það muna margir eftir vinalega sænska markverðinum Magnusi Hedman sem var á mála hjá Celtic, Chelsea og Coventry ásamt því að standa á milli stanganna hjá sænska landsliðinu. Hann lék lengstum með AIK og Coventry en átti ágætan tíma hjá Celtic og ítalska liðinu Ancona áður en hann hætti. Eftir að hann var hættur hafði Chelsea samband vegna markvarðarvandræða og Hedman var í herbúðum félagsins eitt tímabil. Hann tók treyjumúmer Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Lundúnaliðinu en spilaði aldrei. Hann átti flottan feril en lífið varð honum erfitt eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hedman var að glíma við þunglyndi og sökkti sér í fíkniefnaneyslu. Staðan varð svo slæm að hann íhugaði oft að svipta sig lífi. „Ég fór heim og googlaði bestu leiðirnar til þess að binda enda á líf mitt. Svo stóð ég á svölunum mínum á tólftu hæð tímunum saman og íhugaði að enda þetta allt saman. Þá fékk ég mikilvægt símtal frá vini mínum sem dró mig á fund og ég tók því aldrei skrefið fram af svölunum,“ sagði Hedman.Það var Jose Mourinho sem fékk Hedman til Chelsea á sínum tíma.vísir/gettyHann átti aldrei von á því að verða eiturlyfjaneytandi. „Ég ákvað að prófa bara einu sinni en ég varð háður þessu strax. Ég var svo djúpt sokkinn í neyslu í fjögur ár,“ sagði Hedman sem fljótlega var kominn í kókaínneyslu og brenndi upp öllu sínu sparifé eftir fótboltaferilinn. Svo djúpt sokkinn var markvörðurinn að hann fór varla út úr húsi í þrjú ár. „Ég veit núna að ég lét fíkniefnin fylla upp í gatið sem fótboltinn skildi eftir sig. Ég þekkti ekki sjálfan mig, aðeins markvörðinn Magnus. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Hedman var giftur poppstjörnunni Magdalena Graaf og á með henni tvo syni. Hjónabandið leystist upp í ruglinu. Á endanum fékk Hedman hjálp frá sérfræðingi og með þeirri góðu aðstoð komst hann aftur á lappir. Í dag er hann á góðum stað og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Það muna margir eftir vinalega sænska markverðinum Magnusi Hedman sem var á mála hjá Celtic, Chelsea og Coventry ásamt því að standa á milli stanganna hjá sænska landsliðinu. Hann lék lengstum með AIK og Coventry en átti ágætan tíma hjá Celtic og ítalska liðinu Ancona áður en hann hætti. Eftir að hann var hættur hafði Chelsea samband vegna markvarðarvandræða og Hedman var í herbúðum félagsins eitt tímabil. Hann tók treyjumúmer Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Lundúnaliðinu en spilaði aldrei. Hann átti flottan feril en lífið varð honum erfitt eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hedman var að glíma við þunglyndi og sökkti sér í fíkniefnaneyslu. Staðan varð svo slæm að hann íhugaði oft að svipta sig lífi. „Ég fór heim og googlaði bestu leiðirnar til þess að binda enda á líf mitt. Svo stóð ég á svölunum mínum á tólftu hæð tímunum saman og íhugaði að enda þetta allt saman. Þá fékk ég mikilvægt símtal frá vini mínum sem dró mig á fund og ég tók því aldrei skrefið fram af svölunum,“ sagði Hedman.Það var Jose Mourinho sem fékk Hedman til Chelsea á sínum tíma.vísir/gettyHann átti aldrei von á því að verða eiturlyfjaneytandi. „Ég ákvað að prófa bara einu sinni en ég varð háður þessu strax. Ég var svo djúpt sokkinn í neyslu í fjögur ár,“ sagði Hedman sem fljótlega var kominn í kókaínneyslu og brenndi upp öllu sínu sparifé eftir fótboltaferilinn. Svo djúpt sokkinn var markvörðurinn að hann fór varla út úr húsi í þrjú ár. „Ég veit núna að ég lét fíkniefnin fylla upp í gatið sem fótboltinn skildi eftir sig. Ég þekkti ekki sjálfan mig, aðeins markvörðinn Magnus. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Hedman var giftur poppstjörnunni Magdalena Graaf og á með henni tvo syni. Hjónabandið leystist upp í ruglinu. Á endanum fékk Hedman hjálp frá sérfræðingi og með þeirri góðu aðstoð komst hann aftur á lappir. Í dag er hann á góðum stað og horfir björtum augum til framtíðarinnar.
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira