Erlendir bankar með þriðjung útlána útflutningsfyrirtækja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 18:17 Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja dróst alls saman um tíu milljarða milli áranna 2017 og átján. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka skýrði í vikunni m.a. að ástæðan væri of háir sérskattar á bankana.Sérskattarnir skiluðu 15 milljörðum í ríkiskassann Um er að ræða bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt sem voru settir á árin eftir hrun. Alls skiluðu þeir fimmtán milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Sambærilegir skattar eru mun lægri í nágrannalöndum okkar.Erlendir bankar orðnir umsvifamiklir hér á landi Jóna Björk Guðnadóttir starfandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir þetta hafa þau áhrif að viðskipti hafi verið að flytjast í stórum stíl til erlendra banka. „Það hefur orðið stór breyting, erlendir bankar eru komnir inná fyrirtækjalánamarkaðinn og þá aðalega til stórra sjávarútvegsfyrirtækja því þeir geta boðið betri kjör í krafti þess að þurfa ekki að greiða sérskatta hér á landi. Erlendir bankar eru nú með um þriðjung af þeim markaði. Þetta hefur einnig haft þau áhrif innanlands að lífeyrissjóðir sem eru einnig undanþegnir sérskattinum eru núna með annað hvert nýtt íbúðalán,“ segir Jóna Björk. Höskuldur H. Ólafsson gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini.Vísir/VilhelmSkaðar samkeppni Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir sérskattana skaða samkeppni. „Erlendir bankar sem eru að lána hér íslensku fyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í fiskeldi, þeir þurfa ekki að standa skil á neinum svona gjöldum og af því leiti verður þetta ójafn leikur,“ segir Höskuldur. Áhætta vex Í skýrslu samantekt frá Samtökum fjármálafyrirtækja kemur fram að þetta geti valdið því að áhætta í fjármálakerfinu vaxi á ný. Jóna Björk segir mikilvægt að breyta þessu. „Til lengri tíma er hætta á að þetta veiki íslenska bankakerfið en það er mikilvægt að hafa í huga að bankarnir eru mjög mikilvægir innviðir í íslensku efnahagslífi,“ segir Jóna Björk að lokum. Íslenskir bankar Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Sjá meira
Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja dróst alls saman um tíu milljarða milli áranna 2017 og átján. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka skýrði í vikunni m.a. að ástæðan væri of háir sérskattar á bankana.Sérskattarnir skiluðu 15 milljörðum í ríkiskassann Um er að ræða bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt sem voru settir á árin eftir hrun. Alls skiluðu þeir fimmtán milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Sambærilegir skattar eru mun lægri í nágrannalöndum okkar.Erlendir bankar orðnir umsvifamiklir hér á landi Jóna Björk Guðnadóttir starfandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir þetta hafa þau áhrif að viðskipti hafi verið að flytjast í stórum stíl til erlendra banka. „Það hefur orðið stór breyting, erlendir bankar eru komnir inná fyrirtækjalánamarkaðinn og þá aðalega til stórra sjávarútvegsfyrirtækja því þeir geta boðið betri kjör í krafti þess að þurfa ekki að greiða sérskatta hér á landi. Erlendir bankar eru nú með um þriðjung af þeim markaði. Þetta hefur einnig haft þau áhrif innanlands að lífeyrissjóðir sem eru einnig undanþegnir sérskattinum eru núna með annað hvert nýtt íbúðalán,“ segir Jóna Björk. Höskuldur H. Ólafsson gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini.Vísir/VilhelmSkaðar samkeppni Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir sérskattana skaða samkeppni. „Erlendir bankar sem eru að lána hér íslensku fyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í fiskeldi, þeir þurfa ekki að standa skil á neinum svona gjöldum og af því leiti verður þetta ójafn leikur,“ segir Höskuldur. Áhætta vex Í skýrslu samantekt frá Samtökum fjármálafyrirtækja kemur fram að þetta geti valdið því að áhætta í fjármálakerfinu vaxi á ný. Jóna Björk segir mikilvægt að breyta þessu. „Til lengri tíma er hætta á að þetta veiki íslenska bankakerfið en það er mikilvægt að hafa í huga að bankarnir eru mjög mikilvægir innviðir í íslensku efnahagslífi,“ segir Jóna Björk að lokum.
Íslenskir bankar Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Sjá meira