Þyngist um tvö kíló á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2019 19:45 Vaxtarhraði kálfsins Draums á nýrri einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi þykir einstakur því hann þyngist um tvö kíló á dag. Draumur sem er fimm mánaða vegur nú rúmlega þrjú hundruð kíló. Hér erum við að tala um einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Á stöðinni eru ellefu kýr sem Angus fósturvísar voru settar upp í og báru kýrnar kálfunum síðasta haust, tólf kálfar, ein var tvíkveld, sjö kvígur og fimm naut komu í heiminn. Kálfarnir eru nú í níu mánaða einangrun á stöðinni og dafna þar vel. Baldur Sveinsson bústjóri þarf að skipta um föt áður en hann fer inn til þeirra þar sem hann sér um að kálfarnir og kýrnar búi við gott atlæti. Kálfarnir eru vigtaðar á hálfs mánaðar fresti og þá sést hvað þeir þyngjast mikið. „Þeir eru að þyngjast um ríflega eitt og hálft kíló á dag að meðaltali yfir heilu línuna, sumir meira, Draumur allt upp í tvö kíló þegar best lætur. Þetta er alveg tvöfald á við það sem við þekkjum hjá íslensku kálfunum, þannig að ég held að við megum vera mjög sáttir við þessa þyngingu“, segir Baldur. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar, éta eins mikið hey og þeir vilja og þá fá þeir nánast ótakmarkað kjarnfóður. „Þetta eru miklir félagar mínir, það verð ég að segja. Þeir eru rólegir í umgengni, eru ekki að stanga mann eða hnippa í mann eins og þessir tuddar vilja gera oft þegar þeir stækka.“Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús HlynurEn hvað verður um kálfana þegar þeir hafa lokið sinni einangrun 4. júlí í sumar?„Þá má taka úr þeim sýni. Þegar það kemur í ljós að þeir eru alveg hreinir og lausir við alla sjúkdóma þá má fara að taka úr þeim sæði og það gerum við næsta haust. Síðan verður þessi sæði komið til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem mun sjá um dreifinguna á því. Þannig að það er næsta haust sem bændur munu fá erfðaefni úr þessum gripum til sín“, segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Sveinn segist að það sé mjög gaman að stússast í kringum Aberdeen Angus holdagripina. „Já, það er afskaplega ánægjulegt, það er ekki hægt að segja annað, það er verulega ánægjulegt“, segir Sveinn.Draumur sem þyngist um tvö kíló á dag. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Vaxtarhraði kálfsins Draums á nýrri einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi þykir einstakur því hann þyngist um tvö kíló á dag. Draumur sem er fimm mánaða vegur nú rúmlega þrjú hundruð kíló. Hér erum við að tala um einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Á stöðinni eru ellefu kýr sem Angus fósturvísar voru settar upp í og báru kýrnar kálfunum síðasta haust, tólf kálfar, ein var tvíkveld, sjö kvígur og fimm naut komu í heiminn. Kálfarnir eru nú í níu mánaða einangrun á stöðinni og dafna þar vel. Baldur Sveinsson bústjóri þarf að skipta um föt áður en hann fer inn til þeirra þar sem hann sér um að kálfarnir og kýrnar búi við gott atlæti. Kálfarnir eru vigtaðar á hálfs mánaðar fresti og þá sést hvað þeir þyngjast mikið. „Þeir eru að þyngjast um ríflega eitt og hálft kíló á dag að meðaltali yfir heilu línuna, sumir meira, Draumur allt upp í tvö kíló þegar best lætur. Þetta er alveg tvöfald á við það sem við þekkjum hjá íslensku kálfunum, þannig að ég held að við megum vera mjög sáttir við þessa þyngingu“, segir Baldur. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar, éta eins mikið hey og þeir vilja og þá fá þeir nánast ótakmarkað kjarnfóður. „Þetta eru miklir félagar mínir, það verð ég að segja. Þeir eru rólegir í umgengni, eru ekki að stanga mann eða hnippa í mann eins og þessir tuddar vilja gera oft þegar þeir stækka.“Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús HlynurEn hvað verður um kálfana þegar þeir hafa lokið sinni einangrun 4. júlí í sumar?„Þá má taka úr þeim sýni. Þegar það kemur í ljós að þeir eru alveg hreinir og lausir við alla sjúkdóma þá má fara að taka úr þeim sæði og það gerum við næsta haust. Síðan verður þessi sæði komið til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem mun sjá um dreifinguna á því. Þannig að það er næsta haust sem bændur munu fá erfðaefni úr þessum gripum til sín“, segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Sveinn segist að það sé mjög gaman að stússast í kringum Aberdeen Angus holdagripina. „Já, það er afskaplega ánægjulegt, það er ekki hægt að segja annað, það er verulega ánægjulegt“, segir Sveinn.Draumur sem þyngist um tvö kíló á dag.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira