Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 16:07 Hópurinn safnaðist saman á Tjarnargötu í dag. Ari Páll Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. Mótmælendur söfnuðust þar saman til að skora á íslensk stjórnvöld „að þrýsta á [Mike] Pompeo að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á suðurlandamærum þarlendis verði stöðvuð,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum mótmælendanna. Pompeo fundaði jafnframt með íslenska starfsbróður sínum í Hörpu í dag, þar sem viðskipti og varnarmál voru til umræðu. Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2008 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til Íslands í opinberum erindagjörðum. Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka skipulögðu útifundinn á Tjarnargötu en taka fram að öllum þeim „sem hafa áhuga á því að mannréttindi barna séu virt“ hafi verið boðið að slást í hópinn. Hreyfingarnar; Ung vinstri græn, Ungir Jafnaðarmenn, Ungir píratar, ungir meðlimir Sósísíalistaflokksins og Uppreisn, taka auk þess fram að allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafi fengið boð um að taka þátt í mótmælunum. Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnvöld hafi ekki greint frá fundarstað ráðherrann fyrr en 90 mínútum áður en fundurinn hófst. Það sé því mat mótmælendanna að það sé til marks um alvarleika mannréttindabrotanna, „hversu fljótt þeim tókst að „safna í stóran hóp mótmælenda.“Kristófer Alex Guðmundsson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, ávarpar hópinn.Ari Páll Bandaríkin Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. Mótmælendur söfnuðust þar saman til að skora á íslensk stjórnvöld „að þrýsta á [Mike] Pompeo að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á suðurlandamærum þarlendis verði stöðvuð,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum mótmælendanna. Pompeo fundaði jafnframt með íslenska starfsbróður sínum í Hörpu í dag, þar sem viðskipti og varnarmál voru til umræðu. Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2008 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til Íslands í opinberum erindagjörðum. Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka skipulögðu útifundinn á Tjarnargötu en taka fram að öllum þeim „sem hafa áhuga á því að mannréttindi barna séu virt“ hafi verið boðið að slást í hópinn. Hreyfingarnar; Ung vinstri græn, Ungir Jafnaðarmenn, Ungir píratar, ungir meðlimir Sósísíalistaflokksins og Uppreisn, taka auk þess fram að allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafi fengið boð um að taka þátt í mótmælunum. Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnvöld hafi ekki greint frá fundarstað ráðherrann fyrr en 90 mínútum áður en fundurinn hófst. Það sé því mat mótmælendanna að það sé til marks um alvarleika mannréttindabrotanna, „hversu fljótt þeim tókst að „safna í stóran hóp mótmælenda.“Kristófer Alex Guðmundsson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, ávarpar hópinn.Ari Páll
Bandaríkin Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10