Föstudagsplaylisti Finnboga Arnar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2019 14:46 Finnbogi Örn Einarsson fremstur í Great Grief flokki. Gunnar Ingi Jones Finnbogi Örn Einarsson er framtakssamur ungur þungarokksfrömuður. Hann er gítarleikari sveitarinnar Une Misére sem nýlega skrifaði undir samning við Nuclear Blast útgáfurisann, ásamt því að vera vókalisti síðharðkjarnasveitarinnar Great Grief. Great Grief gáfu einmitt út sína aðra plötu á dögunum, Love, Lust and Greed, hjá bandarísku útgáfunni No Sleep Records. Í vikunni var svo tilkynnt að þeir myndu koma fram á hinni margrómuðu Roadburn-hátíð í Tilburg í Hollandi. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum á laugardaginn eftir viku, en þar koma einnig fram Elli Grill, Grit Teeth og DJ Dóra Júlía. „Ætlunin með þessum lista er að reyna að troða gjörsamlega öllu sem ég gæti hugsað mér að hlusta á einn með sjálfum mér í einn 20 laga kassa,“ útskýrir Finnbogi, og segir að mörgu hafi þurft að fórna, „eins og allri kántrítónlistinni sem ég hlusta á, og mikið af pólítíska hardcorinu sem ég elska.“ Einhver laganna eru eftir listafólk sem Finnbogi deilir sviði með á næstu misserum, eins og áðurnefndur Elli Grill og Grit Teeth, ásamt Lingua Ignota. Svo eru lögin með Gay For Johnny Depp, Author & Punisher og Billie Eilish á listanum „slagarar sem gætu látið fólki líða vel,“ eins og Finnbogi orðar það. Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Finnbogi Örn Einarsson er framtakssamur ungur þungarokksfrömuður. Hann er gítarleikari sveitarinnar Une Misére sem nýlega skrifaði undir samning við Nuclear Blast útgáfurisann, ásamt því að vera vókalisti síðharðkjarnasveitarinnar Great Grief. Great Grief gáfu einmitt út sína aðra plötu á dögunum, Love, Lust and Greed, hjá bandarísku útgáfunni No Sleep Records. Í vikunni var svo tilkynnt að þeir myndu koma fram á hinni margrómuðu Roadburn-hátíð í Tilburg í Hollandi. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum á laugardaginn eftir viku, en þar koma einnig fram Elli Grill, Grit Teeth og DJ Dóra Júlía. „Ætlunin með þessum lista er að reyna að troða gjörsamlega öllu sem ég gæti hugsað mér að hlusta á einn með sjálfum mér í einn 20 laga kassa,“ útskýrir Finnbogi, og segir að mörgu hafi þurft að fórna, „eins og allri kántrítónlistinni sem ég hlusta á, og mikið af pólítíska hardcorinu sem ég elska.“ Einhver laganna eru eftir listafólk sem Finnbogi deilir sviði með á næstu misserum, eins og áðurnefndur Elli Grill og Grit Teeth, ásamt Lingua Ignota. Svo eru lögin með Gay For Johnny Depp, Author & Punisher og Billie Eilish á listanum „slagarar sem gætu látið fólki líða vel,“ eins og Finnbogi orðar það.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“