Körfubolti

Munu NBA-stjörnurnar syngja afmælissönginn fyrir Jordan?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan.
Michael Jordan. Getty/Elsa
Michael Jordan heldur upp á 56. ára afmælisdaginn sinn á sunnudaginn kemur. Sama kvöld tekur félagið hans á móti bestu leikmönnum NBA-deildarinnar þegar Stjörnuleikur NBA fer fram í höll Charlotte Hornets.

Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1991 sem stjörnuleikurinn fer fram í Charlotte og þar með í fyrsta sinn eftir að Michael Jordan eignaðist meirihluta í félaginu. Það var því vel við hæfi að leikurinn fari fram á afmælisdegi Michael Jeffrey Jordan.

Nú er bara stóra spurning hvort að það verði eitthvað afmælisþema í gangi þetta kvöld en það má nú ganga að því vísu að Michael Jordan muni sjálfur mæta á svæðið.





Michael Jordan spilaði sjálfur þrettán Stjörnuleiki og var með í þeim 20,2 stig að meðaltali.

Jordan var valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins þrisvar sinnum eða 1988, 1996 og 1998. Hann vann troðslukeppnina 1987 og 1988.





Þegar Stjörnuleikurinn fór síðast fram í Charlotte árið 1991 þá var Michael Jordan með 26 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 36 mínútum. Austrið vann og Charles Barkley var valinn bestur en hann tók 22 fráköst og skoraði 17 stig í þessum leik.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×