Vopnað rán í Breiðholti: „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 20:00 Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag konu í Breiðholti eftir að hún framdi vopnað rán. Björn Ágúst Magnússon var á ferðinni nærri heimili sínu þar sem hann hafði farið í búð. Hann var með myndavél í för þar sem hann hafði verið að ljósmynda fugla og mætti konu á gangi. Í samtali við Vísi segir Björn að konan hafi svo kallað á hann eftir að þau mættust svo hann stoppaði. Hann segir konuna hafa tekið í myndavélina hans og reynt að hrifsa hana af honum. Þegar Björn neitaði að sleppa myndavélinni tók konan upp dúkahníf.Björn Ágúst Magnússon.„Hún setur hann nálægt hálsinum á mér og segist ætla að skera mig ef ég láti hana ekki hafa myndavélina,“ segir Björn. Hann sleppti myndavélinni. „Mér brá ekkert smá,“ segir Björn. „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína.“ Dóttir Björns stóð þar rétt hjá og sá ránið. Björn elti konuna í um 300 metra fjarlægð og hringdi á Neyðarlínuna. Skömmu seinna bar lögregluþjóna að garði og var konan handtekin. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Konan verður yfirheyrð í fyrramálið. Björn segir konuna hafa stöðvað og talað við ungan mann og sá hafi síðan hlaupið frá henni og virst hræddur. Lögreglan hefur þó ekki vitneskju um hvað hafi átt sér stað þar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag konu í Breiðholti eftir að hún framdi vopnað rán. Björn Ágúst Magnússon var á ferðinni nærri heimili sínu þar sem hann hafði farið í búð. Hann var með myndavél í för þar sem hann hafði verið að ljósmynda fugla og mætti konu á gangi. Í samtali við Vísi segir Björn að konan hafi svo kallað á hann eftir að þau mættust svo hann stoppaði. Hann segir konuna hafa tekið í myndavélina hans og reynt að hrifsa hana af honum. Þegar Björn neitaði að sleppa myndavélinni tók konan upp dúkahníf.Björn Ágúst Magnússon.„Hún setur hann nálægt hálsinum á mér og segist ætla að skera mig ef ég láti hana ekki hafa myndavélina,“ segir Björn. Hann sleppti myndavélinni. „Mér brá ekkert smá,“ segir Björn. „Ég var bara að koma úr Krónunni með mjólkina mína.“ Dóttir Björns stóð þar rétt hjá og sá ránið. Björn elti konuna í um 300 metra fjarlægð og hringdi á Neyðarlínuna. Skömmu seinna bar lögregluþjóna að garði og var konan handtekin. Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kona hafi verið handtekin fyrir að beita eggvopni við rán og hún sé í haldi lögreglu. Konan verður yfirheyrð í fyrramálið. Björn segir konuna hafa stöðvað og talað við ungan mann og sá hafi síðan hlaupið frá henni og virst hræddur. Lögreglan hefur þó ekki vitneskju um hvað hafi átt sér stað þar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira