Vill banna börnum að skalla fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 10:30 Ung stelpa að skalla bolta. Getty/Shawn Patrick Ouellette Ryan Mason þurfti að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Nú ætlar hann að berjast fyrir reglubreytingu í barnafótboltanum í Englandi. Ryan Mason höfuðkúpubrotnaði í leik Hull og Chelsea í janúar 2017 og þurfti að leggja skóna á hilluna þrettán mánuðum síðar vegna áhrifa frá höfuðhögginu. Nú vill hann að það verði bannað að skalla boltann í fótboltaleikjum barna. Ryan Mason meiddist þegar hann fór upp í skallaeinvígi við Chelsea manninn Gary Cahill en Cahill missti af boltanumm og skallaði beint í gagnaugað á Mason."I don't think kids should be heading real balls." Ryan Mason has called for a ban on children heading footballs to be introduced. More: https://t.co/bM4rfaH3Kfpic.twitter.com/zKMamiHaI4 — BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019Svona skallabann þekkist í Bandaríkjunum þar sem bandaríska knattspyrnusambandið bannar börnum ellefu ára og yngri að skalla boltann. Þar eru líka takmarkanir í gildi fyrir börn ellefu til þrettán ára. „Þegar sjö eða átta ára gömul börn eru að skalla bolta þá er heili þeirra og höfuðkúpa ekki fullþroskuð. Það gæti skaðað þau til frambúðar,“ segir Ryan Mason í viðtali við BBC. „Ég horfi á suma krakka þegar þau eru að skalla boltann og tækni þeirra er kolröng. Með því setja þau enn meiri pressu á heilann sinn. Ég tel að börn ættu ekki að vera skalla alvöru fótbolta,“ sagði Mason.“I don’t think I’ll ever be able to accept retiring.” One year on from being forced to quit football, Ryan Mason has spoken about his experience.https://t.co/JpavMGBh3epic.twitter.com/2eOozXHsxw — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2019„Því eldri sem þú verður þeim mun betri verður skallatæknin. Kannski væri réttast að kenna rétta skallatækni með því að nota svampbolta í byrjun,“ sagði Mason sem er nú yngri flokka þjálfari hjá Tottenham. „Ég er allavega á því að það gerir börnum ekki gott að vera alltaf að skalla boltann,“ sagði Mason. Börn og uppeldi Enski boltinn Heilbrigðismál Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Ryan Mason þurfti að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Nú ætlar hann að berjast fyrir reglubreytingu í barnafótboltanum í Englandi. Ryan Mason höfuðkúpubrotnaði í leik Hull og Chelsea í janúar 2017 og þurfti að leggja skóna á hilluna þrettán mánuðum síðar vegna áhrifa frá höfuðhögginu. Nú vill hann að það verði bannað að skalla boltann í fótboltaleikjum barna. Ryan Mason meiddist þegar hann fór upp í skallaeinvígi við Chelsea manninn Gary Cahill en Cahill missti af boltanumm og skallaði beint í gagnaugað á Mason."I don't think kids should be heading real balls." Ryan Mason has called for a ban on children heading footballs to be introduced. More: https://t.co/bM4rfaH3Kfpic.twitter.com/zKMamiHaI4 — BBC Sport (@BBCSport) February 14, 2019Svona skallabann þekkist í Bandaríkjunum þar sem bandaríska knattspyrnusambandið bannar börnum ellefu ára og yngri að skalla boltann. Þar eru líka takmarkanir í gildi fyrir börn ellefu til þrettán ára. „Þegar sjö eða átta ára gömul börn eru að skalla bolta þá er heili þeirra og höfuðkúpa ekki fullþroskuð. Það gæti skaðað þau til frambúðar,“ segir Ryan Mason í viðtali við BBC. „Ég horfi á suma krakka þegar þau eru að skalla boltann og tækni þeirra er kolröng. Með því setja þau enn meiri pressu á heilann sinn. Ég tel að börn ættu ekki að vera skalla alvöru fótbolta,“ sagði Mason.“I don’t think I’ll ever be able to accept retiring.” One year on from being forced to quit football, Ryan Mason has spoken about his experience.https://t.co/JpavMGBh3epic.twitter.com/2eOozXHsxw — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2019„Því eldri sem þú verður þeim mun betri verður skallatæknin. Kannski væri réttast að kenna rétta skallatækni með því að nota svampbolta í byrjun,“ sagði Mason sem er nú yngri flokka þjálfari hjá Tottenham. „Ég er allavega á því að það gerir börnum ekki gott að vera alltaf að skalla boltann,“ sagði Mason.
Börn og uppeldi Enski boltinn Heilbrigðismál Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira