Hagnaður Arion banka dróst saman um um 45,8 prósent á milli áranna 2018 og 2017. Í lok síðasta árs var hagnaður samstæðu Arion banka 7,8 milljarðar króna en 2017 var hann 14,4 milljarðar. Arðsemi 2018 var 3,7 prósent en árið 2017 var hún 6,6 prósent.
Stjórn Arion leggur til að 10 milljarða króna arður verði greiddur sem samsvari fimm krónum á hlut. Í tilkynningu segir að arðgreiðslan sé liður í áframhaldandi hagræðingu á samsetningu eigin fjár bankans.
Á síðasta ársfjórðungi 2018 var hagnaður Arion 1,6 milljarður króna, samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðs árið 2017.
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir afkomuna á fjórða ársfjórðungi og 2018 í heild hafa verið undir væntingum.
„Við sjáum hins vegar jákvæða þróun í grunnstarfsemi bankans og það er ánægjulegt að sjá að vaxtamunur hækkar á fjórða ársfjórðungi í samræmi við markmið okkar. Erfiðar aðstæður á hluta- og skuldabréfamörkuðum og ekki síst hræringar í flugrekstri settu mark sitt á starfsemina, bæði á fjórðungnum og á árinu í heild,“ segir Höskuldur.
„Eitt helsta verkefni þessa árs verður að auka arðsemi í rekstri bankans og hafa ýmis verkefni verðið sett í gang með það að markmiði. Það er engu síður ljóst að það er erfitt verkefni að ná viðunandi arðsemi án umtalsverðra hækkana á útlánavöxtum þegar ríkisvaldið viðheldur ofursköttum á bankakerfið og eftirlitsaðilar bæta við eiginfjárkröfum og öðrum álögum.“
Heildareignir Arion banka námu 1.164,3 milljörðum króna í árslok 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé hluthafa bankans nam 200,9 milljörðum samanborið við 225,7 milljarða í árslok 2017.
Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 3,51 prósent í Kauphöllinni í dag og stóðu í 77 við lok dagsins. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa farið hækkandi á þessu ári en um áramótin stóðu þau í sjötíu komma þremur á hvern hlut. Bankinn var skráður í Kauphöllina um miðjan júní á síðasta ári. Hann var skráður á 75 en dagslokagengi eftir skráningu 88,8.
Hagnaður Arion dróst saman um tæpan helming á milli ára
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent

Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon
Viðskipti innlent