KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2019 12:17 Akranes. Vísir/Egill Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd. Ráðgjafafyrirtækið KPMG fær skammir í hattinn frá Persónuvernd fyrir vinnubrögð sín við ráðgjöf og vinnu við verkefni sveitarfélaganna tveggja. Líkt og Vísir greindi frá í dag komst Persónuvernd að sömu niðurstöðu í máli Garðabæjar en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þessi þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna. Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG sem taldi að rekja mætti málið til uppfærsl á hugbúnaði frá Microsoft sem sveitarfélögin notuðu til að birta bókhaldsgögnin. Í tilviki Akraneskaupstaðar birtust persónuupplýsingar um 190 skjólstæðinga í 18 flokkum eða tegundum upplýsinga og um hafi verið að ræða samtals 1219 skráningar, hvað þá einstaklinga varðaði. Í fylgiskjali með svörum Akraneskaupstaðar til Persónuverndar kom fram að efni þeirra upplýsinga hafi meðal annars lotið að upplýsingum um kennitölur, heilsufar, lyfjanotkun og félagslegar aðstæður.Í tilviki Seltjarnarnesbæjar var um að ræða skráningar um 23 einstaklina, alls 54 talsins, þar á meðal upplýsingar um tvær fósturfjölskyldur.Líkt og í tilviki Garðabæjar taldi KPMG, eins og fyrr segir, að uppfærsla frá Microsoft hafi gert það að verkum að upplýsingarnar urðu aðgengilegar en bæði Akraneskaupstaður og Seltjarnarnesbær settu það sem skilyrði að færslur að lægri fjárhæð en 500 þúsund krónur yrðu ekki birtar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við.Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins.Var lagt fyrir Seltjarnarnesbæ og Akraneskaupstað að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að mál á borð við þessi gætu endurtekið sig. Akranes Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd. Ráðgjafafyrirtækið KPMG fær skammir í hattinn frá Persónuvernd fyrir vinnubrögð sín við ráðgjöf og vinnu við verkefni sveitarfélaganna tveggja. Líkt og Vísir greindi frá í dag komst Persónuvernd að sömu niðurstöðu í máli Garðabæjar en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þessi þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna. Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG sem taldi að rekja mætti málið til uppfærsl á hugbúnaði frá Microsoft sem sveitarfélögin notuðu til að birta bókhaldsgögnin. Í tilviki Akraneskaupstaðar birtust persónuupplýsingar um 190 skjólstæðinga í 18 flokkum eða tegundum upplýsinga og um hafi verið að ræða samtals 1219 skráningar, hvað þá einstaklinga varðaði. Í fylgiskjali með svörum Akraneskaupstaðar til Persónuverndar kom fram að efni þeirra upplýsinga hafi meðal annars lotið að upplýsingum um kennitölur, heilsufar, lyfjanotkun og félagslegar aðstæður.Í tilviki Seltjarnarnesbæjar var um að ræða skráningar um 23 einstaklina, alls 54 talsins, þar á meðal upplýsingar um tvær fósturfjölskyldur.Líkt og í tilviki Garðabæjar taldi KPMG, eins og fyrr segir, að uppfærsla frá Microsoft hafi gert það að verkum að upplýsingarnar urðu aðgengilegar en bæði Akraneskaupstaður og Seltjarnarnesbær settu það sem skilyrði að færslur að lægri fjárhæð en 500 þúsund krónur yrðu ekki birtar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við.Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins.Var lagt fyrir Seltjarnarnesbæ og Akraneskaupstað að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að mál á borð við þessi gætu endurtekið sig.
Akranes Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44