BBC: Tapið í gær er ekki Solskjær að kenna heldur áralangri óstjórn hjá United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 08:00 Ole Gunnar Solskjær gengur af velli með leikmönnum sínum í gær. Getty/Michael Steele/ Ole Gunnar Solskjær fékk í gær að kynnast taptilfinningunni í fyrsta sinn síðan hann tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester United fyrri rúmum átta vikum. Lið Manchester United var hreinlega númeri of lítið í 2-0 tapi á móti Paris Saint Germain á Old Trafford í gær og það þrátt fyrir að franska liðið lék án tveggja stórstjarna í þeim Neymar og Edinson Cavani. Frakkarnir voru miklu betur og lið Manchester United í raun heppið að tapa ekki leiknum mun stærra. Vonin um sæti í átta liða úrslitunum er samt afar veik enda seinni leikurinn á heimavelli franska liðsins. Phil McNulty skrifar pistil um leikinn og þýðingu hans á BBC og hann setur ekki skuldina á norska knattspyrnustjórann. Að hans mati var þarna einfaldlega svartur veruleikinn að birtast United fólki eftir alla litríku draumóra síðustu átta vikna.Manchester United lost to PSG over 90 minutes - but this was a Champions League defeat years in the making as mismanagement at Old Trafford has left them well adrift of Europe's elite. https://t.co/6yiuMj5Tu4 — Phil McNulty (@philmcnulty) February 13, 2019 Það var mikill spenningur fyrir leikinn og væntingarnar eftir því hjá stuðningsmönnum Manchester United liðsins. Eftir tíu sigra í ellefu leikjum og meiðslahrjáða mótherja þá var allt í spilunum til að stíga stórt skref í átt að átta liða úrslitunum. „Þetta var ekki tap sem kom til vegna þessara 90 mínútna heldur var það afleiðing af þróun mála undanfarin ár hjá Manchester United. Þessi leikur á heldur ekki að vera ráðandi í ákvörðun félagsins um að ráða Ole Gunnar Solskjær sem framtíðarstóra liðsins,“ skrifaði Phil McNulty. „Solskjær var vissulega maðurinn í þjálfaraboxinu og ber auðvitað einhverja ábyrgð en í stóru myndinni þá var þessi leikur og þessi opinberun í boði PSG. Þetta var afleiðing af því hversu stjórnarmenn hafa leyft United að dragast mikið aftur úr á undanförnum árum,“ skrifar McNulty.'Ole Gunnar Solskjaer's first defeat as Manchester United manager was the outcome of years of mismanagement at Old Trafford' https://t.co/6bTY1YVgEh#MUFCpic.twitter.com/yzVEVAV7Ez — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2019„United var óheppið að missa Jesse Lingard og Anthony Martial meidda af velli en PSG sýndi styrk að gera lítið úr fjarveru Neymar og Cavani. Lokastaðan hefði líka getað verið mun verri en David de Gea hefði ekki bjargað nokkrum sinnum. Það væri bara galin bjartsýni að halda annað en að seinni leikurinn verði eitthvað annað en formsatriði,“ skrifar McNulty. „Það er Solskjær að þakka, eftir þessa ellefu leiki, að það var mikil bjartsýni hjá stuðningsfólki United, en því lengur sem leikurinn gekk því minni varð hún. Þegar lokaflautið gall þá sögðu þúsundir auðra rauðra sæta sína sögu,“ skrifar McNulty. „United er stórt félag í Evrópu og á heimsvísu á mörgum sviðum en ekki þar sem það skiptir mestu máli sem er inn á vellinum. Fáir leikmenn í United ættu þannig möguleika á að komast nálægt byrjunarliði PSG. Það væri ekki að rökstyðja val á þeim De Gea og Paul Pogba en engra annarra,“ skrifaði McNulty.It was a difficult night for Manchester United as Paris St-Germain overpowered Ole Gunnar Solskjaer's side at Old Trafford. Report: https://t.co/FOfUdkY6Da#MUNPSGpic.twitter.com/tGa486gtoZ — BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2019 „Væri það áhætta að ráða Solskjær eða aðeins spurning fyrir Woodward og stjórnina hvort þeir séu tilbúnir að breyta út frá aðferðunum sínum undanfarin ár að ráða stór nöfn sem leiddi þá til Louis Van Gaal og seinna Mourinho,“ spyr McNulty „Hver sem ákvörðun þeirra verður þá sýndi og sannaði leikurinn í gær og það hvernig United-liðið var yfirspilað af PSG, að þessu sinni þá hefur Manchester United ekki efni á því að taka ranga beygju ætli félagið ekki að dragast enn lengra aftur úr bestu liðum Evrópu,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrsta tap Solskjær kom gegn PSG Manchester United er svo gott sem úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka tap fyrir Paris Saint-Germain á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. 12. febrúar 2019 22:00 Sjáðu mörkin sem kláruðu United PSG fór langt með að slá Manchester United út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld og Roma hafði betur gegn Porto þegar 16-liða úrslitin hófust. 12. febrúar 2019 23:00 Solskjær: Augljóst að við höfum ekki spilað leik í þessum gæðaflokki í langan tíma Ole Gunnar Solskjær tapaði sínum fyrsta leik með Manchester United í kvöld þegar liðið tapaði fyrir PSG á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 12. febrúar 2019 22:47 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær fékk í gær að kynnast taptilfinningunni í fyrsta sinn síðan hann tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester United fyrri rúmum átta vikum. Lið Manchester United var hreinlega númeri of lítið í 2-0 tapi á móti Paris Saint Germain á Old Trafford í gær og það þrátt fyrir að franska liðið lék án tveggja stórstjarna í þeim Neymar og Edinson Cavani. Frakkarnir voru miklu betur og lið Manchester United í raun heppið að tapa ekki leiknum mun stærra. Vonin um sæti í átta liða úrslitunum er samt afar veik enda seinni leikurinn á heimavelli franska liðsins. Phil McNulty skrifar pistil um leikinn og þýðingu hans á BBC og hann setur ekki skuldina á norska knattspyrnustjórann. Að hans mati var þarna einfaldlega svartur veruleikinn að birtast United fólki eftir alla litríku draumóra síðustu átta vikna.Manchester United lost to PSG over 90 minutes - but this was a Champions League defeat years in the making as mismanagement at Old Trafford has left them well adrift of Europe's elite. https://t.co/6yiuMj5Tu4 — Phil McNulty (@philmcnulty) February 13, 2019 Það var mikill spenningur fyrir leikinn og væntingarnar eftir því hjá stuðningsmönnum Manchester United liðsins. Eftir tíu sigra í ellefu leikjum og meiðslahrjáða mótherja þá var allt í spilunum til að stíga stórt skref í átt að átta liða úrslitunum. „Þetta var ekki tap sem kom til vegna þessara 90 mínútna heldur var það afleiðing af þróun mála undanfarin ár hjá Manchester United. Þessi leikur á heldur ekki að vera ráðandi í ákvörðun félagsins um að ráða Ole Gunnar Solskjær sem framtíðarstóra liðsins,“ skrifaði Phil McNulty. „Solskjær var vissulega maðurinn í þjálfaraboxinu og ber auðvitað einhverja ábyrgð en í stóru myndinni þá var þessi leikur og þessi opinberun í boði PSG. Þetta var afleiðing af því hversu stjórnarmenn hafa leyft United að dragast mikið aftur úr á undanförnum árum,“ skrifar McNulty.'Ole Gunnar Solskjaer's first defeat as Manchester United manager was the outcome of years of mismanagement at Old Trafford' https://t.co/6bTY1YVgEh#MUFCpic.twitter.com/yzVEVAV7Ez — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2019„United var óheppið að missa Jesse Lingard og Anthony Martial meidda af velli en PSG sýndi styrk að gera lítið úr fjarveru Neymar og Cavani. Lokastaðan hefði líka getað verið mun verri en David de Gea hefði ekki bjargað nokkrum sinnum. Það væri bara galin bjartsýni að halda annað en að seinni leikurinn verði eitthvað annað en formsatriði,“ skrifar McNulty. „Það er Solskjær að þakka, eftir þessa ellefu leiki, að það var mikil bjartsýni hjá stuðningsfólki United, en því lengur sem leikurinn gekk því minni varð hún. Þegar lokaflautið gall þá sögðu þúsundir auðra rauðra sæta sína sögu,“ skrifar McNulty. „United er stórt félag í Evrópu og á heimsvísu á mörgum sviðum en ekki þar sem það skiptir mestu máli sem er inn á vellinum. Fáir leikmenn í United ættu þannig möguleika á að komast nálægt byrjunarliði PSG. Það væri ekki að rökstyðja val á þeim De Gea og Paul Pogba en engra annarra,“ skrifaði McNulty.It was a difficult night for Manchester United as Paris St-Germain overpowered Ole Gunnar Solskjaer's side at Old Trafford. Report: https://t.co/FOfUdkY6Da#MUNPSGpic.twitter.com/tGa486gtoZ — BBC Sport (@BBCSport) February 12, 2019 „Væri það áhætta að ráða Solskjær eða aðeins spurning fyrir Woodward og stjórnina hvort þeir séu tilbúnir að breyta út frá aðferðunum sínum undanfarin ár að ráða stór nöfn sem leiddi þá til Louis Van Gaal og seinna Mourinho,“ spyr McNulty „Hver sem ákvörðun þeirra verður þá sýndi og sannaði leikurinn í gær og það hvernig United-liðið var yfirspilað af PSG, að þessu sinni þá hefur Manchester United ekki efni á því að taka ranga beygju ætli félagið ekki að dragast enn lengra aftur úr bestu liðum Evrópu,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistilinn hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrsta tap Solskjær kom gegn PSG Manchester United er svo gott sem úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka tap fyrir Paris Saint-Germain á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. 12. febrúar 2019 22:00 Sjáðu mörkin sem kláruðu United PSG fór langt með að slá Manchester United út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld og Roma hafði betur gegn Porto þegar 16-liða úrslitin hófust. 12. febrúar 2019 23:00 Solskjær: Augljóst að við höfum ekki spilað leik í þessum gæðaflokki í langan tíma Ole Gunnar Solskjær tapaði sínum fyrsta leik með Manchester United í kvöld þegar liðið tapaði fyrir PSG á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 12. febrúar 2019 22:47 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Sjá meira
Fyrsta tap Solskjær kom gegn PSG Manchester United er svo gott sem úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka tap fyrir Paris Saint-Germain á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. 12. febrúar 2019 22:00
Sjáðu mörkin sem kláruðu United PSG fór langt með að slá Manchester United út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld og Roma hafði betur gegn Porto þegar 16-liða úrslitin hófust. 12. febrúar 2019 23:00
Solskjær: Augljóst að við höfum ekki spilað leik í þessum gæðaflokki í langan tíma Ole Gunnar Solskjær tapaði sínum fyrsta leik með Manchester United í kvöld þegar liðið tapaði fyrir PSG á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 12. febrúar 2019 22:47