Veik króna refsaði IKEA á metsöluári Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Þrátt fyrir metveltu á síðasta rekstrarári dróst hagnaður IKEA saman um nærri helming. Gengisfalli krónunnar er kennt um. Fréttablaðið/Ernir „Það má algjörlega heimfæra þetta á krónuna,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt fyrir metár í sölu, þar sem heildarvelta nam 11,4 milljörðum króna, hafi EBIT-hagnaður engu að síður dregist saman um næstum helming. Var á síðasta rekstrarári 613 milljónir samanborið við 1.175 milljónir árið áður. „Síðasta rekstrarár var metár í sölu, bæði í krónum talið og rúmmetrum, sem er raunar betri mælieining en krónan því menn geta alltaf hækkað og lækkað verð en hver einasta vara sem við seljum er mæld.“ Síðasta rekstrarári IKEA lauk hinn 1. september síðastliðinn og segir Þórarinn að laun og annar rekstrarkostnaður hafi verið í takt við væntingar. En kostnaður seldra vara, sem er afleiðing veikari krónu, hafði þau áhrif að framlegðin dróst þetta mikið saman. „Kostnaðarverð seldra vara jókst um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega étur upp alla söluaukningu ársins.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/ErnirÞórarinn bendir á að líkt og fyrr festi IKEA verð sín ár fram í tímann í árlegum vörubæklingi sínum. Raunar rúmlega það. „Við ákveðum verðin fyrir árið allt að 3-5 mánuðum áður en vörulistinn er gefinn út. Þá vorum við á sterkasta stað en svo húrraðist krónan niður eftir það. Við erum búin að skuldbinda okkur 16 mánuði fram í tímann og ég þarf að taka veðmál 16 mánuði fram í tímann um hvernig þróunin á krónunni verður.“ Hann segir veitingastaðinn vissulega eiga stóran hluta metársins út frá veltu en þar gildi önnur lögmál þar sem stærstur hluti innkaupa þar sé innlend framleiðsla og breytingar á krónunni hafi því miklu minni áhrif.En kemur ekki til greina að breyta þeirri aðferð að festa verð verslunarinnar svo langt fram í tímann í ljósi þess að krónan rokkar sífellt til og frá? „Ég held að þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að ef illa árar þá get ég ekki farið að hækka verð eins og allir gera og það þýðir að ég þarf að taka til annars staðar. Og það er bara ofsalega hollt. Það er óhollt að í hvert skipti sem krónan hikstar, þá hækka allir verðin. Það þýðir hærri verðbólgu fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta þessu þó þetta skeri okkur vissulega þrengri stakk en öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu IKEA Íslenska krónan Neytendur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
„Það má algjörlega heimfæra þetta á krónuna,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt fyrir metár í sölu, þar sem heildarvelta nam 11,4 milljörðum króna, hafi EBIT-hagnaður engu að síður dregist saman um næstum helming. Var á síðasta rekstrarári 613 milljónir samanborið við 1.175 milljónir árið áður. „Síðasta rekstrarár var metár í sölu, bæði í krónum talið og rúmmetrum, sem er raunar betri mælieining en krónan því menn geta alltaf hækkað og lækkað verð en hver einasta vara sem við seljum er mæld.“ Síðasta rekstrarári IKEA lauk hinn 1. september síðastliðinn og segir Þórarinn að laun og annar rekstrarkostnaður hafi verið í takt við væntingar. En kostnaður seldra vara, sem er afleiðing veikari krónu, hafði þau áhrif að framlegðin dróst þetta mikið saman. „Kostnaðarverð seldra vara jókst um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega étur upp alla söluaukningu ársins.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/ErnirÞórarinn bendir á að líkt og fyrr festi IKEA verð sín ár fram í tímann í árlegum vörubæklingi sínum. Raunar rúmlega það. „Við ákveðum verðin fyrir árið allt að 3-5 mánuðum áður en vörulistinn er gefinn út. Þá vorum við á sterkasta stað en svo húrraðist krónan niður eftir það. Við erum búin að skuldbinda okkur 16 mánuði fram í tímann og ég þarf að taka veðmál 16 mánuði fram í tímann um hvernig þróunin á krónunni verður.“ Hann segir veitingastaðinn vissulega eiga stóran hluta metársins út frá veltu en þar gildi önnur lögmál þar sem stærstur hluti innkaupa þar sé innlend framleiðsla og breytingar á krónunni hafi því miklu minni áhrif.En kemur ekki til greina að breyta þeirri aðferð að festa verð verslunarinnar svo langt fram í tímann í ljósi þess að krónan rokkar sífellt til og frá? „Ég held að þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að ef illa árar þá get ég ekki farið að hækka verð eins og allir gera og það þýðir að ég þarf að taka til annars staðar. Og það er bara ofsalega hollt. Það er óhollt að í hvert skipti sem krónan hikstar, þá hækka allir verðin. Það þýðir hærri verðbólgu fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta þessu þó þetta skeri okkur vissulega þrengri stakk en öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu IKEA Íslenska krónan Neytendur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira