Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Már Þórssynir eru orðnir leikmenn KA, félagið tilkynnti um komu þeirra í kvöld.
Tvíburarnir vöktu mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu með Dalvík/Reyni síðasta sumar, þar sem liðið vann 3. deildina, og sú frammistaða skilaði þeim þriggja ára samningi við Pepsideildarlið KA.
Nökkvi fór á reynslu til norska félagsins Valerenga eftir að tímabilinu lauk í haust og æfði með FH síðasta sumar. Þeir bræður hafa hins vegar æft með KA síðustu vikur og eru nú búnir að skrifa undir samning.
KA endaði í sjöunda sæti Pepsideildarinnar í fyrra.

