Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 17:27 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini fjármála-og efnahagsráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Bjarni fer þess á leit við stjórnirnar að þær svari innan við viku. Fjármála-og efnahagsráðuneytið sendi stofnunum þessi tilmæli í janúar árið 2017, sem síðar voru ítrekuð, um að gæta varkárni við launaákvarðanir og forðast að ráðast í miklar launabreytingar á stuttu tímabili, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði.Hluti stjórna hafi ekki farið eftir tilmælum ráðuneytisins Bréfið sem fjármálaráðherra sendi stjórnum fyrirtækja nýverið kemur fram að upplýsingar um þróun launakjara framkvæmdastjóra ýmissa félaga í eigu ríkisins bendi eindregið til þess að ekki hafi í öllum tilfellum farið eftir tilmælunum. „Svo virðist sem hluti stjórna hafi ekki tekið tillit til tilmæla ráðuneytisins um að ekki verði ákvarðað miklar launabreytingar á stuttu tímabili og að launastefna endurspegli ekki aðeins samkeppnishæfni heldur einnig hófsemi og að varfærni sé gætt í launaþróun. Sé sú raunin má ætla að gengið hafi verið á svig við ákvæði eigendastefnu,“ segir í bréfinu. Ráðherra fer fram á að stjórnir og Bankasýsla ríkisins upplýsi ráðuneytið um það hvernig brugðist hafi verið við tilmælum í bréfi ráðuneytisins frá ársbyrjun 2017. „Athygli Bankasýslu ríkisins er vakin á því að tilmælin eiga einnig við um Íslandsbanka og skal þá gerð grein fyrir með hvaða hætti ákvarðanir um laun bankastjóra tóku mið af úrskurði kjararáðs […] sem skilgreindi sambærileg viðmið um launasetningu bankastjórans og giltu um laun annarra framkvæmdastjóra félaga, þó að úrskurðurinn hafi ekki komið til framkvæmda fyrir ofangreinda lagabreytingu. Þá er óskað eftir því að Bankasýsla upplýsi hvort og með hvaða hætti starfskjarastefna Íslandsbanka tók breytingum þegar eignarhald bankans færðist frá einkaaðilum og til ríkisins,“ segir í bréfinu. Vildi ekki segja hvers vegna þeir kröfðust ekki svara fyrr Aðspurður sagði Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um af hverju slíkar fyrirspurnir hefði ekki verið sendar fyrr til ríkisbankanna en Bankasýsla ríkisins fer með eignahlut ríkisins í bönkunum. Landsbankinn að mestu verið í eigu ríkisins frá árinu 2009 en ríkið eignaðist Íslandsbanka haustið 2015. Launakjör bankastjóra ríkisbankanna hafa legið fyrir til lengri tíma. Hægt að nálgast launakjörin í ársreikningi bankanna hverju sinni. Sjá nánar: Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Hér er hægt að lesa tilmæli fjármála-og efnahagsráðuneytisins frá ársbyrjun 2017. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19 Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini fjármála-og efnahagsráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Bjarni fer þess á leit við stjórnirnar að þær svari innan við viku. Fjármála-og efnahagsráðuneytið sendi stofnunum þessi tilmæli í janúar árið 2017, sem síðar voru ítrekuð, um að gæta varkárni við launaákvarðanir og forðast að ráðast í miklar launabreytingar á stuttu tímabili, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði.Hluti stjórna hafi ekki farið eftir tilmælum ráðuneytisins Bréfið sem fjármálaráðherra sendi stjórnum fyrirtækja nýverið kemur fram að upplýsingar um þróun launakjara framkvæmdastjóra ýmissa félaga í eigu ríkisins bendi eindregið til þess að ekki hafi í öllum tilfellum farið eftir tilmælunum. „Svo virðist sem hluti stjórna hafi ekki tekið tillit til tilmæla ráðuneytisins um að ekki verði ákvarðað miklar launabreytingar á stuttu tímabili og að launastefna endurspegli ekki aðeins samkeppnishæfni heldur einnig hófsemi og að varfærni sé gætt í launaþróun. Sé sú raunin má ætla að gengið hafi verið á svig við ákvæði eigendastefnu,“ segir í bréfinu. Ráðherra fer fram á að stjórnir og Bankasýsla ríkisins upplýsi ráðuneytið um það hvernig brugðist hafi verið við tilmælum í bréfi ráðuneytisins frá ársbyrjun 2017. „Athygli Bankasýslu ríkisins er vakin á því að tilmælin eiga einnig við um Íslandsbanka og skal þá gerð grein fyrir með hvaða hætti ákvarðanir um laun bankastjóra tóku mið af úrskurði kjararáðs […] sem skilgreindi sambærileg viðmið um launasetningu bankastjórans og giltu um laun annarra framkvæmdastjóra félaga, þó að úrskurðurinn hafi ekki komið til framkvæmda fyrir ofangreinda lagabreytingu. Þá er óskað eftir því að Bankasýsla upplýsi hvort og með hvaða hætti starfskjarastefna Íslandsbanka tók breytingum þegar eignarhald bankans færðist frá einkaaðilum og til ríkisins,“ segir í bréfinu. Vildi ekki segja hvers vegna þeir kröfðust ekki svara fyrr Aðspurður sagði Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um af hverju slíkar fyrirspurnir hefði ekki verið sendar fyrr til ríkisbankanna en Bankasýsla ríkisins fer með eignahlut ríkisins í bönkunum. Landsbankinn að mestu verið í eigu ríkisins frá árinu 2009 en ríkið eignaðist Íslandsbanka haustið 2015. Launakjör bankastjóra ríkisbankanna hafa legið fyrir til lengri tíma. Hægt að nálgast launakjörin í ársreikningi bankanna hverju sinni. Sjá nánar: Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Hér er hægt að lesa tilmæli fjármála-og efnahagsráðuneytisins frá ársbyrjun 2017.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19 Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19
Bankasýslan krefst upplýsinga um laun bankastjóra Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. 12. febrúar 2019 16:42
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15