Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. febrúar 2019 08:00 Íslandspóstur hefur nýtt umframhagnað af einkarétti árin 2016 og 2017 til að mæta tapi af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýbirt yfirlit Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts ohf. (ÍSP) fyrir árið 2017 vekur spurningar um hvort verðgrundvöllur gjaldskrár innan einkaréttar hafi verið í samræmi við það sem áskilið er í lögum um póstþjónustu. Gjaldskrá einkaréttar er háð samþykki PFS. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið (SRN) sendi í upphafi desember PFS bréf þar sem óskað er skýringa á því hvernig eftirliti stofnunarinnar með ÍSP hafi verið háttað. Samkvæmt lögum er óheimilt að niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum einkaréttar nema að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta byrði af alþjónustu. Árið 2016 var afkoma einkaréttar jákvæð um rúmar 497 milljónir og árið 2017 jákvæð um 414 milljónir. Tap af samkeppni innan alþjónustu nam 1,5 milljörðum á sama tíma. Athyglisvert er að í yfirliti PFS um bókhaldslega aðskilnaðinn fyrir árin 2013-2015 er að finna setninguna „Ofangreint yfirlit sýnir að verðgrundvöllur einkaréttar er í samræmi við 16. gr. [póstþjónustulaga]“. Sá texti kemur hins vegar hvergi fyrir í yfirlitum áranna 2016 og 2017 en hagnaður þeirra ára var margfalt meiri en áranna á undan. Fjarvera textans gefur tilefni til að velta upp þeirri spurningu hvort verðgrundvöllur áranna tveggja hafi verið í andstöðu við lögin og þá hvort notendur póstþjónustu hafi verið ofrukkaðir á tímabilinu. Við þetta bætist sú staðreynd að í gjaldskrárákvörðun PFS frá nóvember 2018, þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar frekar, segir að PFS hafi íhugað að afturkalla fyrri ákvörðun sína eftir að afkoma einkaréttar árið 2016 lá fyrir. Samkvæmt lögum um PFS ber stofnuninni meðal annars skylda til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu póstrekenda og að fylgjast með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglugerðir og ákvarðanir sem um störf þeirra gilda. Í bréfi SRN til PFS, frá í byrjun desember, er kallað eftir upplýsingum um hvernig þessu eftirliti hefur verið háttað. „Með vísan til þess að upplýsingar hafa komið fram um bága fjárhagsstöðu ÍSP sem er alþjónustuveitandi hér á landi er þess farið á leit að stofnunin upplýsi ráðuneytið um það hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda á íslenskum markaði hefur verið háttað undanfarin fimm ár,“ segir í bréfinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira
Nýbirt yfirlit Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts ohf. (ÍSP) fyrir árið 2017 vekur spurningar um hvort verðgrundvöllur gjaldskrár innan einkaréttar hafi verið í samræmi við það sem áskilið er í lögum um póstþjónustu. Gjaldskrá einkaréttar er háð samþykki PFS. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið (SRN) sendi í upphafi desember PFS bréf þar sem óskað er skýringa á því hvernig eftirliti stofnunarinnar með ÍSP hafi verið háttað. Samkvæmt lögum er óheimilt að niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum einkaréttar nema að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta byrði af alþjónustu. Árið 2016 var afkoma einkaréttar jákvæð um rúmar 497 milljónir og árið 2017 jákvæð um 414 milljónir. Tap af samkeppni innan alþjónustu nam 1,5 milljörðum á sama tíma. Athyglisvert er að í yfirliti PFS um bókhaldslega aðskilnaðinn fyrir árin 2013-2015 er að finna setninguna „Ofangreint yfirlit sýnir að verðgrundvöllur einkaréttar er í samræmi við 16. gr. [póstþjónustulaga]“. Sá texti kemur hins vegar hvergi fyrir í yfirlitum áranna 2016 og 2017 en hagnaður þeirra ára var margfalt meiri en áranna á undan. Fjarvera textans gefur tilefni til að velta upp þeirri spurningu hvort verðgrundvöllur áranna tveggja hafi verið í andstöðu við lögin og þá hvort notendur póstþjónustu hafi verið ofrukkaðir á tímabilinu. Við þetta bætist sú staðreynd að í gjaldskrárákvörðun PFS frá nóvember 2018, þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar frekar, segir að PFS hafi íhugað að afturkalla fyrri ákvörðun sína eftir að afkoma einkaréttar árið 2016 lá fyrir. Samkvæmt lögum um PFS ber stofnuninni meðal annars skylda til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu póstrekenda og að fylgjast með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglugerðir og ákvarðanir sem um störf þeirra gilda. Í bréfi SRN til PFS, frá í byrjun desember, er kallað eftir upplýsingum um hvernig þessu eftirliti hefur verið háttað. „Með vísan til þess að upplýsingar hafa komið fram um bága fjárhagsstöðu ÍSP sem er alþjónustuveitandi hér á landi er þess farið á leit að stofnunin upplýsi ráðuneytið um það hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda á íslenskum markaði hefur verið háttað undanfarin fimm ár,“ segir í bréfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira