Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2019 22:13 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/daníel Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. Stjarnan tapaði með átta marka mun fyrir FH í Olísdeild karla í kvöld. „Þetta var nokkuð sannfærandi tap. Við vorum alltof hægir og fellur allt í sundur hjá okkur, eitt af öðru. Varnarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en það fjaraði undan honum líka,“ sagði Rúnar. „Við gerum líka allt of mörg mistök í seinni hálfleik sem gefur FH færi á að skora mörk úr hraðaupphlaupum sem er þeirra sterkasta vopn. Þeir stjórnuðu leiknum frá a til ö.“ Rúnar segir að það sé sérstakt áhyggjuefni hversu lítill hraði það er í leik Stjörnumanna. „Við spilum boltanum illa á milli okkar, viljinn til að hlaupa er nánast enginn, allt er gert á hálfum hraða og menn reikna frekar með því að einhver annar geri hlutina fyrir þá. Þetta er í grunninn of hægt og of lélegt.“ Fram undan er bikarhlé á deildinni og Rúnar fagnar því. „Einhvern tímann hefði maður blótað því en það er ágætt að fá það núna. Strákarnir hafa sýnt að þeir geta spilað hraðan bolta og þeir þurfa að gera það aftur. Við þurfum að laga það í þessari pásu.“ Stjarnan hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og Rúnar segir ljóst að það er fallbarátta framundan, nema að eitthvað breytist verulega hjá hans mönnum. „Mér varð ljóst eftir tapið gegn ÍBV fyrir jól að þetta væri ekki bara spurning um að komast í úrslitakeppnina, heldur að losna við fallbaráttu. Nú höfum við ekki verið að spila vel í nokkuð langan tíma og við þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. Stjarnan tapaði með átta marka mun fyrir FH í Olísdeild karla í kvöld. „Þetta var nokkuð sannfærandi tap. Við vorum alltof hægir og fellur allt í sundur hjá okkur, eitt af öðru. Varnarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en það fjaraði undan honum líka,“ sagði Rúnar. „Við gerum líka allt of mörg mistök í seinni hálfleik sem gefur FH færi á að skora mörk úr hraðaupphlaupum sem er þeirra sterkasta vopn. Þeir stjórnuðu leiknum frá a til ö.“ Rúnar segir að það sé sérstakt áhyggjuefni hversu lítill hraði það er í leik Stjörnumanna. „Við spilum boltanum illa á milli okkar, viljinn til að hlaupa er nánast enginn, allt er gert á hálfum hraða og menn reikna frekar með því að einhver annar geri hlutina fyrir þá. Þetta er í grunninn of hægt og of lélegt.“ Fram undan er bikarhlé á deildinni og Rúnar fagnar því. „Einhvern tímann hefði maður blótað því en það er ágætt að fá það núna. Strákarnir hafa sýnt að þeir geta spilað hraðan bolta og þeir þurfa að gera það aftur. Við þurfum að laga það í þessari pásu.“ Stjarnan hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og Rúnar segir ljóst að það er fallbarátta framundan, nema að eitthvað breytist verulega hjá hans mönnum. „Mér varð ljóst eftir tapið gegn ÍBV fyrir jól að þetta væri ekki bara spurning um að komast í úrslitakeppnina, heldur að losna við fallbaráttu. Nú höfum við ekki verið að spila vel í nokkuð langan tíma og við þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30