Vonandi ekki skúffuskýrsla í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2019 12:45 Haraldur í ræðustóli á íbúafundinum á Selfossi en hann vann stjórnsýsluúttektina fyrir Sveitarfélagið Árborg. Magnús Hlynur Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur skilað af sér tvö hundruð blaðsíðna skýrslu sem inniheldur stjórnsýsluúttekt á Sveitarfélaginu Árborg. Í skýrslunni leggur hann til hundrað þrjátíu og tvær tillögur að úrbótum í ýmsum málaflokkum sveitarfélagsins. Haraldur vonar að skýrslan verði ekki skúffuskýrsla. Um 70 íbúar mættu á opinn fund í Hótel Selfossi í vikunni þar sem Haraldur kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar. Skýrslan er þó enn trúnaðarmál og verður ekki birt opinberlega fyrr en í lok mánaðarins, eða þegar bæjarfulltrúarnir níu verða búnir að kynna sér niðurstöðuna. Haraldur fór vel yfir fjármál sveitarfélagsins í sinni úttekt. „Ég myndi segja að fjármálastaða sveitarfélagsins er þokkaleg. Skuldastaða er nokkuð góð miðað við önnur sveitarfélög en það er ýmislegt, sem hægt er að gera í rekstrinum“, segir Haraldur. Hann hrósar starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega. „Það er mikill metnaður í starfsmönnum sveitarfélagsins og mér finnst mannauður, sem felst í starfsmönnum vera mjög mikill og góður, það er ánægjulegt að hafa fengið að kynnast því". Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi.Magnús HlynurÍbúum í Árborg hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár en frá 2009 hefur íbúum fjölgað um 13,5 prósent. Haraldur leggur fram 132 atriði í skýrslunni um hitta og þetta sem mætti bæta eða taka til athuganir í rekstri Árborgar. „Já, það er rétt, sumar eru kannski ekki stórar en aðrar vega þyngra. Í skýrslunni vel ég það að leggja fleiri tillögur en færri og síðan er það bæjarstjórnar og starfsmanna að vinna úr því. En verður þetta skúffuskýrsla? „Ég vona ekki, ég vona ekki, reynslan mín hefur verið sú að þar sem að svona gríðarleg úttekt hefur farið fram að það hefur verið unnið eftir þeim“, segir Haraldur. Árborg Sv.félög Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira
Haraldur L. Haraldsson, hagfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur skilað af sér tvö hundruð blaðsíðna skýrslu sem inniheldur stjórnsýsluúttekt á Sveitarfélaginu Árborg. Í skýrslunni leggur hann til hundrað þrjátíu og tvær tillögur að úrbótum í ýmsum málaflokkum sveitarfélagsins. Haraldur vonar að skýrslan verði ekki skúffuskýrsla. Um 70 íbúar mættu á opinn fund í Hótel Selfossi í vikunni þar sem Haraldur kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar. Skýrslan er þó enn trúnaðarmál og verður ekki birt opinberlega fyrr en í lok mánaðarins, eða þegar bæjarfulltrúarnir níu verða búnir að kynna sér niðurstöðuna. Haraldur fór vel yfir fjármál sveitarfélagsins í sinni úttekt. „Ég myndi segja að fjármálastaða sveitarfélagsins er þokkaleg. Skuldastaða er nokkuð góð miðað við önnur sveitarfélög en það er ýmislegt, sem hægt er að gera í rekstrinum“, segir Haraldur. Hann hrósar starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega. „Það er mikill metnaður í starfsmönnum sveitarfélagsins og mér finnst mannauður, sem felst í starfsmönnum vera mjög mikill og góður, það er ánægjulegt að hafa fengið að kynnast því". Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi.Magnús HlynurÍbúum í Árborg hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár en frá 2009 hefur íbúum fjölgað um 13,5 prósent. Haraldur leggur fram 132 atriði í skýrslunni um hitta og þetta sem mætti bæta eða taka til athuganir í rekstri Árborgar. „Já, það er rétt, sumar eru kannski ekki stórar en aðrar vega þyngra. Í skýrslunni vel ég það að leggja fleiri tillögur en færri og síðan er það bæjarstjórnar og starfsmanna að vinna úr því. En verður þetta skúffuskýrsla? „Ég vona ekki, ég vona ekki, reynslan mín hefur verið sú að þar sem að svona gríðarleg úttekt hefur farið fram að það hefur verið unnið eftir þeim“, segir Haraldur.
Árborg Sv.félög Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Sjá meira