Útrýma megi barnafátækt á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 20:00 Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt í dag en hún fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016.„Staða íslenskra barna er almennt mjög góð þegar við berum okkur saman við önnur lönd en það eru hins vegar ákveðin vandamál sem virðast vera óleyst eins og það að fátækt virðist vera tiltölulega algeng meðal barna einstæðra foreldra og barna öryrkja,“ segir Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og höfundur skýrslunnar. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall barna á Íslandi búi við fátækt enda geti það farið eftir því hvernig fátækt er mæld. „Það er ofboðslega erfitt að meta það með einhverri nákvæmni, það fer eftir því hvaða mælingar við erum að nota. En mælingar svona benda til þess að það sé einhvers staðar kannski á bilinu 10-15%“ Miðast það við hlutfall barna á heimilum sem búa við fjárhagsþrengingar samkvæmt skilgreiningu Eurostat. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson vann skýrsluna.Vísir/BaldurÞótt ýmislegt mætti betur fara kemur Ísland heilt yfir vel út í erlendum samanburði. „Hins vegar er íslensk fjölskyldustefna frekar veik. Við verjum ekkert rosalega miklum fjármunum, hvorki í barnabætur eða fæðingarorlof og jafnvel daggæslan okkar, þar erum við eftirbátar Norðurlandanna,“ segir Kolbeinn. Hann vill meina að hægt sé að útrýma barnafátækt á Íslandi en skýrslunni eru settar fram fjórar tillögur um að draga megi úr barnafátækt með því að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og daggæslu, auka tilfærslur til einstæðra foreldra, Bjóða ókeypis skólamáltíðir og auka niðurgreiðslu tómstundastarfs fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar. „Börn eru dálítið í sérstöðu þegar kemur að fátæktarumræðunni. Fólk getur deilt um það hvort að fólk beri ábyrgð á eigin fátækt eða ekki, börn bera aldrei ábyrgð á eigin fátækt,“ segir Kolbeinn. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Lífskjör barna á Íslandi eru góð í alþjóðlegum samanburði en Ísland er eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að fjárveitingum til fæðingarorlofs, barnabóta eða daggæslu samkvæmt nýrri rannsókn. Félagsfræðingur segir vel hægt að útrýma barnafátækt á Íslandi. Skýrslan var kynnt í dag en hún fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016.„Staða íslenskra barna er almennt mjög góð þegar við berum okkur saman við önnur lönd en það eru hins vegar ákveðin vandamál sem virðast vera óleyst eins og það að fátækt virðist vera tiltölulega algeng meðal barna einstæðra foreldra og barna öryrkja,“ segir Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og höfundur skýrslunnar. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um það hversu hátt hlutfall barna á Íslandi búi við fátækt enda geti það farið eftir því hvernig fátækt er mæld. „Það er ofboðslega erfitt að meta það með einhverri nákvæmni, það fer eftir því hvaða mælingar við erum að nota. En mælingar svona benda til þess að það sé einhvers staðar kannski á bilinu 10-15%“ Miðast það við hlutfall barna á heimilum sem búa við fjárhagsþrengingar samkvæmt skilgreiningu Eurostat. Félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson vann skýrsluna.Vísir/BaldurÞótt ýmislegt mætti betur fara kemur Ísland heilt yfir vel út í erlendum samanburði. „Hins vegar er íslensk fjölskyldustefna frekar veik. Við verjum ekkert rosalega miklum fjármunum, hvorki í barnabætur eða fæðingarorlof og jafnvel daggæslan okkar, þar erum við eftirbátar Norðurlandanna,“ segir Kolbeinn. Hann vill meina að hægt sé að útrýma barnafátækt á Íslandi en skýrslunni eru settar fram fjórar tillögur um að draga megi úr barnafátækt með því að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og daggæslu, auka tilfærslur til einstæðra foreldra, Bjóða ókeypis skólamáltíðir og auka niðurgreiðslu tómstundastarfs fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar. „Börn eru dálítið í sérstöðu þegar kemur að fátæktarumræðunni. Fólk getur deilt um það hvort að fólk beri ábyrgð á eigin fátækt eða ekki, börn bera aldrei ábyrgð á eigin fátækt,“ segir Kolbeinn.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira