Ekki farið að öllum verklagsreglum í kynferðisbrotamáli fatlaðrar konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. febrúar 2019 19:00 Ekki var farið að öllum verklagsreglum þegar skýrsla var tekin af ungri fatlaðri konu eftir að grunur vaknaði um að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri Velferðarsviðs borgarinnar harmar málið sem sé litið mjög alvarlegum augum. Á dögunum greindum við frá því að starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk á vegum Reykjavíkurborgar væri til rannsóknar hjá lögreglu, grunaður um kynferðisbrot gegn ungri konur sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst þegar starfsmaðurinn baðaði konuna en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Móðir konunnar sagði í fréttum okkar í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Dóttir hennar hafi verið boðuð í skýrslutöku hjá borginni sem hafi verið staðið ófagmannalega að og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, harmar það og segir að ákveðnum ferlum sé fylgt í málum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið gegn fötluðu fólki. „Nú í þessu máli þá er farið eftir verklagsreglum nema, og mér þykir það mjög miður, að réttagæslumaður var ekki kallaður til.“ „En ég er hugsi eftir að þetta mál kom upp hvort að við þurfum ekki að fá ákveðna lagabreytingu og setja upp starfsemi sem er svipuð og barnahús varðandi fatlaða einstaklinga,“ segir Regína en í barnaverndarmálum eru kynferðisbrot strax tilkynnt til lögreglu. Hún sé sammála móðurinni um að það sé öruggari leið að lögregla taki fyrsta viðtalið til að fá réttustu myndina af atburðarásinni. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Móðir konunnar segir að það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunar dóttur sinnar. 27. febrúar 2019 19:00 Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Ekki var farið að öllum verklagsreglum þegar skýrsla var tekin af ungri fatlaðri konu eftir að grunur vaknaði um að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri Velferðarsviðs borgarinnar harmar málið sem sé litið mjög alvarlegum augum. Á dögunum greindum við frá því að starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk á vegum Reykjavíkurborgar væri til rannsóknar hjá lögreglu, grunaður um kynferðisbrot gegn ungri konur sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst þegar starfsmaðurinn baðaði konuna en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Móðir konunnar sagði í fréttum okkar í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Dóttir hennar hafi verið boðuð í skýrslutöku hjá borginni sem hafi verið staðið ófagmannalega að og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, harmar það og segir að ákveðnum ferlum sé fylgt í málum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið gegn fötluðu fólki. „Nú í þessu máli þá er farið eftir verklagsreglum nema, og mér þykir það mjög miður, að réttagæslumaður var ekki kallaður til.“ „En ég er hugsi eftir að þetta mál kom upp hvort að við þurfum ekki að fá ákveðna lagabreytingu og setja upp starfsemi sem er svipuð og barnahús varðandi fatlaða einstaklinga,“ segir Regína en í barnaverndarmálum eru kynferðisbrot strax tilkynnt til lögreglu. Hún sé sammála móðurinni um að það sé öruggari leið að lögregla taki fyrsta viðtalið til að fá réttustu myndina af atburðarásinni.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Móðir konunnar segir að það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunar dóttur sinnar. 27. febrúar 2019 19:00 Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Móðir konunnar segir að það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunar dóttur sinnar. 27. febrúar 2019 19:00
Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30