Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 25-24 │ Mikilvæg tvö stig ÍR Guðlaugur Valgeirsson skrifar 28. febrúar 2019 21:45 vísir/bára ÍR tók á móti KA í kvöld í 17.umferð Olís deildar karla. Leikurinn fór fram í Austurbergi og lauk með sigri heimamanna, 25-24 eftir æsispennandi lokamínútur. ÍR-ingar byrjuðu betur í kvöld og það var mikil barátta í liðinu og það sást vel að hausinn var ekki kominn í höllina þar sem þeir taka þátt í Final Four bikarhelginni eftir viku. Þeir náðu snemma fjögurra marka forystu og héldu henni út hálfleikinn, staðan í hálfleik, 16-12. ÍR-ingar byrjuðu einnig betur í síðari hálfleik og komust í sex marka forystu þegar aðeins 15 mínútur voru eftir. En þá náðu KA menn að finna lausn við ÍR-ingum. ÍR náði ekki að skora mark næstu sex mínúturnar og KA minnkaði muninn í fjögur mörk. ÍR hélt þó KA frá sér allt þar til rétt rúmar 2 mínútur eftir þegar munurinn var allt í einu kominn í 2 mörk. En þegar KA gat minnkað í eitt mark þá klikkuðu þeir á tækifærinu. Því fór sem fór og Björgvin Hólmgeirsson tryggðu sínum mönnum sigurinn þegar hann kom sínum mönnum tveim mörkum yfir þegar aðeins 10 sekúndur voru eftir. Fullkomlega sanngjarn sigur ÍR-inga þegar uppi var staðið. Af hverju vann ÍR? Þeir voru einfaldlega grimmari og ákveðnari í bæði vörn og sókn. Sóknin hjá liðinu gekk frábærlega í 45 mínútur og þeir fengu framlag frá mörgum mönnum. Stephen Nielsen varði vel og vörnin var einnig mjög sterk sem hjálpaði honum. Hverjir stóðu upp úr? Bestir í liði heimamanna var markmaðurinn Stephen Nielsen og Pétur Árni Hauksson. Stephen varði 21 skot eða rétt um 47% markvörslu og Pétur skoraði 6 mörk úr 7 skotum og fiskaði 3 víti að auki. Hjá gestunum var Jovan Kukobat fínn í markinu met 13 varin skot þar af 2 víti. Markahæstur hjá þeim var Áki Egilsnes með 5 mörk þar af 3 úr vítum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA-manna var mjög einhæfur og oft á tíðum tók Tarik Kasumovic skot upp úr engu. Áki Egilsnes tapaði alltof mörgum boltum og þetta var vondur dagur hjá honum. Varnarleikur KA í fyrri hálfleikur var ekki góður en þeir fengu 5 brottvísanir í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? ÍR-ingar eru á leiðinni í bikarhelgina miklu eftir viku þar sem þeir mæta FH næstkomandi föstudag. KA-menn fara í smá pásu en þeir taka á móti Selfossi þann 18.mars næstkomandi. Bjarni: Ég var mjög stressaður í lokin Bjarni Fritzson þjálfari ÍR var gífurlega ánægður eftir sigur sinna manna gegn KA í kvöld. „Ég er mjög ánægður hvernig leikurinn endaði. Við spiluðum mjög vel í 55 mínútur en ég var mjög stressaður í lokin. Ég var búinn með bæði leikhléin og þegar þeir fóru í maður á mann þá breyttist leikurinn en Bjöggi skoraði “clutch” mark og hann er þannig leikmaður”. Það var alveg augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn ÍR voru ekki komnir með hausinn í höllina en ÍR-ingar eru á leiðinni í Final Four sem fer fram í næstu viku. „Nei við vorum ekkert að fara fram úr okkur og ég hef sagt það áður í viðtölum að við erum að spila vel og við erum að bæta varnarleikinn sérstaklega. Við erum með fullt af sóknarvopnum. Við lentum í smá vandræðum í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður að við höfum verið að halda fókus á hvert verkefni fyrir sig.” Bjarni var mjög ánægður með Pétur Árna Hauksson í dag en hann var með betri mönnum vallarins eftir smá ströggl í seinasta leik. „Pétur er búinn að vera fljúga í vetur, þvílík bæting hjá honum og hann er að verða hrikalega flottur leikmaður og á eftir að verða ennþá betri. Hann er að sýna jafnframt hvað hann er sterkur karakter sem stígur upp þegar þarf.” Bjarni sagði að það væri mikil tilhlökkun fyrir Final four og að hann vonaðist eftir breyttum úrslitum gegn FH í þetta sinn. „Það er mjög fyndið að í vetur höfum við lent í ótrúlegustu meiðslum en í fyrsta skipti í vetur kvartaði enginn vegna meiðsla eftir bikarleikinn gegn ÍBV. Allir klárir og það er frábært. Þessi helgi kryddar tilveruna og við munum gefa allt í þetta.” „Ég tel mig hafa fundið góðar lausnir á FH-ingum fyrir seinasta leik en við vorum að klikka dauðafærum og fengum ekki góða markvörslu en við munum þekkja allt hjá FH-ingum vonandi,” sagði Bjarni að lokum. Stefán: Erfiður leikur að dæma Stefán Árnason þjálfari KA var svekktur eftir tap sinna manna og segir að sínir menn hafi ætlað sér meira í kvöld. „Hrikalega svekkjandi tap og við ætluðum klárlega að fá eitthvað út úr þessum leik en við gáfumst ekki upp. Það má segja að við höfum runnið út á tíma og ég er viss um það að ef það hefði verið mínúta eftir þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö.” „ÍR var í miklum vandræðum með að skora seinustu mínúturnar og við vorum með þá en því miður þá runnum við út á tíma.” Stefán hrósaði ÍR-ingum eftir leik og sagði þá hafa verið hrikalega erfiða við að eiga og þeir hafi verið mjög beittir. „ÍR-ingarnir voru mjög góðir í dag og hrikalega beittir sóknarlega framan af. Við vorum aðeins of lengi að fá vörnina til að virka og lentum því miður of mikið undir en við breytum áherslum og ég var ánægður með hugarfarið og framlagið hjá strákunum.” Þrátt fyrir erfitt kvöld í kvöld þá voru KA-menn ekkert að taka Áka Egilsnes útaf en Stefán sagði það einfaldlega vegna þess að hann var að skila góðu varnarhlutverki og hann hafi vaxið betur inn í leikinn þegar leið á. Stefán vildi lítið segja um dómgæsluna í kvöld en hann leit ekkert út fyrir að vera sérstaklega sáttur á tímabili í leiknum. „Það hefur ekkert upp á sig að tala um dómarana. Þetta var erfiður leikur að dæma og bæði lið ætluðu sér mikið.” Stefán sagði að lokum að markmið númer 1, 2 og 3 er ennþá að tryggja sæti sitt í deildinni. Úrslitakeppnin væri bara bónus. „Við ætlum bara að halda áfram. Við erum nýliðar og erum bara með í baráttunni. Við ætlum bara sjá hverju spilamennska okkar skilar okkur. Margt í kvöld var skref í rétta átt og það var enginn aumingjaskapur í okkur í kvöld,” sagði Stefán að lokum. Pétur: Fínt að svara eftir erfiðan leik. Pétur Árni Hauksson leikmaður ÍR var mjög sáttur með sigur liðsins á KA í kvöld. „Við vildum þetta meira í kvöld, ég held að það hafi bara verið munurinn í kvöld. Ég var smá stressaður í lokin en Bjöggi kom með “clutch” mark og kláraði þetta fyrir okkur.” Hann var mjög sáttur með hvernig hann steig upp í kvöld eftir að hafa verið í ströggli gegn FH í seinustu umferð. „Já það er fínt að svara svona eftir erfiðan leik seinast og sýna karakter og stíga upp.” Pétur sagði að lokum að þeir séu mjög spenntir fyrir bikarleiknum gegn FH. „Fengum FH aftur og það verður vonandi hörkuleikur. Við þurfum bara að gera eins og við gerðum gegn ÍBV í 8 liða, spiluðum við þá í deildinni rétt fyrir bikarleikinn og kortlögðum þá vel í seinni leiknum, þurfum að gera eins gegn FH,” sagði Pétur að lokum. Olís-deild karla
ÍR tók á móti KA í kvöld í 17.umferð Olís deildar karla. Leikurinn fór fram í Austurbergi og lauk með sigri heimamanna, 25-24 eftir æsispennandi lokamínútur. ÍR-ingar byrjuðu betur í kvöld og það var mikil barátta í liðinu og það sást vel að hausinn var ekki kominn í höllina þar sem þeir taka þátt í Final Four bikarhelginni eftir viku. Þeir náðu snemma fjögurra marka forystu og héldu henni út hálfleikinn, staðan í hálfleik, 16-12. ÍR-ingar byrjuðu einnig betur í síðari hálfleik og komust í sex marka forystu þegar aðeins 15 mínútur voru eftir. En þá náðu KA menn að finna lausn við ÍR-ingum. ÍR náði ekki að skora mark næstu sex mínúturnar og KA minnkaði muninn í fjögur mörk. ÍR hélt þó KA frá sér allt þar til rétt rúmar 2 mínútur eftir þegar munurinn var allt í einu kominn í 2 mörk. En þegar KA gat minnkað í eitt mark þá klikkuðu þeir á tækifærinu. Því fór sem fór og Björgvin Hólmgeirsson tryggðu sínum mönnum sigurinn þegar hann kom sínum mönnum tveim mörkum yfir þegar aðeins 10 sekúndur voru eftir. Fullkomlega sanngjarn sigur ÍR-inga þegar uppi var staðið. Af hverju vann ÍR? Þeir voru einfaldlega grimmari og ákveðnari í bæði vörn og sókn. Sóknin hjá liðinu gekk frábærlega í 45 mínútur og þeir fengu framlag frá mörgum mönnum. Stephen Nielsen varði vel og vörnin var einnig mjög sterk sem hjálpaði honum. Hverjir stóðu upp úr? Bestir í liði heimamanna var markmaðurinn Stephen Nielsen og Pétur Árni Hauksson. Stephen varði 21 skot eða rétt um 47% markvörslu og Pétur skoraði 6 mörk úr 7 skotum og fiskaði 3 víti að auki. Hjá gestunum var Jovan Kukobat fínn í markinu met 13 varin skot þar af 2 víti. Markahæstur hjá þeim var Áki Egilsnes með 5 mörk þar af 3 úr vítum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA-manna var mjög einhæfur og oft á tíðum tók Tarik Kasumovic skot upp úr engu. Áki Egilsnes tapaði alltof mörgum boltum og þetta var vondur dagur hjá honum. Varnarleikur KA í fyrri hálfleikur var ekki góður en þeir fengu 5 brottvísanir í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? ÍR-ingar eru á leiðinni í bikarhelgina miklu eftir viku þar sem þeir mæta FH næstkomandi föstudag. KA-menn fara í smá pásu en þeir taka á móti Selfossi þann 18.mars næstkomandi. Bjarni: Ég var mjög stressaður í lokin Bjarni Fritzson þjálfari ÍR var gífurlega ánægður eftir sigur sinna manna gegn KA í kvöld. „Ég er mjög ánægður hvernig leikurinn endaði. Við spiluðum mjög vel í 55 mínútur en ég var mjög stressaður í lokin. Ég var búinn með bæði leikhléin og þegar þeir fóru í maður á mann þá breyttist leikurinn en Bjöggi skoraði “clutch” mark og hann er þannig leikmaður”. Það var alveg augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn ÍR voru ekki komnir með hausinn í höllina en ÍR-ingar eru á leiðinni í Final Four sem fer fram í næstu viku. „Nei við vorum ekkert að fara fram úr okkur og ég hef sagt það áður í viðtölum að við erum að spila vel og við erum að bæta varnarleikinn sérstaklega. Við erum með fullt af sóknarvopnum. Við lentum í smá vandræðum í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður að við höfum verið að halda fókus á hvert verkefni fyrir sig.” Bjarni var mjög ánægður með Pétur Árna Hauksson í dag en hann var með betri mönnum vallarins eftir smá ströggl í seinasta leik. „Pétur er búinn að vera fljúga í vetur, þvílík bæting hjá honum og hann er að verða hrikalega flottur leikmaður og á eftir að verða ennþá betri. Hann er að sýna jafnframt hvað hann er sterkur karakter sem stígur upp þegar þarf.” Bjarni sagði að það væri mikil tilhlökkun fyrir Final four og að hann vonaðist eftir breyttum úrslitum gegn FH í þetta sinn. „Það er mjög fyndið að í vetur höfum við lent í ótrúlegustu meiðslum en í fyrsta skipti í vetur kvartaði enginn vegna meiðsla eftir bikarleikinn gegn ÍBV. Allir klárir og það er frábært. Þessi helgi kryddar tilveruna og við munum gefa allt í þetta.” „Ég tel mig hafa fundið góðar lausnir á FH-ingum fyrir seinasta leik en við vorum að klikka dauðafærum og fengum ekki góða markvörslu en við munum þekkja allt hjá FH-ingum vonandi,” sagði Bjarni að lokum. Stefán: Erfiður leikur að dæma Stefán Árnason þjálfari KA var svekktur eftir tap sinna manna og segir að sínir menn hafi ætlað sér meira í kvöld. „Hrikalega svekkjandi tap og við ætluðum klárlega að fá eitthvað út úr þessum leik en við gáfumst ekki upp. Það má segja að við höfum runnið út á tíma og ég er viss um það að ef það hefði verið mínúta eftir þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö.” „ÍR var í miklum vandræðum með að skora seinustu mínúturnar og við vorum með þá en því miður þá runnum við út á tíma.” Stefán hrósaði ÍR-ingum eftir leik og sagði þá hafa verið hrikalega erfiða við að eiga og þeir hafi verið mjög beittir. „ÍR-ingarnir voru mjög góðir í dag og hrikalega beittir sóknarlega framan af. Við vorum aðeins of lengi að fá vörnina til að virka og lentum því miður of mikið undir en við breytum áherslum og ég var ánægður með hugarfarið og framlagið hjá strákunum.” Þrátt fyrir erfitt kvöld í kvöld þá voru KA-menn ekkert að taka Áka Egilsnes útaf en Stefán sagði það einfaldlega vegna þess að hann var að skila góðu varnarhlutverki og hann hafi vaxið betur inn í leikinn þegar leið á. Stefán vildi lítið segja um dómgæsluna í kvöld en hann leit ekkert út fyrir að vera sérstaklega sáttur á tímabili í leiknum. „Það hefur ekkert upp á sig að tala um dómarana. Þetta var erfiður leikur að dæma og bæði lið ætluðu sér mikið.” Stefán sagði að lokum að markmið númer 1, 2 og 3 er ennþá að tryggja sæti sitt í deildinni. Úrslitakeppnin væri bara bónus. „Við ætlum bara að halda áfram. Við erum nýliðar og erum bara með í baráttunni. Við ætlum bara sjá hverju spilamennska okkar skilar okkur. Margt í kvöld var skref í rétta átt og það var enginn aumingjaskapur í okkur í kvöld,” sagði Stefán að lokum. Pétur: Fínt að svara eftir erfiðan leik. Pétur Árni Hauksson leikmaður ÍR var mjög sáttur með sigur liðsins á KA í kvöld. „Við vildum þetta meira í kvöld, ég held að það hafi bara verið munurinn í kvöld. Ég var smá stressaður í lokin en Bjöggi kom með “clutch” mark og kláraði þetta fyrir okkur.” Hann var mjög sáttur með hvernig hann steig upp í kvöld eftir að hafa verið í ströggli gegn FH í seinustu umferð. „Já það er fínt að svara svona eftir erfiðan leik seinast og sýna karakter og stíga upp.” Pétur sagði að lokum að þeir séu mjög spenntir fyrir bikarleiknum gegn FH. „Fengum FH aftur og það verður vonandi hörkuleikur. Við þurfum bara að gera eins og við gerðum gegn ÍBV í 8 liða, spiluðum við þá í deildinni rétt fyrir bikarleikinn og kortlögðum þá vel í seinni leiknum, þurfum að gera eins gegn FH,” sagði Pétur að lokum.