Ferrari hraðir þrátt fyrir óhapp Bragi Þórðarson skrifar 28. febrúar 2019 16:00 Ferrari bíllinn er hraður í ár vísir/getty Prófanir fyrir komandi Formúlu 1 tímabil eru vel á veg komnar. Liðin fá alls átta daga á brautinni í Katalóníu til að prófa nýju bíla sína áður en þau halda til Ástralíu fyrir fyrstu keppni ársins. Ferrari ökuþórinn Sebastian Vettel hefur hrósað nýja SF90 bílnum hástert eftir vel heppnaðar prófanir í síðustu viku. Ferrari liðið hefur haldið uppteknum hætti núna í seinni viku prófana. Vettel og liðsfélagi hans, Charles Leclerc hafa báðir náð hröðustu tímum. Vettel lenti þó í óhappi á brautinni í gær er bilun kom upp í SF90 bílnum. Þá skaust bíllinn útaf brautinni í þriðju beygju og lenti harkalega á dekkjarvegg. Vettel slapp ómeiddur en þurfti þó að fara í læknisskoðun, slíkir voru kraftarnir í árekstrinum. Fimmföldu heimsmeistararnir í Mercedes komu með mikið uppfærðan bíl á brautina á þriðjudaginn. Bæði Lewis Hamilton og Valtteri Bottas hafa náð að klára mjög marga hringi í W10 bílnum en hafa þó hvorugir náð hraðasta tíma í vikunni. Útlitið er gott bæði fyrir McLaren og Toro Rosso en bæði lið hafa reglulega náð góðum tímum í sólinni á Spáni. Síðasti dagur prófanna verður á morgun en nú eru aðeins 18 dagar í fyrsta kappakstur ársins Formúla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Prófanir fyrir komandi Formúlu 1 tímabil eru vel á veg komnar. Liðin fá alls átta daga á brautinni í Katalóníu til að prófa nýju bíla sína áður en þau halda til Ástralíu fyrir fyrstu keppni ársins. Ferrari ökuþórinn Sebastian Vettel hefur hrósað nýja SF90 bílnum hástert eftir vel heppnaðar prófanir í síðustu viku. Ferrari liðið hefur haldið uppteknum hætti núna í seinni viku prófana. Vettel og liðsfélagi hans, Charles Leclerc hafa báðir náð hröðustu tímum. Vettel lenti þó í óhappi á brautinni í gær er bilun kom upp í SF90 bílnum. Þá skaust bíllinn útaf brautinni í þriðju beygju og lenti harkalega á dekkjarvegg. Vettel slapp ómeiddur en þurfti þó að fara í læknisskoðun, slíkir voru kraftarnir í árekstrinum. Fimmföldu heimsmeistararnir í Mercedes komu með mikið uppfærðan bíl á brautina á þriðjudaginn. Bæði Lewis Hamilton og Valtteri Bottas hafa náð að klára mjög marga hringi í W10 bílnum en hafa þó hvorugir náð hraðasta tíma í vikunni. Útlitið er gott bæði fyrir McLaren og Toro Rosso en bæði lið hafa reglulega náð góðum tímum í sólinni á Spáni. Síðasti dagur prófanna verður á morgun en nú eru aðeins 18 dagar í fyrsta kappakstur ársins
Formúla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira