Handbolti

Hansen ekki tapað leik á árinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hansen fagnar heimsmeistaratitlinum á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Það er búið að vera gaman hjá honum í upphafi árs.
Hansen fagnar heimsmeistaratitlinum á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Það er búið að vera gaman hjá honum í upphafi árs. vísir/getty
Árið 2019 virðist ætla að verða árið hans Mikkel Hansen en byrjunin á árinu hjá honum er algjörlega ótrúleg.

Hann er búinn að fara í gegnum heilt stórmót með danska landsliðinu og spila nokkra leiki með PSG en hefur ekki enn tapað leik.

17 leiki er Hansen búinn að spila á árinu og hann er alltaf í sigurliði. Hann varð heimsmeistari með Dönum og valinn besti leikmaður HM.

Hann er að skora 6,4 mörk að meðaltali í leik það sem af er árinu og er með skotnýtingu upp á 67,7 prósent. Magnað. Hann varð svo faðir rétt fyrir HM og hefur því aldrei tapað sem faðir. Þetta er alvöru byrjun á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×