Börnum í íslensku samfélagi mismunað Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:00 Margrét Júlía Rafnsdóttir. „Barnasáttmálinn er tæki fyrir sveitarfélög og alla aðila sem eru að vinna að málefnum barna og með börnum að hafa sem leiðarljós í öllu starfi. Þegar sveitarfélög ákveða að innleiða sáttmálann, þurfa þau að tryggja réttindi allra barna, í öllu starfi á vegum sveitarfélagsins,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Hún segir að börnum í íslensku samfélagi sé í dag mismunað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. „Börn bera ekki ábyrgð á við hvaða aðstæður þau búa. Við verðum að tryggja öllum börnum grundvallarmannréttindi óháð stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Efnahagsleg staða foreldra á ekki að koma í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum,“ segir Margrét Júlía. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi barna, ábyrgð og skyldur stjórnvalda, svo og ábyrgð foreldra. Samfélagið verði að búa svo um hnútana að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum og hlúð vel að börnum sínum. „Sem dæmi má nefna að samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum, sem hæfa aldri þeirra og þroska og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Ekki geta öll börn stundað tómstundastarf, m.a. vegna kostnaðar sem því fylgir. Þarna verða sveitarfélög að marka sér stefnu, þannig að öll börn geti tekið þátt án mismununar,“ segir Margrét Júlía. „Börn eiga jafnframt rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Því hafa Barnaheill barist fyrir því að sveitarfélög leggi af þann sið að láta foreldra kaupa hluta af námsgögnum barna sinna hvert haust. Sú barátta hefur borið árangur, en tryggja þarf að þessi kostnaður verði ekki lagður á aftur og það er einungis hægt með því að tryggja það í lögum.“ Öll börn eiga rétt á að njóta umönnunar foreldra sinna. Þó má til dæmis nefna að barn á engan sjálfstæðan veikindarétt, heldur er rétturinn foreldranna og fer eftir atvinnustöðu þeirra, stéttarfélagi og er samkvæmt kjarasamningum og mjög mismunandi. „Staða barna sem veikjast eða fæðast veik getur því verið mjög mismunandi og er það algjörlega óásættanlegt. Það þarf að tryggja í lögum um almannatryggingar og að rétturinn sé ávallt barnsins. Að búa vel að börnum og fjölskyldum þeirra frá upphafi er fjárfesting til framtíðar. Síðast en ekki síst: Ef við ætlum að tryggja börnum jarðar lífvænlega framtíð, þurfum við sem erum fullorðin að taka höndum saman, vinna gegn loftslagsbreytingum og annarri umhverfisvá. Börnin okkar og barnabörn eiga það skilið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Barnasáttmálinn er tæki fyrir sveitarfélög og alla aðila sem eru að vinna að málefnum barna og með börnum að hafa sem leiðarljós í öllu starfi. Þegar sveitarfélög ákveða að innleiða sáttmálann, þurfa þau að tryggja réttindi allra barna, í öllu starfi á vegum sveitarfélagsins,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Hún segir að börnum í íslensku samfélagi sé í dag mismunað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. „Börn bera ekki ábyrgð á við hvaða aðstæður þau búa. Við verðum að tryggja öllum börnum grundvallarmannréttindi óháð stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Efnahagsleg staða foreldra á ekki að koma í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum,“ segir Margrét Júlía. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi barna, ábyrgð og skyldur stjórnvalda, svo og ábyrgð foreldra. Samfélagið verði að búa svo um hnútana að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum og hlúð vel að börnum sínum. „Sem dæmi má nefna að samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum, sem hæfa aldri þeirra og þroska og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Ekki geta öll börn stundað tómstundastarf, m.a. vegna kostnaðar sem því fylgir. Þarna verða sveitarfélög að marka sér stefnu, þannig að öll börn geti tekið þátt án mismununar,“ segir Margrét Júlía. „Börn eiga jafnframt rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Því hafa Barnaheill barist fyrir því að sveitarfélög leggi af þann sið að láta foreldra kaupa hluta af námsgögnum barna sinna hvert haust. Sú barátta hefur borið árangur, en tryggja þarf að þessi kostnaður verði ekki lagður á aftur og það er einungis hægt með því að tryggja það í lögum.“ Öll börn eiga rétt á að njóta umönnunar foreldra sinna. Þó má til dæmis nefna að barn á engan sjálfstæðan veikindarétt, heldur er rétturinn foreldranna og fer eftir atvinnustöðu þeirra, stéttarfélagi og er samkvæmt kjarasamningum og mjög mismunandi. „Staða barna sem veikjast eða fæðast veik getur því verið mjög mismunandi og er það algjörlega óásættanlegt. Það þarf að tryggja í lögum um almannatryggingar og að rétturinn sé ávallt barnsins. Að búa vel að börnum og fjölskyldum þeirra frá upphafi er fjárfesting til framtíðar. Síðast en ekki síst: Ef við ætlum að tryggja börnum jarðar lífvænlega framtíð, þurfum við sem erum fullorðin að taka höndum saman, vinna gegn loftslagsbreytingum og annarri umhverfisvá. Börnin okkar og barnabörn eiga það skilið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira