Tekjur Sýnar aukast en hagnaður minnkar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 20:07 Vodafone er meðal annars í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Hanna Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem birt hefur afkomu félagsins á síðasta ársfjórðungi og á síðasta ári. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og var síðasta ár fyrsta árið sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári. Afkoma Sýnar áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 3,2 milljörðum króna, hækkun um fjögur prósent á milli ára. Hagnaður síðasta ársfjórðungs nam 195 milljónum króna sem er lækkun um 45 prósent á milli ára. Samhliða birtingu afkomu síðasta árs var tilkynnt að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hafi óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu Sýnar er haft eftir Stefáni að samspil margra þátta hafi leitt til veikari reksturs en búist var við. „Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil,“ er haft eftir Stefáni sem horfir þó björtum augum á horfur félagsins. „Nú þegar stærri samrunaverkefnum er að mestu lokið er samþætt fyrirtæki fjárhagslega sterkt og býr að miklum eignum og fjölbreyttum tekjustoðum. Fyrirtækið hefur því fjölmörg tækifæri til framtíðar og er vel í stakk búið til að takast á við óvissu í tengslum við samkeppni og ytri aðstæður.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28 Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem birt hefur afkomu félagsins á síðasta ársfjórðungi og á síðasta ári. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og var síðasta ár fyrsta árið sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári. Afkoma Sýnar áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 3,2 milljörðum króna, hækkun um fjögur prósent á milli ára. Hagnaður síðasta ársfjórðungs nam 195 milljónum króna sem er lækkun um 45 prósent á milli ára. Samhliða birtingu afkomu síðasta árs var tilkynnt að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hafi óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu Sýnar er haft eftir Stefáni að samspil margra þátta hafi leitt til veikari reksturs en búist var við. „Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil,“ er haft eftir Stefáni sem horfir þó björtum augum á horfur félagsins. „Nú þegar stærri samrunaverkefnum er að mestu lokið er samþætt fyrirtæki fjárhagslega sterkt og býr að miklum eignum og fjölbreyttum tekjustoðum. Fyrirtækið hefur því fjölmörg tækifæri til framtíðar og er vel í stakk búið til að takast á við óvissu í tengslum við samkeppni og ytri aðstæður.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28 Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28
Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30